Morgunblaðið - 16.11.2012, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.11.2012, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Óvæntar fréttir af fjarlægum slóðum koma þér í opna skjöldu. Fáðu þér göngutúr og láttu hreina loftið feykja öllum leiðindum á bak og burt. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér er óhætt að láta hugboð þitt ráða, því oftar en ekki dettur þú ofan á réttu lausnina svona fyrirhafnarlaust. Kannski hef- ur þú nú þegar allt sem þú þarft. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert tilbúinn til að mæta áskor- uninni, sérstaklega ef hún er stærri en þú. Velgengni þín virðist ógna fólki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú skaltu setjast niður og semja áætlanir um framkvæmd þeirra hluta, sem þú hefur hingað til aðeins látið þig dreyma um. Viljirðu vinna þig í álit skaltu samt reyna aðrar og betri aðferðir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert drjúgur með þig þegar þú verð- ur vitni að mistökum annarra. Líttu á þetta sem tækifæri til að aðstoða aðra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Enginn ræður sínum næturstað en vissulega getur þú haft úrslitaáhrif á gang þíns lífs. Geta þín til þess að einbeita þér og nema er með mesta móti. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það skiptir engu máli hvernig viðrar hið ytra ef þið gætið þess að hafa sól í sinni. Skoðaðu málin með opnum huga. Stundum er hreinlega nóg að biðja fallega og það skil- ar alveg sama árangri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þetta er frábær dagur til þess að njóta samræðna við náungann. Reyndu að eyða tíma í einrúmi og safna kröftum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú verður fyrir smávegis upp- ljómun varðandi sjálfa þig eða eitthvað í umhverfinu. Þér munu berast fréttir sem koma þér skemmtilega á óvart. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hrósaðu þeim sem eiga það skil- ið, ekki síst ef það ert þú sjálfur sem átt í hlut. Láttu samt ekki nýjungagirnina hlaupa með þig í gönur því þá fer allt úr bönd- unum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú verður að nýta tímann vel og halda þér við efnið svo að þú náir að standa við gefin loforð. Láttu ekki aðra hluti glepja þér sýn á meðan. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur verið á stöðugum hlaupum daginn út og daginn inn. Afslöppun er góð fyrir hjartað og heilann sem þarf að hreinsa út skipunina: vinna! Davíð Hjálmar Haraldsson settisaman skemmtilegan brag öðrum þræði til að vekja athygli á fjölbreytni og tilbrigðum íslensks máls. Yfirskriftin er Halla ber: Milt er haustið. Halla ber til húsasölu tínir. Rekstur hennar halla ber, höfuðbókin sýnir. Hægt að vörum halla ber heitum kaffibolla en Höllu kýr í halla ber; hún má ekki drolla. Að hörku oft er Halla ber, helst með grein af eini húsbóndann þá Halla ber sem hertan fisk á steini. Svipmót himins halla ber húsbóndinn – og fjalla. Húfu sína halla ber; hylur jökulskalla. Dagur íslenskrar tungu er hald- inn ár hvert 16. nóvember á afmæl- isdegi Jónasar Hallgrímssonar. Það er við hæfi að rifja upp ljóð þjóð- skáldsins. Af nógu er að taka. Hér verður fyrir valinu „Suðursveit er þó betri“. Ef til vill vegna þess að umsjónarmaður býr á Seltjarn- arnesi. Suðursveit er þó betri en Seltjarnarnesið var; taðan er töluvert meiri og tunglið rétt eins