Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 103
Ljósm/MHH
Tenór Gissur Páll Gissurarson stórsöngvari gerði stormandi lukku á Sel-
fosstónleikunum í fyrra og er því að sjálfsögðu aftur kallaður til núna.
T
ónleikarnir hafa í raun
unnið sér sess í sunn-
lensku mannlífi og eru í
margra vitund orðnir
ómissandi,“ segir Kjart-
an Björnsson á Selfossi. