Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 42
42 Jólablað Morgunblaðsins Jólastemningin býr í Básum Aðventuferð 30. nóv – 2. des Áramótaferð 29. des – 1. jan Bókun á skrifstofu í síma 562 1000 eða á www.utivist.is Þ að er svo yndislegt að vera úti á skíðum um jólin og það er alveg sérstaklega góð jólastemning í aust- urrísku Ölpunum,“ segir Gunilla Skaptason tannlæknir. Hún hefur ásamt fjölskyldunni byggt sér fallegt og notalegt hús á skíðasvæð- inu Aineck/Katschberg skammt frá Salzburg í Austurríki og eyðir þar gjarnan jólum og áramótum. „Skíðajól eru frábær því þá losnar maður við allt hátíðarstressið heima. Við fjölskyldan höfum lagt áherslu á að vera bara með litla sæta jóla- pakka og allir taka þátt í matarund- irbúningnum. Þannig skapast svo sérstök fjölskyldustemning. Þetta er sannkallaður gæðatími þar sem við erum öll saman í tíu daga, njótum útiverunnar og sam- verunnar og gæðum okkur á góðum mat. Við förum út á morgnana og skíðum uppi í fjöllunum allan daginn, rennum við í notalegum skíðaskálum og fáum okkur gott að borða. Það er dásamleg jólastemning og allir eru í góðu skapi.“ Traust vinabönd Gunilla og fjölskylda hafa stundað skíðamennsku í 35 ár. „Fyrstu árin vorum við í Skálafelli allar helgar og líka í miðri viku með eldri börnin tvö, þau voru rétt fjögurra ára göm- ul þegar þau fóru fyrst alein upp í diskalyftunni. Þetta var dásamlegur tími sem aldrei gleymist,“ segir Gunila. „Síðan fóru vinahóparnir á skíði um helgi eða páska til Akureyrar og þá voru börnin líka oft með í för. Á sumrin fóru heilu fjölskyldurnar inn í Kerlingarfjöll og þar lærðu allir á skíðum hjá Valdimari og Eiríki. Á skíðum kynntist fólk og traust vina- bönd mynduðust sem aldrei rofna. Við fórum fyrstu fjölskylduskíða- ferðina til Austurríkis þegar eldri börnin voru sjö og níu ára og yngsta barnið aðeins þriggja mánaða gam- alt. Síðan þá höfum við fjölskyldan oft dvalið um jól og áramót á skíðum í Austurríki og síðastliðin fjögur ár í okkar eigin húsi. Við höfum lengi verið heilluð af hinu stórkostlega skíðasvæði Aineck/Katschberg skammt frá Salzburg og fundum loks freistandi lóð í litlu fallegu þorpi sem heitir St. Margarethen og er við rætur Aineck/Katschberg. Þar byggðum við okkar draumahús og viljum helst hvergi annars staðar vera.“ Fegurð Alpanna Húsið er að sögn Gunillu á besta stað í bænum. „Það er frábærlega vel staðsett. Við erum um það bil þrjár mínútur að keyra á skíðasvæðið og á sumrin er bara að setja á sig bakpokann og labba af stað upp í fjöllin. Svo er dásamlegur golfvöllur í fimm mín- útna akstursfjarlægð sem við spilum mikið á í sumarfríunum. Þetta er hreinasta paradís. Við notum húsið mjög mikið en höfum leigt það út þegar við erum ekki þar, aðallega út- lendingum,“ segir Gunnilla sem finnst fegurð Alpanna eiginlega ólýs- anleg. „Þar ríkir svo mikil ró og friður. Gleði þeirra sem stunda skíði og úti- vist í Ölpunum er ólík öllu öðru sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina. Við höfum farið til fleiri landa á skíði, bæði Frakklands og Ítalíu, en okkur finnst hvergi eins notalegt og huggu- legt og í Austurríki. Svæðið um- hverfis Salzburg er að mínu mati besta austurríska skíðasvæðið en það stendur hátt og er mjög snjó- öruggt.