og þar. Hitinn úr hófi keyrir, en honum uni ég þó; börnin hér bograst í skuggann og blaðra sem hvolpar í mó. Og bæjardyraburstin ber um hvað margt sé féð – sex þúsund sauðarleggi er Sigfús minn búinn með. Gylfi Þorkelsson yrkir: Lifðu glaður, laus við blaður, leggðu þvaður af. Orðastaður! Ydda, maður, Íslands fjaðurstaf. Ingólfur Ómar Ármannsson ósk- aði eftir því að birta tvær hring- hendur á degi íslenskrar tungu: Andans gróður yljar mér örar blóðið streymir auðug ljóðalistin er ljúfan hróður geymir. Vísan þjála vörum á visku strjálað getur ljóðamálið lipurt lífgar sálartetur. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Af Seltjarnarnesi, Jónasi og bragnum Halla ber Í klípu BÍLLINN HANS BÖDDA GAF SKÝR SKILABOÐ TIL ANNARRA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ STOPPA Á RAUÐU LJÓSI.“ Hermann Ferdinand Grettir ... þegar þú getur ekki hætt að hugsa um hann. BERGMÁLS- BJARG BERGMÁLS- BJARG BERGMÁLS- BJARG BERGMÁLS- BJARG BERGMÁLS- BJARG BERGMÁLS- BJARG HA HA, ROSA FYNDIÐ. ÉG SAGÐI AÐ ÞETTA VÆRI EKKI FYNDIÐ. HANN HLÓ NÚ SAMT, EKKI SATT? Hrólfur hræðilegi HVAÐ ER Í KVÖLD- MAT? HVERNIG HLJÓMAR STEIK, BÖKUÐ KARTAFLA, SALAT OG RAUÐVÍN? ÞAÐ HLJÓMAR MJÖG VEL! SAMMÁLA, EN ÞAÐ ER ÞVOTTADAGUR ... ... SVO ÞAÐ VERÐUR BARA HAFRAGRAUTUR OG BRAUÐ Í STAÐINN. VIÐ GÆTUM GERT BETUR. SJÚKRABÍLL Fyrir margt löngu var Víkverjistaddur í samkvæmi í Winnipeg í Kanada þegar fyrsti snjór vetrarins féll. Með Víkverja voru meðal ann- ars menn frá Afríku og vægast sagt hvítnuðu þeir af hræðslu enda höfðu þeir aldrei séð snjó fyrr. Þeir tóku samt gleði sína á ný eftir að hafa ver- ið fullvissaðir um að þeir væru ekki í neinni hættu og kæmust örugglega heilir á húfi aftur til síns heima. x x x Þetta atvik kom upp í huga Vík-verja þegar hann heyrði að 27 cm jafnfallinn snjór hefði verið í Winnipeg um liðna helgi og fólk í basli úti um alla borg. Henni er skipt upp í hreinsunarsvæði og liggur fyr- ir hvenær hvert svæði er hreinsað. Á meðan á hreinsun stendur er óheim- ilt að leggja bílum í viðkomandi svæði, þ.e. frá klukkan sjö að morgni til klukkan sjö að kvöldi. Fari fólk ekki að settum reglum eru bílarnir dregnir í burtu og eigendum gert að borga 150 dollara sekt, tæplega 20 þúsund krónur, en sektin fer niður í 75 dollara sé greitt innan ákveðins tíma. x x x Nær 500 bílar voru dregnir í burtuaf hreinsunarsvæðum sl. mánu- dag en eigendur þeirra sluppu með skrekkinn. Ástæðan er sú að nú er unnið samkvæmt nýju skipulagi og stóð til að kynna það í gær, en það láðist bara að láta móður náttúru vita af því. Skipulagið hefur reyndar verið aðgengilegt á netinu en fólk leitar sér almennt ekki upplýsinga fyrr en á þarf að halda og vefurinn með upplýsingunum lá auk þess niðri um tíma sl. mánudag. x x x Þetta minnir Víkverja óneitanlegaá skipulagið í Reykjavík, eins og borgarstjóri kynnti það eftir á í fyrra. Þá var hvorki talin þörf á að ryðja götur, salta eða sanda vegna þess að á einhverjum tímapunkti myndi rigna og snjórinn þar með hverfa af götunum. En svo hélt bara áfram að snjóa. Víkverji vill helst sjá svipað kerfi og notað er í Winnipeg en fyrir öllu er að íbúar viti með nægum fyrirvara hvernig staðið verði að hreinsun svo þeir geti gert ráðstafanir í tíma. víkverji@mbl.is Víkverji Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur. (Fyrra Pétursbréf 5:7)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.