Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 82
J
ólabókavertíðin er fyrir löngu
hafin í prentsmiðjunni Odda
og er nú í hámarki, að sögn
Jóns Ómars Erlingssonar
framkvæmdastjóra. Þar byrj-
ar vertíðin í september og rís hæst í
lok nóvember og byrjun desember.
Verið er að klára fyrstu prentun
þeirra 200 titla sem þar eru prent-
aðir fyrir jólin. Þegar að þeim kem-
ur þurfa hlutirnir að ganga hratt og
liðlega fyrir sig, vegna þess að þá
vantar bækurnar sárlega í búðir.
Endurprentanir hellast yfir
„Flóðið er svipað að umfangi og í
fyrra. Við erum að klára frumprent-
anir og svo hellast yfir okkur endur-
prentanir þegar viðtökurnar við titl-
unum fara að koma í ljós. Talsvert
er um það og var fyrsta pöntun um
endurprentun einmitt að berast
okkur í dag,“ sagði Jón Ómar þegar
við ræddum við hann í sl. viku.
Hann segir pappírinn sem þarf í
jólabækurnar samanlagt vega um
200 tonn, svo tæpast er ofsagt að
tala um flóð.
- Hvað prentið þið bækur í miklu
upplagi, er til eitthvað
meðaltalsupplag bókar?
„Það er alveg allur skalinn, frá
nokkur hundruð eintökum og upp í
tugi þúsunda þótt þeir titlar séu nú
ekki margir. Bilið er mjög breitt,
við erum að prenta frá 500 eintök-
um og upp úr. Fyrst er prentað í
upplagi sem útgefendur veðja á að
sé rétt. En það er með þá spádóma
eins og aðra að fátt er fyrirsjáanlegt
í bókaútgáfu. Þannig koma inn
beiðnir um endurprentanir, jafnvel
aðra, þriðju og jafnvel þá fjórðu.“
Kóngur og drottning
Jón Ómar sagði að svo væri ann-
ars með jólabókavertíðina hjá Odda
í ár, að stærsta einstaka prentunin
fer til Bandaríkjanna.
„Það er verk sem við unnum fyrir
bandarískan aðila. En hvað íslenska
markaðinn varðar þá drottna þar
kóngurinn og drottningin; Arnaldur
og Yrsa. Þeirra bækur eru í stærsta
upplaginu, þau eru reyndar í tals-
vert annarri deild en aðrir.
Sumir höfundanna reka inn nefið
á hönnunarstigi bókanna og taka
þátt í lokavinnunni með okkur. Síð-
an koma þeir mjög oft og taka á
móti fyrstu eintökunum. Það er
jafnan stór stund fyrir rithöfund
þegar bókin kemur í heiminn.“
- Hvað prentið þið margar bækur
í heildina vegna jólanna?
„Bókafjöldinn stefnir í hálfa millj-
ón fyrir jólin. Á einu ári prentum
við um eina milljón bóka en helm-
ingurinn af því rennur hér í gegn á
nokkrum vikum fyrir jól. Útflutn-
ingur á prentverki hefur aukist
töluvert hjá okkur, en hann dreifist
öðruvísi, er jafn og stöðugur allt ár-
ið. Þessi prentun hjálpar okkur
töluvert upp á nýtingu á vélum og
mannskap og þess háttar,“ segir
Jón Ómar og heldur áfram:
„Mest af útflutningnum fer til
Bandaríkjanna og hinna ýmsu
Evrópulanda, aðallega Bretlands.
Það er um þriðjungur af bókaveltu
okkar sem fer úr landi núna og það
hlutfall er að aukast á hverju ári.
Þetta hjálpar okkur mjög mikið þó
Ísland verði alltaf aðalmarkaður
okkar og við lítum á hann sem okk-
ar heimamarkað og leggjum lang-
mesta áherslu á hann. En útflutn-
ingurinn gerir það að verkum, að
árstíðasveiflur eru minni. Þar er
engin risabylgja á stuttu tímabili
eins og á íslenska markaðnum fyrir
jólin.“
Líflegasti tíminn
- Hvað koma margir að jólabóka-
flóðinu hjá Odda?
„Hér starfa 240 manns og um
helmingur þeirra fer jafnan höndum
um jólabækurnar. Þetta er líflegasti
tíminn á árinu í fyrirtækinu, stemn-
ingin er mjög góð og líf í tuskum.
Hér er unnið allan sólarhringinn,
staðnar þrjár vaktir og aldrei dauð
stund í starfseminni,“ segir Jón
Ómar að lokum. agas@mbl.is
Stór stund
fyrir rithöfund
þegar bókin
kemur í heiminn
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Prentun Á ári prenta Jón Ómar Erlingsson og hans fólk eina milljón bóka, en helmingur fer í gegn á haustin.
200 tonna bylgja af jólabókum. Oddi prentar allan
sólarhringinn. Hálf milljón bóka úr húsi fyrir jólin.
’Allur skalinn, frá
nokkur hundruð ein-
tökum og upp í tugi
þúsunda þótt þeir
titlar séu nú ekki
margir. Bilið er mjög
breitt, við erum að
prenta frá 500 ein-
tökum og upp úr.
Raðað Prentaðar akrirnar eru brotnar saman í sérstakri vél. Því næst fara þær í bókband. Starf Vinnslan er vélvædd, svo sem bókbandið. Bækur teknar úr vél og settar á bretti.
82 Jólablað Morgunblaðsins