Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 26
26 Jólablað Morgunblaðsins S N Y R T I S T O F A N HAMRABORG 10 SÍMI 554 4414 TRYGGVAGÖTU 28 SÍMI 552 5005 Gjafakort Alhliða snyrting fyrir konur og karla www.snyrtistofa.is M agneu Sverr- isdóttur, kennara og djákna, finnst að fólk eigi að gera það sem veitir því mesta ánægju á aðventunni. „Fólk á að baka fyrir jólin ef því finnst það gaman en ekki af kvöð. Mér finnst að fólk eigi að gera það sem því finnst gaman á aðventunni, eitthvað ánægulegt og uppbyggilegt. Eitt- hvað sem byggir þig upp og fólkið í þínu nærumhverfi og undirbýr þig um leið fyrir fæðingarhátíð frels- arans. Ég hef til dæmis gaman af helgihaldi í kirkjum og rannsóknum á glútenfríum smákökum og á að- ventunni stunda ég hvort tveggja.“ Greindist með glútenofnæmi fyrir átta árum Magnea greindist fyrir átta árum með sjálfsofnæmissjúkdóminn celi- ak, sem er glútenofnæmi. Engin lækning er til við sjúkdómnum en Magnea segir að þó að sjúkdómurinn hljómi hádramatískur sé alls ekki svo. Af öllu sem maður getur fengið sé lítið mál að vera með sjúkdóm sem ekki þarf að taka lyf við og hægt er að halda í skefjum með mataræði. „Fyrir svona kerlingar eins og mig er þetta bara skemmtileg áskorun, ekki vandamál heldur verkefni,“ segir Magnea sem brá svolítið þegar hún fékk fréttirnar en var fljót að sjá jákvæðu fletina á málinu, enda er henni það tamt. Heilsan snarbatnaði eftir að hún byrjaði á glútenfríu fæði og það kemur sér vel að matreiðsla er sér- stakt áhugamál þar sem glúten leynist víða í tilbúnum mat. Venjuleg sojasósa getur til dæmis innihaldið mikið glúten. Glúten er prótein sem er í hveiti, spelti, rúgi, byggi og höfr- um. Fólk með glútenofnæmi getur því lítið sem ekkert borðað af til- búnum mat heldur þarf það að útbúa sinn mat sjálft. Fyrsta árið eftir að fólk greinist með glútenóþol er al- gengt að það sjáist í búðum með stækkunargler að lesa innihaldslýs- ingar. Erfitt fyrir börn Magnea telur að glútenofnæmi sé sérstaklega erfitt fyrir börn. Í barnaafmælum er yfirleitt ekkert í boði sem börn með glútenofnæmi geta borðað. Unnar matvörur eru yf- irleitt með einhverju glúteni og Magnea segir það erfitt fyrir börn að þurfa alltaf að taka með sér nesti í afmæli og geta ekkert fengið sér af því sem er í boði. Jólamánuðurinn er sérlega erf- iður fyrir fólk með glútenofnæmi en þá er svo mikið af kökum og góðgæti í boði sem það getur ekki borðað. Magnea hefur notað tvö ráð sem nýst hafa vel þegar hún fer í boð. Annaðhvort borðar hún vel heima áður en hún fer af stað eða tekur með sér nesti. Skyr til útlanda Magnea ferðast mjög mikið en það getur verið svolítill höfuðverkur fyrir fólk með glútenofnæmi. Ástæð- an er sú að á flugstöðvum er sjaldn- ast að finna neitt sem fólk með glútenofnæmi getur borðað. Það hefur reynst Magneu vel að taka skyr með sér í ferðalög. „Ég fann heimasíðu þar sem ég get prentað út setningu á öllum heimsins tungumálum til að nota á veitingastöðum: „Ég er með glúten- ofnæmi, gætir þú eldað fyrir mig mat sem ekki er með, hveiti, byggi og svo framvegis.“ Þá get ég verið í sveitaþorpi í Póllandi, rétt þennan miða og allir eru með á nótunum. Áður en þessir miðar komu til sög- unnar fékk ég mér bara steikur, mozarella og tómatsalat í útlönd- um.