“ Sænskir jólasiðir Gunilla segist alltaf halda í jóla- hefðir, líka í Austurríki. „Ég er mik- ið jólabarn og mjög föst í þeim jóla- siðum sem ríktu á mínu heimili. Mamma mín var sænsk svo við höf- um haldið okkur við þær hefðir sem ég ólst upp við. Heima var til dæmis alltaf julefrokost í hádeginu á að- fangadag með Jansons frestelse, sænskri jólaskinku, síld og fleira góðgæti. Jansons frestelse er vinsæll sænskur síldarofnréttur og hann fylgir minni stórfjölskyldu um jól og áramót, hvert sem við förum. Þegar við höfum verið í húsinu okkar í Austurríki um jólin öll sam- an; börn, tengdabörn og barnabörn, bæði frá Noregi og Íslandi, höfum við tekið með okkur hangikjöt og rjúpur sem tengdasonurinn veiðir. Því til viðbótar höfum við alltaf pant- að svínasteik, tilbúna í ofninn, hjá frábærum kjötiðnaðarmönnum í næsta þorpi. Þannig ríkir mikil hefð í veislumatnum hjá okkur, hvort sem við höldum jólin á Íslandi eða í Aust- urríki.“ Jansons frestelse Fyrir fjóra 10 meðalstórar kartöflur 2 stórir gulir laukar 1 box af gaffalbitum frá Kútter, valin kryddsíld af bestu gerð (290 g, fæst í Nóatúni) raspur, ókryddaður 1-1½ peli rjómi Upprunalega voru ansjósur í rétt- inum en við höfum kosið að gera þetta alltaf svona, nota síld. Byrjað er á því að flysja kartöflur og skera þær niður í mjög þunnar skífur. Laukar næst flysjaðir og skornir í þunnar skífur. Laukurinn brúnaður á pönnu við vægan hita í góðum skammti af smjöri, þannig að hann verði gulbrúnn. Kartöflurnar settar í smurt eldfast fat og lauknum hellt yfir þannig að smjörið leki vel niður á kartöflurnar. Kryddsíldinni (litlum bitum) stungið niður á milli kartafln- anna, nokkrum smjörbitum dreift yf- ir, smávegis af kryddsíldarleginum hellt yfir og loks stráð örlitlu raspi yfir allt saman. Stungið inn í 200°C heitan ofn og bakað í ca 10 mínútur, til að þurrka réttinn lítillega upp. Fatið er þá tek- ið út eitt augnablik, rjóma hellt yfir og því stungið aftur inn í ofninn í ca 30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar vel mjúkar. Rétturinn skal borinn fram heitur og gott er að hafa rúgbrauð með. beggo@mbl.is Skíðakona Gunilla Skaptason heldur í hefðir í jólamat, tekur bæði hangikjöt og rjúpur með til Austurríkis og flytur þannig með sér íslenskt bragð á fjarlægar fjallaslóðir í Ölpunum. Gaman Gleði þeirra sem stunda skíði og útivist í Ölpunum er ólík öllu öðru, að mati Gun- illu. Hún segir svæðið umhverfis Salzburg vera langbesta austurríska skíðasvæðið. Friðsæld á fjöllum Gunilla Skaptason eyðir gjarnan jólunum á skíðum í austurrísku Ölpunum þar sem fjöl- skyldan hefur reist sér myndarlegt hús skammt frá Salzburg. Draumahúsið Hús Gunillu og fjölskyldu, sem er bæði fallegt og notalegt, er í litlu þorpi, St. Margarethen, við rætur Aineck/Katschberg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sænskt Gunilla Skaptason er mikið jólabarn og heldur fast í sænskar jólahefðir. Hún gefur hér uppskrift að Jansons frestelse, sem er vinsæll sænskur síldarofnréttur sem stendur alltaf fyrir sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.