Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Ernir
Skorið Laufabrauð er vin-
sælt í vitund margra ómiss-
andi á hátíðarborði.
Laufabrauð úr hveiti
1 kg hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
7-8 dl sjóðandi mjólkjurtafeiti til
steikingar
1. Setjið hveiti í skál ásamt salti og
lyftidufti. Hrærið sjóðandi mjólkina
út í. Hnoðið deig þar til það er gljá-
andi og sprungulaust. Haldið deig-
inu heitu meðan flatt er út. Gott get-
ur verið að búa bara til helminginn í
einu. Hægt er að halda deiginu heitu
með því að vefja það í handklæði og
teppi.
2. Fletjið örþunnt út, skerið undan
diski, skerið síðan laufaskurð í
brauðið.
3. Hitið feitina, takið smábút af
deigi og steikið til að aðgæta hitann.
Steikið síðan laufakökuna á báðum
hliðum. Þrýstið hlemmi varlega ofan
á hana um leið og hún er tekin úr
pottinum.
Laufabrauð
með rúgmjöli
500 g hveiti
500 g rúgmjöl
2 tsk. lyftiduft
2 msk. sykur
2 tsk. salt
70 g smjörlíki
lítri sjóðandi mjólk
lítri sjóðandi vatn.
1. Blandið saman hveiti, rúgmjöli,
lyftidufti, salti og sykri.
2. Skerið smjörlíkið smátt og
myljið út í mjölið.
3. Hitið vatn og mjólk og setjið út
í. Hnoðið saman þar til þetta er slétt
og sprungulaust deig.
4. Farið að eins og segir hér að of-
an.
Heimild: Kristín Gestsdóttir,
Morgunblaðið 1994.
Hulda vera á öllum aldri. Þær hinar
elstu gefi hinum yngri ekkert eftir.
þær skeri með hníf í kökurnar hin
fegurstu mynstur. Útgáfur mynstr-
anna geta verið óteljandi og takmörk
eru ekki til.
„Sum mynstranna eru sérstaklega
falleg. Líklega er fallegust þessi sí-
gilda mynd; stjarna í miðjunni sem
geislum stafar frá. Afbrigði þess
mynsturs eru nánast óteljandi,“ seg-
ir Hulda.
Laufabrauðsmenning Íslendinga
á sér langa sögu. Er sennilega
hvergi rótfastari en í Þingeyj-
arsýslum og í Eyjafirði. Upphaflega
var farið að baka laufabrauð til þess
að spara mjöl í bakstri, enda eru
kökurnar örþunnar. Var því gjarnan
talað um fátækrabrauð. Uppskrift
að laufabrauði stendur saman af
hveiti, sykri, salti, mjólk, smjöri og
lyftiefni. Sínu litlu af hverju. Upp-
skriftin getur verið breytileg í blæ-
brigðum frá einum bæ til annars, því
allir vilja halda sínu bæjarbragði.
Laufabrauð til fjáröflunar
Alls 45 ár eru liðin síðan kven-
félagskonur á Húsavík hófu að koma
saman í aðventubyrjun til að baka
laufabrauð. Þetta hefur verið gert í
fjáröflunarskyni, en félag
kvennanna er bakhjarl margra
góðra málefna sem til heilla horfa á
Húsavík. Til marks um vinsældirnar
sem brauðið góða nýtur má nefna að
árið 2006 voru bakaðar 1.500 kökur
en 2.000 í fyrra.
„Við þurfum að bæta við skammt-
inn aftur á þessu ári, einfaldlega svo
allir fái sitt,“ segir Hulda sem er
Norðlendingur að uppruna og þekk-
ir því ekki annað en að bakað sé
laufabrauð fyrir jólin.
„Þetta er ákaflega skemmtilegt og
gaman að vera með konunum á þess-
ari stundum. Og sé bakað í heima-
húsum er þetta raunar hátíð fjöl-
skyldunnar allrar og þannig eiga
jólin líka að vera,“ segir Hulda Agn-
ardóttir að síðustu.
sbs@mbl.is
Þ
ótt skammturinn verði sí-
fellt stærri og laufa-
brauðskökurnar sem við
bökum fleiri, virðist ekk-
ert duga. Viðtökurnar
eru góðar og kökurnar seljast jafn
fljótt og dögg fyrir sólu hverfur.
Þarna kemur til að laufabrauðshefð-
in er sterk í bæjarlífinu hér, svo sem
meðal unga fólksins sem finnst sjálf-
sagt að kaupa vænan skammt fyrir
hver jól,“ segir Hulda Agnarsdóttir
formaður Kvenfélags Húsavíkur.
Áttatíu konur og allar mæta
Löng hefð er fyrir því að kven-
félagskonur á Húsavík komi saman á
laugardegi í byrjun aðventu og baki
laufabrauð. Nærri áttatíu konur eru
í félaginu og þegar best lætur á
laufabrauðsdegi mæta nánast allar.
„Í fyrra fengum við inni í grunn-
skólanum hér í bænum. Annars hef-
ur þetta oftast verið þannig að við
höfum gjarnan komið saman í
heimahúsum. Kannski eru sex til
átta á hverju heimili þar sem setið er
við og skorið í kökurnar og þær síð-
an steikar. Deigið sjálft höfum við
hins vegar fengið tilbúið og flatt frá
bakaríi. Svo er þetta keyrt út til við-
skiptavina að kvöldi eða næsta dag,“
segir Hulda.
Laufabrauðskonurnar segir
Stjarna í miðjunni sem
geislum stafar frá
Kraftmiklar kvenfélagskonur á Húsavík skera í og steikja minnst 2000 laufabrauðskökur.
Mynstrin í kökunum eru afar falleg. Ágóði af sölunni rennur til góðra málefna.
Steikt Eyrún Sveinsdóttir og Berglind Steinadóttir gengu til verka af
gleði, enda er laufabrauðsdagurinn einskonar bæjarhátíð á Húsavík.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Einbeitni Eldri konurnar gefa þeim yngri ekkert eftir í laufabrauðs-
bakstri, sem hefur verið hluti af jólastarfi Kvenfélags Húsavíkur allt frá
árinu 1967. Myndin var tekin á bakstursdeginum mikla í fyrra.
’Laufabrauðshefðin er
sterk í bæjarlífinu, svo
sem meðal unga fólksins,
sem finnst sjálfsagt að
kaupa skammt.
Gleði Þær Gunnella Jónasdóttir og Hulda Agnarsdóttir höfðu gaman af
bakstrinum, sem er í raun ómissandi hluti af jólaundirbúningi þeirra.
10 Jólablað Morgunblaðsins
SKÓLAVÖR‹USTÍG 6B - SÍMI 562 6999
FATNAÐUR FYRIR
HÁTÍÐARNAR
www.marialovisa.com