Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 117
Jólablað Morgunblaðsins 117
MILLILIÐALAUS VERSLUN BEINT VIÐ LISTAMANN - THORSVEGI 1 - 112 REYKJAVÍK
10.000 kr
.
GJAFABR
ÉF
DREGIÐV
IKULEGA
.
KOMDU O
G
TAKTU Þ
ÁTT!
ALLIR SE
MKOMA
Í GALLER
ÍIÐ EIGA
MÖGULE
IKA Á GJ
AFABRÉF
I AÐ VER
ÐMÆTI
10.000 K
R. DREGI
Ð VERÐU
R UM EIT
T GJAFA
BRÉF Á F
IMMTUD
ÖGUM TI
L JÓLA.
NÖFN HI
NNA HEP
PNU VER
ÐA BIRT
Áwww.fa
cebook.co
m/galleri
korpulfss
tadir
FALLEGIR
LISTMUN
IR
HEILLAN
DI HÖNNU
N
OG
OPIÐ: FIMMTUDAGA KL. 14-21 FÖSTUDAGA KL. 14-18 LAUGARDAGA KL. 12-18 SUNNUDAGA KL. 12-18
F
jölmargir rithöfundar leggja orð í
belg á bókavökum sem haldnir
eru nú á aðventunni í Sunnlenska
bókakaffinu á Selfossi. „Þetta eru
samkomur sem hafa unnið sér
sess í vitund margra; ekki síst höfundanna.
Margir þeirra koma hingað alltaf þegar þeir
senda frá sér bækur og
vilja eiga samtal við les-
endur sína sem öllum höf-
undum er nauðsynlegt,“
segir Bjarni Harðarson
bóksali.
Segja má að blómi ís-
lenskra höfunda mæti
austur á Selfoss nú á að-
ventunni. „Úti á landi er
sterk hefð fyrir því að
halda hverskonar sam-
komur á fimmtudags-
kvöldum. Bæði hentar þessi vikudagur vel,
en sömuleiðis byggist þetta á ákveðinni
hefð. Hefð síðan þetta var sjónvarpslaust
kvöld,“ útskýrir bóksalinn.
Veiðimaður og Vestfjarðadagskrá
Næsta fimmtudagskvöld, 29. nóvember,
þrír höfundar á Bókakaffið á Selfossi. Þór-
arinn Eldjárn les úr bókinni Hér liggur
skáld, Kristín Steinsdóttir blaðar í Bjarna-
Dísu og Þorlákur Karlsson í ljóðabókinni
Tuttugu þúsund flóð, en þar sækir höfund-
urinn yrkisefni sín í baráttu veiðimannsins
við laxinn í Ölfusá.
Hinn 6. desember er Vestfjarðadagskrá,
þar sem höfundar úr þeim landsfjórðungi
lesa úr verkum sínum.
Hinn 13. desember koma Emil Hjörvar,
Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson svo
einhverjir séu nefndir. – Þá verður bók-
menntadagskrá með Pjetri Hafstein Lár-
ussyni laugardaginn 8. desember og næsta
dag, sunnudaginn 9. desember, dagskrá þar
sem m.a. verður kynntur barnadiskurinn
Englajól og barnabókahöfundarnir Ólöf
Eldjárn og Guðmundur Brynjólfsson mæta.
„Bækur og aðventan eru samofin. Mér
finnst þessi hefð skemmtileg – þetta er inn-
legg til þess að auðga andann í svartasta
skammdeginu. Að því leyti og mörgu öðru
hafa bókmenntirnar mikilvægt gildi í sam-
félaginu,“ segir Bjarni Harðarson
sbs@mbl.is
Bækur á sjónvarpslausu kvöldi
Upplestur á Bókakaffinu á
Selfossi. Þekktir höfundar
leggja orð í belg. Bækur og að-
ventan samofin heild.
Upplestur Margir af betri höfundum hafa lesið upp á Bókakaffinu, svo sem Þórarinn Eldjárn og áhugasamir lesendur við fótskör hans.
Bjarni
Harðarson
Í sl. viku höfðu verslanir Ey-mundsson tekið alls 859 ís-lenska bókatitla til sölu á árinu.
Í þessari súpu eru barnabækur 272
og 587 bækur fyrir fullorðna. Til
samanburðar má geta þess að í
fyrra tók Eymundsson á móti 922 ís-
lenskum bókum, þar af 686 bókum
fyrir fullorðna og 236 barnabókum.
Ekki yfir múrinn
„Nei við förum sennilega ekki yf-
ir þúsund bóka múrinn þetta árið,“
segir Benedikt Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra
bókaútgefenda, í samtali við Morg-
unblaðið. Segist hann þarna eiga
við bækur ætlaðar almennum mark-
aði, en skv. tölum frá Lands-
bókasafni koma um 1.500 titlar út
árlega; auk bóka;skýrslur, ritlingar,
smáprent og fleira.
Félag íslenskra bókaútgefenda
hefur um árabil gefið út Bókatíð-
indi, þar sem bækur hvers árs eru
kynntar. Í ritinu eru að þessu sinni
kynntar alls 842 bækur, þá fyrst og
síðast bækur sem eru ætlaðar fyrir
hinn almenna markað. Utan þessa
kemur út fjöldi rita sem ætluð eru
sértækari markaði og útgefendur
kynna ekki á þeim vettvangi sem
Bókatíðindin eru.
„Nýjungar tækninnar koma
sterkar inn. Í fyrra voru hljóðbæk-
urnar um 30 en eru á milli 60 og 70 í
ár. Þá koma nokkrar bækur út jafn-
hliða á pappír og rafrænu formi; í
flokki rafbóka í ár eru 94 skrán-
ingar,“ segir Benedikt Krist-
jánsson.
Mikil aukning á löngum tíma
Útgefnar bækur árið 1991 voru
405, um 330 árið 1994 og nær 500
um aldamót. Síðan þá hefur verið
línuleg aukning og þúsundið
skammt undan. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Lesefni Úrval nýrra bóka hefur aldrei verið meira en nú á síðustu árum.
Aukning í útgáfu
stöðug og jöfn
Á níunda hundrað bækur koma út á árinu. Raf-
og hljóðbækur ryðja sér til rúms. Útgefnum ritum
hverskonar hefur fjölgað mikið frá aldamótum.