Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 24
Fjöldaframleiðsla Þau eru hvert öðru glæsilegra, húsin sex sem barnabörn og langömmubörn Valdísar gerðu. Þ ær Valdís Einarsdóttir og Anna Jóhannesdóttir fara misjafna leið að sama markmiði. Báðar hafa þær gaman af því að gera piparkökuhús fyrir jólin en velja sitthvora leiðina. Þegar mest var lagði Valdís eldhúsið undir pip- arkökuhús í margar vikur en þá hafði hönnunar- og teiknivinna þeg- ar tekið nokkurn tíma. Anna brá sér hins vegar út í búð, keypti tilbúið hús, setti saman og leyfði börnunum að skreyta samdægurs. Níu sinnum meistari Valdís Einarsdóttir hóf „ferilinn“ fyrir 20 árum á því að búa til sælgæt- ishús sem hún gerði í nokkur ár. Þeg- ar bökunarvöruframleiðandinn Katla fór að standa fyrir piparköku- húsakeppni fyrir jólin fyrir um fimm- tán árum jókst metnaðurinn til muna. Hún ákvað strax að taka þátt af miklum móð. „Ég var einu sinni í þriðja sæti en vann svo níu sinnum. Þá fóru þeir hjá Kötlu fram á að ég myndi draga mig í hlé til að hleypa öðrum að. Þeir leyfðu mér að taka þátt sem heiðursþátttakanda sem ég gerði í tvö ár en síðan hef ég gert pip- arkökuhús með börnum, barnabörn- um og barnabarnabörnum án þess að taka þátt í keppninni“ segir Valdís. Eldhúsið undirlagt í 3-6 vikur Síðustu tvö árin hefur farið minni tími í þetta hjá Valdísi en áður en nú er eldhúsið „aðeins“ undirlagt í um tíu daga vegna piparkökuhúsagerð- ar. Þegar Valdís tók þátt í keppninni varð hins vegar ekki þverfótað í eld- húsinu fyrir piparkökuhúsum í 3-6 vikur. Þá er ekki talinn tíminn sem fór í að hanna og teikna húsin en það getur einnig tekið talsverðan tíma. „Í ár reikna ég með að vera bara með krökkunum eins og síðustu tvö ár en ég var að koma úr utanlands- ferð og er ekki byrjuð að undirbúa neitt ennþá. Hvort tveggja er mjög skemmtilegt. Það er mjög gaman að gera svona hluti með krökkunum. Leyfa þeim að mála og skreyta en setja svo saman sjálfur. Þegar ég tók þátt í keppnunum var maður að vinna í þessu fram á nótt og þurfti að gera meira sjálf.“ segir Valdís. Sælgætið gæðaprófað Það þarf hins vegar ekki endilega að taka þátt í keppni til að hafa gaman af hlutunum. Það þekkir Anna Jóhannsdóttir, kennari sem hefur í átta ár haft það fyrir hefð að búa til piparkökuhús með börn- unum sínum, þeim Einari Birni sjö ára og Söru Björk 9 ára. Fyrst gerði hún þetta að mestu ein því dóttirin sem nú er níu ára var eins árs þegar þetta var gert í fyrsta sinn. Hún fer mun auðveldari leið en Valdís að sama markmiði. Hún kaupir tilbúið hús í búð og límir saman með eggja- og flórsyk- urblöndu, síðan skemmta börnin sér við að skreyta húsið, setja „snjó“, og sælgæti á húsið. „Að sjálfsögðu þarf að gæðaprófa sælgætið. Það finnst okkur skemmtilegast og eins að setja snjóinn,“ segja börnin. Skemmtileg hefð Þetta er skemmtileg sam- verustund með börnunum á aðvent- unni og krökkunum finnst, að sögn Önnu, gaman að sjá eitthvað verða til og taka þátt. „Ég gæti vel hugsað mér að gefa mér meiri tíma í þetta næst og gera þá deigið sjálf og jafn- vel teikna. Það er bara fínt að hafa þetta svona þegar maður hefur ekki meiri tíma. Þá þurfa krakkarnir lítið að bíða,“ segir Anna. Fjölskyldan er staðráðin í að halda í þessa hefð en smám saman hafa börnin tekið meiri og meiri þátt í piparkökuhúsagerðinni. „Kannski endar þetta með því að ég þarf ekki að gera neitt, börnin sjá um þetta bara,“ segir Anna. Mætast á miðri leið Ef til vill mætast Valdís og Anna á miðri leið í piparkökuhúsagerð. Val- dís dregur ef til vill enn frekar úr þeim tíma sem hún ver í þetta og Anna gefur sér kannski meiri tíma og þá enda þær á svipuðum nótum. Það skiptir þó litlu máli svo lengi sem þær og fjölskyldur þeirra halda áfram að hafa gaman af þessu og njóta samverustunda við piparköku- húsagerð. Niðurstaðan verður sú sama: Gleði, bara gleði. Annað er aukaatriði. Piparkökuhús Uppskrift frá Valdísi Ein- arsdóttur sem 9 sinnum vann pip- arkökuhúsakeppni Kötlu. 150 g sykur 250 g síróp ½ tsk pipar 2 tsk engifer 2 tsk kanill ½ tsk negull 125 g smjör 1 stk egg 2 stk matarsódi 10-12 dl hveiti Látið suðuna koma upp á sykri, sírópi og kryddi. Hrærið matarsód- anum vel saman við. Smjörið hrært saman við og eggið látið í. Seinast er ca. 10 dl af hveiti smám saman hrært saman við. Nú er hægt að hnoða deigið á borði og láta meira af hveitinu. Deigið má fletja strax út eða geyma. Ef þið viljið geyma deigið þá vefjið plasti utan um það og látið á kaldan stað. Sykurbráð 4 dl flórsykur 1 – 1 ½ eggjahvíta, hrært vel saman. Litað eftir smekk. Best er að sprauta sykurbráðinni úr plastpoka, sem horn hefur verið klippt af. Klippið mynstrin fyrst út í smjör- pappír. Fletjið deigið út og skerið síðan eftir mynstrunum. Bakið við ca 175°C. Skreytið húshlutina áður en þið límið saman. Það er hægt að nota sykurbráðina sem lím eða brún- ið sykur á pönnu þar til hann er eins og karamella. halldorbach@gmail.com Ljósmyndir/Halldór Bachmann Fjölskylda Anna Jóhannesdóttir og þau Sara Björk og Einar Björn Ragnarsbörn ánægð með piparkökuhúsið. Vandvirk Börnin skreyta hús sem móðir þeirra er búin að setja sam- an. Prófa svo gæði sælgætisins. Leiðbeint Valdís Einarsdóttir hannaði og teiknaði þetta piparkökuhús og hér segir hún barnabarninu, Líf Kristinsdóttur, hvernig skuli skreyta. Framkvæmdir Gert klárt. Húsið tekið úr pakkanum og lagt á borð- ið. Þá hefst sjálf byggingarvinnan. Kastali Hús ræningjanna í Kardimommubænum. Ljónið er í búrinu og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan, við húsið. Valdís, Matthías Sæv- arsson barnabarn og Ólafur Ásgeirsson langömmubarn gerðu húsið. Gleði, bara gleði Það er hægt að hafa gaman af piparkökuhúsagerð hvort sem maður hefur mikið fyrir því eða ekki. Þetta staðfesta Valdís Einarsdóttir sem níu sinnum hefur unnið í piparkökuhúsasamkeppni og Anna Jóhann- esdóttir sem aldrei hefur keppt í piparkökuhúsagerð. 24 Jólablað Morgunblaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.