Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 124

Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 124
124 Jólablað Morgunblaðsins S herrýtónaður ís með makkarónum og kirsu- berjum eins og Borg- argestir fengu forðum, er nokkuð sem ég held að falli vel að smekk og jólahefðum Íslend- inga,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís í Hveragerði. Hefð er fyrir því að Kjörís komi með nýjungar fyr- ir jól; það er ís með því bragði sem há- tíð hæfir. Þetta hefur mælst vel fyrir og jólaísinn úr Hveragerði kemur í verslanir á næstu dögum. Lumaði á uppskriftinni Uppskriftin að jólaís þessa árs er sótt til eins af frumkvöðlum íslenskr- ar matargerðarlistar. „Sagan á bak við uppskriftina er skemmtileg og áhugaverð,“ útskýrir Guðrún. Hún segir upphafið sprottið úr þeim jarð- vegi að viðskiptavinir séu í góðu sam- bandi við Kjörísfólk og komi oft með ábendingar og góðar hugmyndir. „Í janúar á þessu ári hringdi til mín Karl Smith sem fyrrum var starfs- maður Landsbanka Íslands. Nefndi þá meistarakokkinn Herbert Ped- ersen. Ég hafði aldrei heyrt þessa manns getið. Saga hans er hins vegar merk og áhrifa Herberts gætir ef til vill ennþá. Og Karl lumaði meira að segja á uppskriftinni að svonefndum Borgarís, sem árum saman var á matseðli á Hótel Borg og naut vin- sælda,“ segir Guðrún Hafsteins- dóttir. Danskur eldhússveinn Herbert Pedersen fæddist í Kaup- mannahöfn 1913. Hann kom til Ís- lands sautján ára gamall og réði sig þá til starfa sem eldhússveinn á Hótel Borg sem þá var að hefja starfsemi. Á Borginni lærði Herbert til kokks en vann víða eftir það. Þegar Pétur Daníelsson keypti svo hótelið árið 1960 kallaði hann til meistarakokkinn Herbert, sem stóð vaktina allt til dán- ardægurs árið 1972. „Á þessum árum voru ekki mörg veitingahús í borginni og skapaði Herbert sér fljótt góðan orðstír. Hann þótti einn sá færasti og var til dæmis oft fenginn til að sjá um op- inberar veislur. Þá var hann meistari fjölmargra sem lærðu til kokks á þessum tíma. Ég hef fengið mikinn áhuga á sögu þessa manns og arfleið hans,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttur. Fjölbreytt framleiðsla Uppskriftin að Borgarís er ekki flókin. Uppistaðan er grunnísblanda og svo er bætt í sherrý, makkarónu- kökum og kirsuberjum. Uppskriftin er því satt að segja sáraeinföld en út- færslan skiptir öllu. „Við höfum undanfarið þróað okk- ur áfram með framleiðslu þessa íss skv. uppskrift Herberts. Ég er afar sátt með hvernig til hefur tekist,“ segir Guðrún. Hún bætir við að utan þessa verði Kjörís með á markaði á næstunni hinn hefðbundna jólaís sem nýtur ávallt mikilla vinsælda ásamt jólaíspinnum og síðast en ekki síst er hin ómissandi Konfektísterta. Þetta sé allt í samræmi við stefnu fyrirtæk- isins að vera með mörg járn í eld- inum, framleiðslan sé fjölbreytt og vöruþróun hluti daglegra verka. sbs@mbl.is Með sherrýbragði af Borginni Morgunblaðið/Ómar Ísfólkið Guðrún Hafsteinsdóttir frá Kjörís og Karl Smith með Borgarísinn góða. Hann lumaði á uppskriftinni að hinum ljúffenga ís, sem forðum var borinn frá til hátíðarbrigða á Hótel Borg. Og nú þegar gömul gildi eru að nýju að ryðja sér til rúms í samfélaginu er þessi ís líklega góður kostur. Í jólaís Kjöríss eru makkarónur og kirsu- ber í öndvegi. Upp- skriftin er sótt til eins af frumkvöðlum íslenskr- ar matargerðarlistar. ’Við höfum undanfarið þróað okkur áfram með framleiðslu þessa íss skv. uppskift Herberts. Ég er afar sátt með hvernig til hefur tekist. R ósa Guðbjartsdóttir hef- ur skapað sér nafn sem einn af helstu matgæð- ingum landsins. Hún skrifaði um mat í tíma- ritið Gestgjafann um langt árabil. Starfar nú sem ritstjóri hjá Bóka- félaginu og hefur þýtt, ritstýrt og skrifað eigin matreiðslubækur. Und- ir merkjum Bókafélagsins hafa á síð- ustu árum komið út ýmsar áhuga- verðar og vinsælar matreiðslubækur sem hafa vakið athygli. Á sælkeraborðum í dag njóta bollakökur hvers konar mikilla vin- sælda. „Á hlaðborði er nauðsynlegt að bjóða upp á sætar veitingar í eft- irrétt. Þá eru litlar, fallegar bolla- kökur tilvaldar og einfaldar í und- irbúningi. Hér er uppskrift að ljúffengum bollakökum þar sem kókos- og límónubragðið nýtur sín til fulls,“ segir Rósa. Sextán sílíkonform Uppskriftin er úr glænýrri bók, Bollakökur, sem er í franskri mat- reiðslubókaröð en Rósa hafði um- sjón með íslensku útgáfunni sem ný- lega kom í verslanir. Bækurnar koma í fallegum gjafaöskjum og 16 lítil sílíkonform fylgja með sem frá- bært er að baka kökurnar í. Bollakökur með kókos og límónu 16-20 litlar bollakökur 100 g sykur 100 g mjúkt smjör 2 egg 100 g hveiti ½ tsk. matarsódi ¼ tsk. salt 65 g kókosmjöl 1 msk. kókosmjólk Hitið ofninn í 180 gráður. Hrærið smjör og sykur vel saman þar til blandan verður létt og ljós. Bætið þá eggjum út í, einu í einu og hrærið vel. Blandið síðan hveiti, matarsóda og salti saman við og loks kókosmjöli og kókosmjólk. Setjið deigið í formin að 2/3 hluta. Bakið í 15-20 mínútur. Krem: 30 g mjög mjúkt smjör 100 g rjómaostur, mjúkur 1 dl flórsykur safi úr 1 límónu kókosmjöl, til skrauts Hrærið smjör og rjómaost vel saman (passið að smjörið sé vel mjúkt). Bætið flórsykri saman við og hrærið vel. Hellið síðan límónusaf- anum í blönduna og hrærið þar til verður slétt og jafnt. Kælið kremið í um hálftíma í ísskáp til að stífni að- eins og sprautið síðan ofan á bolla- kökurnar. Skreytið með kókosmjöli. sbs@mbl.is Tilvaldar og einfaldar Bollakökur frá Bóka- félaginu. Kókos- og límónubragðið nýtur sín til fulls. Frönsk bókaröð í gjafaöskjum. Morgunblaðið/Eggert Bollakaka Uppskriftin er ekki flókin og baksturinn er á flestra færi. Morgunblaðið/Eggert Matgæði Sætar veitingar nauðsyn í eftirrétt, segir Rósa Guðbjartsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.