“ Aðdáandi danskra jólablaða Magnea er sérlegur aðdáandi danskra jólablaða en uppskriftir í þeim hefur hún notað sem grunn fyrir sínar hávísindalegu, glútenfríu smákökurannsóknir. Þaðan kemur til dæmis uppskrift að möndluhjört- um sem henni finnst sérlega góð. „Svo er ég líka svo heppin að kók- oskökur, uppáhaldssmákökurnar mínar úr barnæsku, eru glútenfrí- ar,“ segir Magnea. Þessar uppskriftir og uppskrift að glútenlausum ís fara hér á eftir en það er von Magneu að þetta gleðji fólk og sérstaklega þá sem eru með glútenofnæmi. Möndluhjörtu – glútenfrí Þessi uppskrift var í dönsku jóla- blaði. 250 g möndlur 3 eggjarauður 140 g flórsykur Hýðislausar möndlur eru malaðar í fínt duft. Eggjarauður og flórsykur þeytt í hrærivél í létt krem. Möndludufti hellt rólega út í og hrært rólega. Flórsykur settur undir deigið á borði og rúllað út ca 0,5 cm þykkt. Deigið stungið út og það má alveg vera smáflórsykur á kökunum þegar þær eru settar í ofninn. Bakað við 175 C í 8-10 mín. Möggukökur Gömlu góðu kókoskökurnar 3 eggjahvítur 150 g sykur 100 g kókosmjöl – gróft eða fínt eftir smekk. 100 g suðusúkkulaði 1 tsk. edik Stífþeytið eggjahvíturnar. Hrærið helming af sykri við þar til blandan verður seig, bætið þá ediki út í og hrærið aftur vel. Afganginum af sykrinum bætt við og hrært vel. Súkkulaðið skorið smátt og blandað varlega við með sleif ásamt kókos- mjölinu. Búnar til litlar kökur með te- skeiðum eða sprautupoka á bökunar- pappír. Ofninn stilltur á 200 gráður, kökurnar settar inn og fylgst vel með þeim því þær brenna auðveldlega. Teknar út þegar þær byrja aðeins að dökkna. Ísuppskrift frá Hótel Glym Þó að á fæstir veitingastaðir taki mið af fólki með glútenofnæmi er því ekki þannig varið alls staðar. Eitt sinn var Magnea á ferð á Hótel Glym í Hvalfirði og var mjög fegin þegar hún fékk þær upplýsingar að eft- irrétturinn væri glútenfrír ís. Ísinn þótti Magneu svo góður að hún hætti ekki fyrr en hún fékk að hitta kokk- inn til að þakka honum kærlega fyrir. Þótt það sé alls ekki venjan fékk hún meira að segja uppskriftina að ísnum en hún birtist hér með í greininni með góðfúslegu leyfi frá Hótel Glym. Limeís ½ l rjómi 250 g sykur 5 egg eitt og hálft lime Raspið börkinn af limeinu og hafið tilbúinn. Rjóminn er þeyttur og sett- ur til hliðar, egg og sykur þeytt sam- an í létta froðu. Setjið rjómann var- lega út í eggjablönduna með sleif. Blandið raspaða limeberkinum var- lega út í. Bragðbætið með limesafa eftir smekk. Uppskriftin er sér- staklega góð á eftir þungum kjöt- réttum. Sniðugt að frysta ísinn í smærri form, t.d. sílikonmúffuform, sem er hæfilegur skammtur. halldorbachmann@gmail.com Mótun Formin eru lögð á flatt degið svo úr má móta allskonar listaverk. Bakstur Hjörtun eru alltaf heit, einkum og helst nýkomin úr ofninum. Hrært Efniviður í góðar smákökur. Rannsóknir á glútenfríum smákökum Magnea Sverrisdóttir stundar helgihald í kirkjum og rannsóknir á glútenfríum smákökum á meðan hún undirbýr fæðingarhátíð frelsarans. Ljósmynd/Halldór Bachmann Girnilegt Afrakstur rannsókna á glútenfríum smákökum. Magnea Sverr- isdóttir hefur lagt sig sérstaklega eftir að kanna þetta efni. ’Glúten er prótein sem er í hveiti, spelti, rúgi, byggi og höfrum. Fólk með glútenofnæmi getur því lítið sem ekkert borðað af tilbúnum mat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.