Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. Efnalaug Garðabæjar ætlar að láta 30% af andvirði hreinsaðra gluggatjalda renna til mæðrastyrksnefndar í nóvember Komið tímanlega Í dag er ekki aðeins dagur íslenskrar tungu heldur líka afmælis-dagur Bjarka Sigurðssonar, fyrrverandi landsliðsmanns íhandbolta, þjálfara og sölufulltrúa hjá Jónum Transport. Bjarki er 45 ára í dag og heldur upp á tímamótin í faðmi eiginkon- unnar og fjögurra barna þeirra með góðri máltíð og tónlist í kvöld. „Þegar við vorum í Noregi byrjuðum við á því að spila jólalögin á þessum degi og höfum haldið þeim sið síðan,“ segir Bjarki. „Þetta hefur verið stór þáttur í lífinu,“ segir Bjarki um handbolt- ann og bætir við að fjölskyldan sé á fullu í íþróttum. „Tíminn saman er því óhjákvæmilega minni en hjá meðalfjölskyldum.“ Bjarki hefur lengi verið áberandi sem leikmaður og þjálfari. Vík- ingurinn spilaði til dæmis vel á þriðja hundrað landsleiki, var at- vinnumaður með norska liðinu Drammen 1997-1998 og byrjaði að þjálfa meistaraflokk hjá Aftureldingu um aldamótin en áður hafði hann þjálfað yngri flokka hjá Víkingi. Hann þjálfar nú ÍR-inga þriðja keppnistímabilið í röð. „Ég er mjög sáttur,“ segir hann um gengi nýliðanna í úrvalsdeildinni til þessa. Bjarki var með fljótari mönnum en segir að helsti munurinn nú og þegar hann var að spila sé aukinn hraði. Betur sé hlúð að leik- mönnum en áður og menn meðvitaðri um mikilvægi hvíldar og mat- aræðis. „Lið eldri leikmanna gætu samt haft betur.“ steinthor@mbl.is Bjarki Sigurðsson þjálfari 45 ára Morgunblaðið/Kristinn Feðgar í handboltanum Bjarki Sigurðsson og tveir af þremur son- um hans, Kristinn Bjarkason og Örn Ingi Bjarkason. Nú má byrja að spila jólalögin Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. 90 ára Stefán Anton Jónsson frá Sjón- arhóli á Stokkseyri er níræður í dag, 16. nóvember. Hann vann mestalla sína starfsævi hjá RARIK við rafmagnseftir- lit og ýmis störf. Stefán var með fyrstu mönnum til ná að gefa blóð 100 sinn- um í Blóðbankanum. Hann er góður hagyrðingur og hefur samið margar vísur. Árnað heilla Reykjavík Magdalena Rós fæddist 15. febrúar kl. 8.12. Hún vó 3.255 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Dragana Anic og Ásgeir Sigurðsson. Nýir borgarar Reykjavík Aron Berg fæddist 11. febr- úar kl. 20.14. Hann vó 3.165 g og var 50,5 cm langur. Foreldrar hans eru Ester Aldís Friðriksdóttir og Sverrir Gauti Ríkarðsson. Á sbjörn fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hellissandi. Hann var í Grunnskóla Hell- issands, stundaði síðar nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan skip- stjórnarprófi 1983. Fór 15 ára fyrst til sjós Ásbjörn var 15 ára er hann fór fyrst til sjós, 1978, var þá háseti á aflaskipinu Skarðsvík, var síðan á bátum frá Rifi, stýrimaður frá 1983, stofnaði útgerð 1985 og stofn- aði, ásamt öðrum, fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækið Nesver 1987, og á og rekur fyrirtækið frá 2003. Ásbjörn sat í bæjarstjórn Snæ- fellsbæjar 1994-2009, var forseti bæjarstjórnar frá 1998, sat í bæj- arráði Snæfellsbæjar 1994-98, í siglingaráði 1999-2007 og ýmsum Ásbjörn Óttarsson, alþm. og útgerðarmaður – 50 ára Haldið undir skírn Frá vinstri: Margrét Scheving; Friðbjörn Ásbjörnsson; afmælisbarnið heldur á nafna sínum; Íris Tryggvadóttir og Óttar Sveinbjörnsson. Myndin er tekin haustið 2009 er Ásbjörn yngri var skírður. Sandari í húð og hár Á bryggjunni Þeir nafnarnir, Ásbjörn eldri og yngri að athuga lyftarann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.