Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 124
124 Jólablað Morgunblaðsins
S
herrýtónaður ís með
makkarónum og kirsu-
berjum eins og Borg-
argestir fengu forðum, er
nokkuð sem ég held að falli
vel að smekk og jólahefðum Íslend-
inga,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir
hjá Kjörís í Hveragerði. Hefð er fyrir
því að Kjörís komi með nýjungar fyr-
ir jól; það er ís með því bragði sem há-
tíð hæfir. Þetta hefur mælst vel fyrir
og jólaísinn úr Hveragerði kemur í
verslanir á næstu dögum.
Lumaði á uppskriftinni
Uppskriftin að jólaís þessa árs er
sótt til eins af frumkvöðlum íslenskr-
ar matargerðarlistar. „Sagan á bak
við uppskriftina er skemmtileg og
áhugaverð,“ útskýrir Guðrún. Hún
segir upphafið sprottið úr þeim jarð-
vegi að viðskiptavinir séu í góðu sam-
bandi við Kjörísfólk og komi oft með
ábendingar og góðar hugmyndir.
„Í janúar á þessu ári hringdi til mín
Karl Smith sem fyrrum var starfs-
maður Landsbanka Íslands. Nefndi
þá meistarakokkinn Herbert Ped-
ersen. Ég hafði aldrei heyrt þessa
manns getið. Saga hans er hins vegar
merk og áhrifa Herberts gætir ef til
vill ennþá. Og Karl lumaði meira að
segja á uppskriftinni að svonefndum
Borgarís, sem árum saman var á
matseðli á Hótel Borg og naut vin-
sælda,“ segir Guðrún Hafsteins-
dóttir.
Danskur eldhússveinn
Herbert Pedersen fæddist í Kaup-
mannahöfn 1913. Hann kom til Ís-
lands sautján ára gamall og réði sig
þá til starfa sem eldhússveinn á Hótel
Borg sem þá var að hefja starfsemi. Á
Borginni lærði Herbert til kokks en
vann víða eftir það. Þegar Pétur
Daníelsson keypti svo hótelið árið
1960 kallaði hann til meistarakokkinn
Herbert, sem stóð vaktina allt til dán-
ardægurs árið 1972.
„Á þessum árum voru ekki mörg
veitingahús í borginni og skapaði
Herbert sér fljótt góðan orðstír.
Hann þótti einn sá færasti og var til
dæmis oft fenginn til að sjá um op-
inberar veislur. Þá var hann meistari
fjölmargra sem lærðu til kokks á
þessum tíma. Ég hef fengið mikinn
áhuga á sögu þessa manns og arfleið
hans,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttur.
Fjölbreytt framleiðsla
Uppskriftin að Borgarís er ekki
flókin. Uppistaðan er grunnísblanda
og svo er bætt í sherrý, makkarónu-
kökum og kirsuberjum. Uppskriftin
er því satt að segja sáraeinföld en út-
færslan skiptir öllu.
„Við höfum undanfarið þróað okk-
ur áfram með framleiðslu þessa íss
skv. uppskrift Herberts. Ég er afar
sátt með hvernig til hefur tekist,“
segir Guðrún. Hún bætir við að utan
þessa verði Kjörís með á markaði á
næstunni hinn hefðbundna jólaís sem
nýtur ávallt mikilla vinsælda ásamt
jólaíspinnum og síðast en ekki síst er
hin ómissandi Konfektísterta. Þetta
sé allt í samræmi við stefnu fyrirtæk-
isins að vera með mörg járn í eld-
inum, framleiðslan sé fjölbreytt og
vöruþróun hluti daglegra verka.
sbs@mbl.is
Með sherrýbragði af Borginni
Morgunblaðið/Ómar
Ísfólkið Guðrún Hafsteinsdóttir frá Kjörís og Karl Smith með Borgarísinn góða. Hann lumaði á uppskriftinni að hinum ljúffenga ís, sem forðum var
borinn frá til hátíðarbrigða á Hótel Borg. Og nú þegar gömul gildi eru að nýju að ryðja sér til rúms í samfélaginu er þessi ís líklega góður kostur.
Í jólaís Kjöríss eru
makkarónur og kirsu-
ber í öndvegi. Upp-
skriftin er sótt til eins af
frumkvöðlum íslenskr-
ar matargerðarlistar.
’Við höfum undanfarið
þróað okkur áfram með
framleiðslu þessa íss skv.
uppskift Herberts. Ég er
afar sátt með hvernig til
hefur tekist.
R
ósa Guðbjartsdóttir hef-
ur skapað sér nafn sem
einn af helstu matgæð-
ingum landsins. Hún
skrifaði um mat í tíma-
ritið Gestgjafann um langt árabil.
Starfar nú sem ritstjóri hjá Bóka-
félaginu og hefur þýtt, ritstýrt og
skrifað eigin matreiðslubækur. Und-
ir merkjum Bókafélagsins hafa á síð-
ustu árum komið út ýmsar áhuga-
verðar og vinsælar matreiðslubækur
sem hafa vakið athygli.
Á sælkeraborðum í dag njóta
bollakökur hvers konar mikilla vin-
sælda. „Á hlaðborði er nauðsynlegt
að bjóða upp á sætar veitingar í eft-
irrétt. Þá eru litlar, fallegar bolla-
kökur tilvaldar og einfaldar í und-
irbúningi. Hér er uppskrift að
ljúffengum bollakökum þar sem
kókos- og límónubragðið nýtur sín
til fulls,“ segir Rósa.
Sextán sílíkonform
Uppskriftin er úr glænýrri bók,
Bollakökur, sem er í franskri mat-
reiðslubókaröð en Rósa hafði um-
sjón með íslensku útgáfunni sem ný-
lega kom í verslanir. Bækurnar
koma í fallegum gjafaöskjum og 16
lítil sílíkonform fylgja með sem frá-
bært er að baka kökurnar í.
Bollakökur með
kókos og límónu
16-20 litlar bollakökur
100 g sykur
100 g mjúkt smjör
2 egg
100 g hveiti
½ tsk. matarsódi
¼ tsk. salt
65 g kókosmjöl
1 msk. kókosmjólk
Hitið ofninn í 180 gráður. Hrærið
smjör og sykur vel saman þar til
blandan verður létt og ljós. Bætið þá
eggjum út í, einu í einu og hrærið
vel.
Blandið síðan hveiti, matarsóda og
salti saman við og loks kókosmjöli og
kókosmjólk. Setjið deigið í formin að
2/3 hluta. Bakið í 15-20 mínútur.
Krem:
30 g mjög mjúkt smjör
100 g rjómaostur, mjúkur
1 dl flórsykur
safi úr 1 límónu
kókosmjöl, til skrauts
Hrærið smjör og rjómaost vel
saman (passið að smjörið sé vel
mjúkt). Bætið flórsykri saman við og
hrærið vel. Hellið síðan límónusaf-
anum í blönduna og hrærið þar til
verður slétt og jafnt. Kælið kremið í
um hálftíma í ísskáp til að stífni að-
eins og sprautið síðan ofan á bolla-
kökurnar. Skreytið með kókosmjöli.
sbs@mbl.is
Tilvaldar og einfaldar
Bollakökur frá Bóka-
félaginu. Kókos- og
límónubragðið nýtur
sín til fulls. Frönsk
bókaröð í gjafaöskjum.
Morgunblaðið/Eggert
Bollakaka Uppskriftin er ekki flókin og baksturinn er á flestra færi.
Morgunblaðið/Eggert
Matgæði Sætar veitingar nauðsyn í eftirrétt, segir Rósa Guðbjartsdóttir