Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 40
„Á síðustu árum hefur úrvalið aukist
mikið og hefur núna fengið sitt eigið
nafn, Stál í stál. Síðustu ár hefur
gjafavörulínan orðið vinsæl til gjafa.
Enda hefur stálið þann eiginleika að
ekki fellur á það,“ segir Ingibjörg
Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjá
Jens gullsmið.
Smiðirnir hjá Jens hafa langa
reynslu í stálvinnslu og hafa nú loks-
ins komið með heildstæða vörulínu í
nytjahlutum. Í henni eru ýmsar gerð-
ir af skeiðum, smjör- og ostahnífar, kökuhnífar og
spaðar, salattangir og margt fleira.
Hönnuðir Stál í stál-línunnar hafa íslensk efni að
leiðarljósi þegar þeir hanna línuna og nota mikið steina
úr náttúrunni og form líkt og stuðlaberg, jökla og norð-
urljós.„Þessi íslenska tenging hefur gert vöruna mjög
vinsæla hjá ferðamönnum og Íslendingum sem vilja
gefa erlendum vinum og vandamönnum fallegan hlut
frá Íslandi. Hönnunin er byggð á því að hlutirnir geti
staðið sem skrautmunir á borði á milli þess sem þeir
eru nýttir. Við vitum til þess að margir eru að safna
vörum úr línunni,“ segir Ingibjörg sem finnst borðbún-
aður úr stáli góð gjöf og notadrjúg.
„Það er alltaf hægt að bæta við fallegum nytjahlut til
að skreyta borðhaldið. Íslensk framleiðsla og íslensk
hönnun er í hávegum höfð hjá okkur,“ segir Ingibjörg.
sbs@mbl.is
Í nytjavörulínunni Stál í stál má
finna ýmsar gerðir af skeiðum, hníf-
um, spöðum og salattöngum.
Ingibjörg
Snorradóttir
Nytjalist Fallegir og
notadrjúgir munir.
Salattöng Góð
í grænmetið
Stálið er notadrjúgt
40 Jólablað Morgunblaðsins
Guðlaugur A Magnússon
Skólavörðustíg 10
101 Reykjavik
www.gam.is
S: 562 5222
Íslensk hönnun
B
ókin nefnist „Lísa og
Palli í Jólasveinabæ“
og höfundurinn, Krist-
ín Axelsdóttir, samdi
hana til að lesa fyrir
sín eigin börn í aðdraganda
jólanna. „Árið 1988 átti ég tvö lítil
börn, tveggja og þriggja ára göm-
ul, og söguna samdi ég fyrir þau
og las þá um jólin og aftur um
hver jól þaðan í frá. Á hverjum
degi í desember til jóla las ég einn
kafla en sagan skiptist í 24 kafla
sem skiptast hver og einn niður á
dagana í desember.“ Svo vel líkaði
börnunum sagan að lesturinn varð
samstundis að jólahefð á heimili
Kristínar og á hverju ári var sag-
an lesin með sama hætti; einn
kafli á dag í desember. „Við þenn-
an lestur ólust börnin upp og hefð-
in hélt svo ég las söguna fyrir þau
fram eftir aldri, einn kafla á dag,
þótt þau væru orðin fullorðin,“
segir Kristín og kímir. „Svo hafa
börnin verið að spyrja mig hvort
ég ætli ekki að gefa söguna út.“
Og hvað kom til að mamma hlýddi
ekki fyrr en nú? „Æ, þetta er dá-
lítið flókið mál þegar maður stúss-
ar í þessu í fyrsta skiptið,“ segir
Kristín. „En þar kom að ég spurði
sjálfa mig – af hverju ekki?“ Bók-
in hefur að sögn höfundar elst
ágætlega og tekið litlum sem eng-
um breytingum frá því börnin
hennar heyrðu hana fyrst. „Ég
jafnaði kaflana aðeins að lengd, en
upprunalega var sagan náttúrlega
vélrituð á A4-blaðsíður, og ég á
enn upprunalega eintakið enda hef
ég gætt þess vel gegnum árin,“
bætir Kristín við. „Eins teiknaði
ég myndirnar upp á nýtt fyrir
bókina, en þær eru engu að síður
mjög líkar upprunalegu teikning-
unum.“
Hvunndagsævintýri
á aðventunni
Kristín hefur að eigin sögn
skrifað eitt og annað gegnum árin,
sér til gamans og ánægju, en jóla-
sagan er það fyrsta sem hún gefur
út. „Á þeim tíma sem bókin verður
til var ég nýkomin úr námi, var
með tvö lítil börn eins og áður
sagði og fannst vanta eitthvað
þessu líkt til að létta börnunum
biðina í desember eftir jólunum.
