Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 56
56 Jólablað Morgunblaðsins L eyfilegt er að selja jólabjór frá 15. nóvember ár hvert og fram að þrettándanum, en líklegt að margar teg- undanna seljist upp fyrir jól, ef marka má söluna síðustu ár. Agnes Sigurðardóttir hjá Brugg- smiðjunni Árskógssandi segir þannig að hinn fullkomni jólabjór eigi helst að vera dökkur bjór og liturinn dökk- rauður sem sé fallegur í glasi með flotta froðu og passi því vel inn í jóla- stemninguna. „Hann á að vera bragð- mikill og ilma af humlum. Bragðið af maltinu þarf að koma í gegn en einnig töluverð beiskja og eftirbragð sem varir vel og lengi. Val á malti og humlum þarf að vera þannig sam- ansett að bragðið passi vel með ís- lenska jólamatnum sem er að miklu leyti reykt kjöt og villibráð.“ Baldur Kárason, bruggmeistari hjá Viking-Brugg, tekur í sama streng, en segir þó að erfitt sé að lýsa hinum fullkomna jólabjór því sumir vilji bragðmeiri bjóra með töluverðri beiskju en aðrir bragðminni, mýkri og þægilegri bjóra. „Það sem bjórinn þarf að hafa er gott jafnvægi, maltaða tóna sem gefa keim af karamellum og súkkulaði. Miklu skiptir að bjórinn hafi fyllingu og gott eftirbragð.“ Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari hjá Ölgerðinni, segir að jólabjórar séu oft dekkri en hefð- bundnir ljósir lagerbjórar þó að það sé alls ekki algilt. „Oftast eru þeir þó hærri í alkóhóli og maltríkari, en auk- ið áfengismagn var til að ylja fólki á kaldasta tíma ársins og þannig er hefð fyrir því í Þýskalandi að drukk- inn sé doppel bock á þessum árstíma en hann er dökkur malt- og alkóhól- ríkur lager. Fyrir mér er jólabjór að minnsta kosti heldur dekkri og áfengismeiri en vanalegur en með ákveðna jólatengingu, karamellur, lakkrís, ristaður keimur, ávextir og jafnvel negull sem er hægt að kalla fram með því að velja saman réttu hráefnin, en þessa tóna má kalla fram með maltkorninu og t.d. gerinu sem er valið til að gerja bjórinn. Jólabjór þarf líka að vera matarvænn og ganga með krefjandi réttum sem fólk neytir á aðventu og jólum.“ Dagbjartur Ingvar Arilíusson hjá Bruggverksmiðjunni Steðja segir að ekki sé einhlítt svar við því hver sé hinn fullkomni jólabjór, enda hljóti hann að vera mjög ólíkur eftir lönd- um og menningarsvæðum. „Ef við horfum á Ísland kemst jólabjór Steðja ansi nálægt því, dökkur, bragðmikill, kryddaður og hæfilega áfengur.“ Það er ekki einfalt að svara því hvernig hinn fullkomni jólabjór eigi að vera að sögn Árna Long, brugg- meistara Ölvisholts Brugghúss, enda byggist það á smekk hvers og eins. „Sumir vilja léttan og þægilegan bjór, aðrir kjósa bragðmikla og vel fyllta bjóra. Til að svara spurning- unni almennt má segja að góður jóla- bjór sem og annar bjór þurfi að hafa gott jafnvægi þ.e. að það sé ekki eitt- hvert eitt bragð sem yfirtaki bragð- laukana heldur sé allt bragð bjórsins með svipað vægi.“ Jóla Kaldi Agnes Sigurðardóttir hjá Brugg- smiðjunni Árskógssandi, sem fram- leiðir Kalda, segir uppskriftina að Jóla Kalda komna frá tékkneska bruggmeistaranum David Masa sem starfaði hjá smiðjunni þegar henni var komið á laggirnar. „Bjórinn er kopar- og aðeins rauðleitur lagerbjór. Mikið caramel-malt einkennir bjór- inn sem gefur honum þennan skemmtilega jólalega lit og einnig má finna fyrir karamellu í bragði. Bjór- inn hefur góða fyllingu og humlarnir gefa bjórnum miðlungs beiskju og mikla og góða lykt. Við erum rosa- lega ánægð með þennan bjór.