Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 68
J
óladagskrá Þjóðminjasafns-
ins hefst 1. desember en þá
verður jólasýningin Sér-
kenni sveinanna, opnuð á
Torginu og hægt verður að
fara í jólakattaratleik um safnið.
Dagskrá í tengslum við komu jóla-
sveinanna hefst hins vegar kl. 14
hinn 9. desember, með komu
Grýlu og Leppalúða, og svo koma
jólasveinarnir kl. 11 á hverjum
degi fram að jólum frá 12. desem-
ber. Algengt er að börn úr leik-
og grunnskólum séu viðstödd
komu jólasveinanna virka daga en
um helgar er heimsókn á Þjóð-
minjasafnið ómissandi liður í jóla-
undirbúningi margra fjölskyldna.
Stúfur er
vinsælasti jólasveinninn
Allir eru jólasveinarnir vinsælir
en einn er þó sá sem sker sig úr
og það er Stúfur. Af einhverjum
ástæðum er hann sérstaklega vin-
sæll og að sögn starfsmanna Þjóð-
minjasafnsins jafnast koma hans á
við komu alþjóðlegrar rokk-
stjörnu. Daginn sem Stúfur kemur
fyllist safnið af æstum aðdáendum
á öllum aldri og yfirleitt tekur það
langan tíma fyrir hann að komast
leiðar sinnar þegar heimsókninni í
Þjóðminjasafnið lýkur.
Jólaratleikur
Frá 1. desember verður boðið
upp á jólaratleik sem gengur út á
að finna jólaketti sem faldir eru
víðs vegar um safnið. Fyr-
irkomulag jólaratleiksins er þann-
ig að þátttakendur fá í hendur
blað þegar þeir koma á safnið en á
blaðinu eru vísbendingar um hvar
kettina er að finna.
Þetta er í fyrsta sinn sem boðið
er upp á jólaratleikinn á fimm
tungumálum, íslensku, ensku,
frönsku, þýsku og pólsku. Í fyrra
var hann í boði á fjórum tungu-
málum, en nú hefur verið ákveðið
að bæta því fimmta, þýsku, við.
„Reynsla okkar af ratleikjum er
sú að þeir höfða bæði til barna
sem eru búsett hér á landi og
þeirra sem koma aðeins í stutta
heimsókn. Við sjáum það einnig að
fjölskyldur af erlendum uppruna
sem búa á Íslandi eru mjög
ánægðar með að geta gert eitt-
hvað saman á móðurmáli sínu en
um leið fræðst um sögu landsins
sem þær hafa gert að heimili
sínu,“ segir Helga Einarsdóttir
safnkennari.
Steinunn Guðmundardóttir,
samstarfskona Helgu, bætir við að
það hafi verið vegna erlendra
starfsmanna safnsins að jólaleik-
urinn var þýddur, en í fyrstu stóð
til að hann yrði aðeins á íslensku
og ensku. Starfsmennirnir buðust
til að þýða hann sjálfir þannig að
fleiri gætu notið hans.
„Þetta mæltist mjög vel fyrir í
fyrra og þess vegna ákváðum við
að gera þetta aftur í ár og bæta
við einu tungumáli í viðbót,“ segir
Steinunn.
Ratleikir vinsælir allt árið
Fjölda ýmissa ratleikja má nálg-
ast á safninu allt árið. Að sögn
Ólafar Breiðfjörð, kynningarfull-
trúa Þjóðminjasafnsins, hafa vin-
sældir ratleikja um safnið farið
vaxandi ár frá ári. Bæði börn og
fullorðnir skoða safnið öðruvísi í
gegnum ratleiki og því mælum við
eindregið með þeim við gesti.
Helga og Steinunn segja ratleik-
ina vinsæla allt árið og reglulega
þurfi að skipta þeim út af því að
sumar fjölskyldur komi reglulega í
safnið og fari í ratleikina.
Ratleikur sem tengist bíómynd-
inni Algjör Sveppi og töfraskáp-
urinn hefur notið mikilla vinsælda
að undanförnu. Myndin gerist að
hluta á Þjóðminjasafninu en leik-
urinn gengur út á að finna lykil
sem kemur fram í myndinni og
hefur verið falinn á safninu. Einn
ratleikjanna sem í boði er allt árið
er á fimm erlendum tungumálum:
ensku, frönsku, þýsku, dönsku og
spænsku en þeir njóta mikilla vin-
sælda hjá þeim gríðarlega fjölda
ferðamanna sem heimsækja safnið
ár hvert.
halldorbach@gmail.com
Jólasveinarnir og ratleikur
á fimm tungumálum
Það tilheyrir jólaund-
irbúningi margra að
fara í heimsókn á Þjóð-
minjasafnið við Suð-
urgötu en þar gefa jóla-
sveinarnir sér tíma til
að kíkja inn og segja
frá sjálfum sér og
bræðrum sínum. Ekki
má heldur gleyma jóla-
ratleik safnsins, Hvar
er jólakötturinn? sem
verður í boði á fimm
tungumálum í ár.
Morgunblaðið/Ómar
Þjóðminjasafnið Kynningarfulltrúar Steinunn Guðmundardóttir, Ólöf Breiðfjörð og Helga Einarsdóttir leiðbeina safngestum á aðventunni.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Stekkjastaur Gömlu íslensku jólasveinarnir eru alveg sér á parti, enda fylgjast krakkarnir stóreygir með þeim.
’Fjölskyldur af erlendum
uppruna sem búa á Ís-
landi eru mjög ánægðar
með að geta gert eitthvað
saman á móðurmáli sínu
en um leið fræðst um
sögu landsins
68 Jólablað Morgunblaðsins
Frá 1. desember verður hægt að
taka þátt í jólaratleiknum, Leitin
að jólakettinum, á fimm tungu-
málum í Þjóðminjasafni Íslands.
Með leiknum gefst fjölskyldum
færi á að skemmta sér saman á fræðandi hátt.
In December families are wel-
come to take part in the Christ-
mas activity game at the National
Museum of Iceland. The game,
The Search for the Christmas
Cat, is available in five languages. It is a great op-
portunity for families to learn together about Ice-
landic heritage in entertaining way.
W Muzeum Narodowym od 1
grudnia bêdzie mozna wziac
udział w zabawie, dostêpnej rów-
niez w jêzyku polskim. Polega
ona na poszukiwaniu Kota Zwia-
tecznego, który chowa siê w wielu miejscach w Mu-
zeum. Jest to okazja dla caùej rodziny, aby poznac
islandzkie zwyczaje bozonarodzeniowe. Zapras-
zamy.
Le musée national propose à
partir du premier desembre un
jeu d’orientation ou plutôt une
chasse au „Matou de Noël“ qui se
sera caché un peu partout dans le
musée. Voici une bonne oppotunité pour toutes les
familles qui souhaitent se familiariser avec les
traditions islandaises autour de Noël.
Ab 1. Dezember bietet das Nat-
ional Museum Island einen Orien-
tierungslauf an, bei dem Gäste
die Weihnachtskatze suchen. Das
ist eine gute Gelegenheit für
Familien, isländische Weihnachtstradition ken-
nenzulernen.
Leitin að jólakettinum
.
.
.
,
,
.