Ég leitaði að bók en fann enga,
svo ég samdi þessa bara sjálf
handa þeim,“ útskýrir Kristín.
Söguhetjurnar eru þau Lísa og
Palli og sagan rekur það sem á
daga þeirra drífur meðan þau bíða
jólanna. Hvunndagsævintýrin taka
svo mið af því sem Kristín var vön
að gera með fjölskyldunni á að-
ventunni; baka piparkökur, klein-
ur, föndra, safna í sparibauk og
fleira. Sagan endurspeglar því
jólahaldið á heimili Kristínar, allt-
ént upp að vissu marki. „Börnin
voru á leikskóla eftir hádegi, og
þess vegna var hin daglega sögu-
stund okkar á morgnana.“ Bókin
um Lísu og Palla er því uppfull af
ljúfum jólaminningum fyrir Krist-
ínu og fjölskyldu hennar. Bókin er
hugsuð fyrir aldurshópinn tveggja
til tíu ára og segir frá sam-
nefndum systkinum. „Kaflarnir
eru hæfilega langir og henta í
raun jafnvel á morgnana sem og
fyrir svefninn,“ segir Kristín. Eitt
og annað drífur á daga þeirra Lísu
og Palla en eins og Kristín bendir
á er bókin laus við allan hamagang
og æsing; sprengingar, geimverur
og annað í þeim dúr finnst hér
hvergi. „Þetta er meira í takt við
hefðbundna íslenska aðventu. Þá
setti ég með uppskriftir aftast í
bókina, að kleinum, piparkökum
og fleiru, því það er meðal annars
það sem systkinin eru að bardúsa í
bókinni.“
Meiri skrif í skúffunum
Kristín starfar við forritun hjá
Reiknistofu bankanna dags dag-
lega en segir þó ekki alveg laust
við að í sér blundi svolítill rithöf-
undur og hún hefur gaman af því
að skrifa. „Þetta er skemmtilegt,
rétt er það,“ segir hún. „Ég á
örugglega eftir að skrifa eitthvað
meira,“ bætir hún við og þegar
hún er innt eftir því hvort drög að
einhverju meira leynist í skúff-
unum samsinnir hún því. „Ég les
sjálf aðallega krimma og morðsög-
ur, og ég er því auðvitað með eina
slíka í smíðum, en það tekur lang-
an tíma að skrifa meðfram fullri
vinnu. En það er engu að síðu
draumurinn að gefa út að minnsta
kosti eina slíka glæpasögu – eina
fullorðinsbók. Fólk er líka af og til
að spyrja mig hvers vegna ég
skrifi ekki eina slíka þar sem ég
er alltaf að lesa þess háttar bók-
menntir.“
Jólabókina gefur Kristín sjálf
út, „enda þarf maður að vekja
smáathygli á sér fyrst áður en út-
gáfurnar taka við manni“. Það
skyldi þó aldrei vera að mjór verði
mikils vísir, eins og þar stendur,
og jólasaga Kristínar verði fyrst
til þess sem á eftir kemur? Það
kemur allt saman í ljós en fyrir
áhugasama um jólaævintýri þeirra
Lísu og Palla má benda á að
Kristín mun selja eintök af bók-
inni í Kolaportinu næstu helgar og
er lag að grípa eintak fyrir mán-
aðamótin svo hægt verði að lesa
söguna frá og með fyrsta degi des-
ember, allt til aðfangadags.
jonagnar@mbl.is
Jólaævintýri
Lísu og Palla í
Jólasveinabæ
Meðal bókanna sem koma út fyrir jólin í ár er
barnabók sem hefur að geyma sögu sem varð til
árið 1988 en kemur núna fyrst fyrir sjónir al-
mennings, næstum aldarfjórðungi síðar.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Handritið Þannig lítur upprunalega eintakið af sög-
unni út sem Kristín sló inn á ritvél forðum.
’Á hverjum degi í desem-
ber las ég einn kafla en
sagan er 24 kaflar sem
skiptast hver og einn nið-
ur á dagana í desember.
Jólasaga Kristín Axelsdóttir samdi Jólaævintýri Lísu og Palla í Jólasveinabæ fyrir hartnær aldarfjórðungi síðan
en gefur nú loks bókina út. „Við þennan lestur ólust börnin upp og hefðin hélt þótt þau væru orðin fullorðin.“
Bókin Jólaævintýri Lísu og Palla í Jólasveinabæ —
loksins er saga Kristínar komin út sem bók.