Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 84
84 Jólablað Morgunblaðsins D esember er yndislegur mánuður; ljósadýrð, stemning, aðventan – og freistingar,“ segir Lína Guðnadóttir einkaþjálfari. „Það er eiginlega sama hvert við förum í desember, það flæðir allt í sælgæti og konfekti, smákökum og jólagosi. Margir tengja aðventuna við slíkt góðmeti og vilja halda í þá siði og það er vel hægt að gera það, innan ákveðinna marka. Regla númer eitt er að gera plan og átta sig á því að það eru ekki alltaf jólin. Jólin eru að- fangadagskvöld og jóladagur, tveir dagar.“ Lína segir best að skipu- leggja sig og taka einn dag í einu, bæði hvað varðar næringu og hreyf- ingu. „Ekki taka þér frí frá heilsurækt- inni í desember, haltu áfram. Það er ekki bara hressandi heldur líka streitulosandi. Ef við erum dugleg að mæta í ræktina, fara út að ganga eða taka sundsprett, þá er miklu minna mál að halda næringunni góðri. Við eigum auðveldara með að velja vel og af hófsemi.“ Bakað og borðað Lína bendir á að hægt sé að velja heimagerðar smákökur og konfekt í hollari kantinum eða baka ljúffeng- ar vöfflur sem allir elska, með sultu án viðbætts sykurs og rjóma. „Á mínu heimili höfum við fyrir sið á aðventunni að baka smákökur á sunnudögum. Þá veljum við eina sort sem öllum þykir góð og njótum þess að borða þær við ljósið frá að- ventukertunum. Einnig er um að gera á aðventunni að gæða sér á einu besta konfektinu sem fáanlegt er í desember, mandarínum,“ segir Lína. Bætir við að oft og iðulega sé einn helsti lykillinn að því að ná ár- angri í heilsueflingu að ná stjórn á mataræðinu, alla daga ársins. Fast á eftir fylgja svo hreyfing og nægur svefn. „Vikan á milli jóla og nýárs getur verið strembin hjá sumum í jólaboð- um og veislum. Gott er að búa sig undir þessa hátíðisdaga í huganum og borða af hófsemi í jólaboðunum. Í rauninni er þetta mjög einfalt. Það sama gildir í desember og allt árið; hreyfðu þig á hverjum degi, sofðu nóg, drekktu vel af vatni, forðastu sykraða safa og gos. Slepptu sæl- gæti og smákökum á virkum dög- um, líka í desember. Fáðu þér einu sinni á diskinn, borðaðu mikið af grænmeti og veldu deserta í hófi. Með þessum hætti passa allir áfram í fötin sín eftir hátíðirnar.“ Hætt í megrun Sjálf sneri Lína við blaðinu fyrir nokkrum árum, gjörbreytti mat- aræðinu og tók upp nýjan lífsstíl. „Ég eignaðist þrjár dætur á fjór- um árum og aukakílóin hrönnuðust upp. Í ársbyrjun 2009 horfðist ég loks í augu við að líkamsþyngd mín var orðin hættuleg heilsu minni. Ég ákvað að snúa vörn í sókn og styðj- ast við máltækið: Góðir hlutir ger- ast hægt. Ég ætlaði ekki í enn eitt megrunarátakið heldur einsetti mér að hreyfa mig meira og læra að velja réttan mat ofan í mig, alla daga ársins. Ég naut leiðsagnar og þjálfunar hjá frábærum einkaþjálf- ara og er nú, tæpum fjórum árum síðar, 30 kílóum léttari. Þessi breyt- ing hafði svo mikil áhrif á mig og mitt líf að ég ákvað að leggja fyrir mig einkaþjálfun. Nú er það gleði en ekki kvöð að hreyfa mig.“ Amerískt jólaþorp Lína segist vera mikið jólabarn og hún er stolt af ameríska jóla- þorpinu sínu. „Mig dreymdi lengi um að eignast fallegt jólaþorp, eins og maður sér stundum í jólamyndum frá Am- eríku. Ég eignaðist svo fyrsta vísinn að jólaþorpinu á ferðalagi um Bandaríkin árið 2005. Ég keypti nokkur hús og fólk, ásamt jólatrjám og gervisnjó. Eftir það hef ég farið nokkrum sinnum yfir hafið og alltaf tekið eitthvað nýtt í þorpið með mér heim. Það er ótrúlega góð blanda af rómantík og hátíðleika að sitja seint um kvöld með öll ljósin í stofunni slökkt og horfa á upplýst jólaþorp- ið,“ segir Lína. „Dæturnar á heimilinu hafa búið til margar sögur um fólkið sem þar býr og er á ferli. Sögur um það hvaðan fólkið er að koma og hvert það er að fara. Þorpið hefur fengið nafnið Þorláksmessa, af því að þar er alltaf svo mikil stemning. Ég held að jólaþorpið verði ekki stærra en ég ætla að halda áfram að safna hnetubrjótum og svo er draumurinn að eignast fallega jólalest sem nær utan um jólatréð í miðri stofunni.“ Börnin skreyta pakka Lína segist hafa mikla ánægju af því að pakka inn jólagjöfum enda finnst sé umbúðirnar vera hluti af gjöfinni. „Dætur mínar hafa gaman af þessu með mér. Við pökkum gjarn- an jólagjöfum inn í brúnan pappír sem fæst í öllum bókabúðum og í Amerískt „Mig dreymdi lengi um að eignast fallegt jólaþorp, eins og maður sér stundum í jólamyndum,“ segir Lína. Hún eignaðist fyrstu jólahúsin árið 2005 og er enn að bæta í safnið. Gott í hófi Lína Guðnadóttir einkaþjálfari segir vel hægt að njóta jólanna án þess að borða yfir sig og heilsa nýju ári laus við allt samviskubit. Molar Hollt og gott jólakonfekt sem enginn fær staðist. Morgunblaðið/Ómar Jólastelpa Línu Guðnadóttur dreymir um að eignast fallega jólalest sem nær utan um tréð í miðri stofunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.