“ Hún segir að bjórnum hafi ekki verið breytt á milli ára, en vitanlega geta orðið smávægilegar breytingar milli ára, þar sem bjórinn sé lifandi vara. Jóla Kaldi kom fyrst á markað árið 2008 og hefur verið með vinsælustu jólabjórum upp frá því. Hún segir að eftirspurnin sé slík núna að hún geri ráð fyrir 30% aukningu frá því í fyrra. Víking jólabjór Baldur Kárason bruggmeistari hjá Viking-Brugg segir að Víking Jóla- bjór sé bruggaður í Vienna-stíl. „Framleiðslan á Víking jólabjór er sú flóknasta sem gerð er á landinu enda því eftir aðalgerjun kemur eft- irágerjun í þrjár vikur í viðbót, því tekur framleiðslan um fimm vikur í stað tveggja vikna hjá öðrum. Það þykir við hæfi að nostra sérstaklega við þennan hátíðabjór sem aðeins er seldur í stuttan tíma. Karamellumalt er notað í jólabjórinn, sem gefur hon- um dekkri lit og keim af brenndum sykri, kaffi og karamellu. Þá er það einnig afar sérstakt við framleiðslu jólabjórsins að hann er látinn eft- irgerjast við lágt hitastig þegar að- algerjuninni er lokið. Þessi vinnsluað- ferð gefur jólabjórnum þétt og mjúkt bragð, mikla fyllingu og góða froðu.“ Íslenskur Úrvals Jóla Bock Íslenskur Úrvals Jóla Bock er bruggaður í stíl hefðbundinna Bock- bjóra frá Þýskalandi að sögn Baldurs bruggmeistara. „Hann er sterkur lagerbjór með góða fyllingu og ríku- legan maltkeim í eftirbragði. Verm- andi alkóhól í bakgrunni sem gerir hann kraftmikinn en í senn mjúkan. Íslenskur Úrvals Jóla Bock er fram- leiddur í þriðja sinn og uppskriftin er sú sama, bjórinn fjórfaldaðist í sölu í fyrra og allt lítur út fyrir enn meiri aukningu í ár.“ Einstakur Doppel Bock Einstakur Doppel Bock er nú kynntur í annað sinn og sem fyrr bruggaður í stíl sterkra Bock-bjóra. Baldur segir að hann sé „með mikilli fyllingu og ríkulegt maltbragð en í góðu jafnvægi. Vel gerður lagerbjór þar sem bragðið fær að njóta sín án mikilla áhrifa frá háu alkóhólinu.“ Gæðingur jólabjór Gæðingur jólabjór kemur nú á markað öðru sinni og að sögn Birg- itte Bærendtsen hjá Gæðingi-Öli er hann svipaður þeim sem var í fyrra. „Þó er bruggunartíminn nokkru lengri en þá og gerir bjórinn mýkri og auðdrekkanlegri. Þetta er yf- irgerjað öl, dökkt, og maltið ræður ferðinni að mestu, en bjórinn er nokkuð humlaður til að vega upp á móti maltfyllingunni. Bragðið ristað brauð og karamellutónn. Brugg- meistari er Jóhann Axel Guðmunds- son. Egils Malt jólabjór Egils Malt jólabjór er með elstu jólabjórum hérlendum og í ætt við Egils maltextraktið sem flestir þekkja. Guðmundur Mar Magn- ússon, bruggmeistari hjá Ölgerðinni segir lyktina af bjórnum einkennast af ristuðu korni í bland við ávexti. „Í munni er bjórinn áberandi sætur með þétta fyllingu, humlar eru ekki áber- andi. Sætan gefur þessum bjór all- nokkra sérstöðu og vegna hennar m.a. minnir hann á maltið, þessi bjór er kjörinn eftirréttabjór og smell- passar t.d. með hrísgrjónabúð- ingnum.“ Jóla gull Guðmundur Mar er líka bjórmeist- ari Jóla gullsins og hann segir að flokka mætti það sem dunkel að þýskri fyrirmynd, þ.e. dökkur lager. „Lyktin er nokkuð sæt og einkennist af ristuðu maltkorni. Í munni er bjór- inn með þægilega og rúnnaða mal- tsætu meðan humlar eru heldur til baka mildir og ristaðir tónar gera þennan bjór tilvalinn t.d. með pöru- steik.“ Tuborg Christmas Brew Mest seldi jólabjór hér á landi er Tuborg jólabjór og mörgum tamt að líta á hann sem hinn dæmigerða nor- ræna jólabjór. Guðmundur Mar segir og að í raun hafi hefð fyrir jólabjór í Danmörku hafist með Tuborg jóla- bjór upp úr 1980. „Bjórinn er milli- dökkur og lyktin er af ristuðu korni einnig má greina brennda tóna, lakkrís og sólber. Bragðið er fyllt og með nokkurri maltsætu sem tónar vel við fínlega humlabeiskju sem er meira áberandi en í hinum bjórunum svo má líka finna mjög fínlegan lakkrís keim. Hefðarinnar vegna passar þessi bjór með jólahlaðborð- inu, sérstaklega þá „dekkri“ (bragð ekki endilega útlit) réttum.“ Giljagaur jólabjór nr. 14 Borg Brugghús sendi frá sér fyrsta jólabjórinn á síðastar ári, Stekkjarstaur Brúnöl nr. 7, en nú er röðin komin að Giljagaur jólabjór nr. 14. Sturlaugur Jón Björnsson segir að bjórinn sé óvenjulegur að því leyti að hann er með 10% áfengisinnihald og kallaður barleywine að breskum sið. „Bjórinn er gerjaður með þremur mismunandi gerstofnum og þurr- humlaður. Hann mun líka þroskast um ókomin ár og við setjum til dæmis á miðann í stað fyrir „best fyrir“ stimpil: Best fyrir þolinmóða, verður betri og betri til ársins 2020. Steðji jólabjór Steðji hóf starfsemi á árinu og jóla- bjórinn er annar bjórinn sem brugg- húsið sendir frá sér. Dagbjartur Ingvar Arilíusson hjá Bruggverk- smiðjunni Steðja lýsir Steðja jólabjór svo að hann sé „koparlitur bjór bruggaður að bæverskum hætti með miklum lakkrískeim. Hann er mjög sætur, mjög jólalegur og mjög góður eftir jólamatin, nammimoli eftir mat- inn en líka að sjálfsögðu góður með mat. Áfengisinnihald er 5,3%,“ segir Dagbjartur, en bruggmeistari er Philip Ewers. Ölvisholt Brugghús jólabjór Jólabjór Ölvisholts 2012 er topp- gerjað öl, kryddað með kanil, negul og appelsínuberki. Árni Long, brugg- meistari Ölvisholts Brugghúss, segir að kryddun sé hófstillt og liggi aft- arlega í eftirbragði. „Hinn dökki litur ölsins kemur frá léttristuðu Munich- malti sem gefur bjórnum þá fyllingu sem jólabjór þarf að hafa. Hallertau Hersbrucker-ilmhumlar styðja síðan við bakið á breskum First Gold- humlum sem ljá bjórnum mjúka beiskju til jafnvægis við hið sæta maltbragð. Jólabjórinn 2012 er ný uppskrift og hefur því ekki verið bruggaður áður.“ arnim@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Jólabjór Ölið fæst í miklu úrvali og líklega hafa tegundirnar aldrei verið fleiri. Við hæfi þykir að jólabjórinn sé dökkrauður á lit enda þannig alveg sérlega fallegur í glasi. Jólabjórinn yljar í skammdeginu Þó að ljós lagerbjór hafi enn yfirburði á Íslands- markaði nýtur sérbruggaður bjór sífellt meiri hylli og þá aðallega jólabjórinn, enda finnst mörgum hann ómissandi á aðventunni. ’Líklegt er að margar teg- undir af íslenskum jóla- bjór seljist upp fyrir jól, ef marka má vaxandi sölu síðustu ár. Langholtsvegur 126 · 104 Reykjavík · Sími 553 3450 · www.spilavinir.is Verslunin er opin virka daga 11-18 og laugardaga 11-15 Spilavinir Við aðstoðum þig við að velja spilin. Úrvalið er hjá okkur! Se nd um um all t la nd ww w. sp ila vin ir.i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.