Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 82
J ólabókavertíðin er fyrir löngu hafin í prentsmiðjunni Odda og er nú í hámarki, að sögn Jóns Ómars Erlingssonar framkvæmdastjóra. Þar byrj- ar vertíðin í september og rís hæst í lok nóvember og byrjun desember. Verið er að klára fyrstu prentun þeirra 200 titla sem þar eru prent- aðir fyrir jólin. Þegar að þeim kem- ur þurfa hlutirnir að ganga hratt og liðlega fyrir sig, vegna þess að þá vantar bækurnar sárlega í búðir. Endurprentanir hellast yfir „Flóðið er svipað að umfangi og í fyrra. Við erum að klára frumprent- anir og svo hellast yfir okkur endur- prentanir þegar viðtökurnar við titl- unum fara að koma í ljós. Talsvert er um það og var fyrsta pöntun um endurprentun einmitt að berast okkur í dag,“ sagði Jón Ómar þegar við ræddum við hann í sl. viku. Hann segir pappírinn sem þarf í jólabækurnar samanlagt vega um 200 tonn, svo tæpast er ofsagt að tala um flóð. - Hvað prentið þið bækur í miklu upplagi, er til eitthvað meðaltalsupplag bókar? „Það er alveg allur skalinn, frá nokkur hundruð eintökum og upp í tugi þúsunda þótt þeir titlar séu nú ekki margir. Bilið er mjög breitt, við erum að prenta frá 500 eintök- um og upp úr. Fyrst er prentað í upplagi sem útgefendur veðja á að sé rétt. En það er með þá spádóma eins og aðra að fátt er fyrirsjáanlegt í bókaútgáfu. Þannig koma inn beiðnir um endurprentanir, jafnvel aðra, þriðju og jafnvel þá fjórðu.“ Kóngur og drottning Jón Ómar sagði að svo væri ann- ars með jólabókavertíðina hjá Odda í ár, að stærsta einstaka prentunin fer til Bandaríkjanna. „Það er verk sem við unnum fyrir bandarískan aðila. En hvað íslenska markaðinn varðar þá drottna þar kóngurinn og drottningin; Arnaldur og Yrsa. Þeirra bækur eru í stærsta upplaginu, þau eru reyndar í tals- vert annarri deild en aðrir. Sumir höfundanna reka inn nefið á hönnunarstigi bókanna og taka þátt í lokavinnunni með okkur. Síð- an koma þeir mjög oft og taka á móti fyrstu eintökunum. Það er jafnan stór stund fyrir rithöfund þegar bókin kemur í heiminn.“ - Hvað prentið þið margar bækur í heildina vegna jólanna? „Bókafjöldinn stefnir í hálfa millj- ón fyrir jólin. Á einu ári prentum við um eina milljón bóka en helm- ingurinn af því rennur hér í gegn á nokkrum vikum fyrir jól. Útflutn- ingur á prentverki hefur aukist töluvert hjá okkur, en hann dreifist öðruvísi, er jafn og stöðugur allt ár- ið. Þessi prentun hjálpar okkur töluvert upp á nýtingu á vélum og mannskap og þess háttar,“ segir Jón Ómar og heldur áfram: „Mest af útflutningnum fer til Bandaríkjanna og hinna ýmsu Evrópulanda, aðallega Bretlands. Það er um þriðjungur af bókaveltu okkar sem fer úr landi núna og það hlutfall er að aukast á hverju ári. Þetta hjálpar okkur mjög mikið þó Ísland verði alltaf aðalmarkaður okkar og við lítum á hann sem okk- ar heimamarkað og leggjum lang- mesta áherslu á hann. En útflutn- ingurinn gerir það að verkum, að árstíðasveiflur eru minni. Þar er engin risabylgja á stuttu tímabili eins og á íslenska markaðnum fyrir jólin.“ Líflegasti tíminn - Hvað koma margir að jólabóka- flóðinu hjá Odda? „Hér starfa 240 manns og um helmingur þeirra fer jafnan höndum um jólabækurnar. Þetta er líflegasti tíminn á árinu í fyrirtækinu, stemn- ingin er mjög góð og líf í tuskum. Hér er unnið allan sólarhringinn, staðnar þrjár vaktir og aldrei dauð stund í starfseminni,“ segir Jón Ómar að lokum. agas@mbl.is Stór stund fyrir rithöfund þegar bókin kemur í heiminn Morgunblaðið/Styrmir Kári Prentun Á ári prenta Jón Ómar Erlingsson og hans fólk eina milljón bóka, en helmingur fer í gegn á haustin. 200 tonna bylgja af jólabókum. Oddi prentar allan sólarhringinn. Hálf milljón bóka úr húsi fyrir jólin. ’Allur skalinn, frá nokkur hundruð ein- tökum og upp í tugi þúsunda þótt þeir titlar séu nú ekki margir. Bilið er mjög breitt, við erum að prenta frá 500 ein- tökum og upp úr. Raðað Prentaðar akrirnar eru brotnar saman í sérstakri vél. Því næst fara þær í bókband. Starf Vinnslan er vélvædd, svo sem bókbandið. Bækur teknar úr vél og settar á bretti. 82 Jólablað Morgunblaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.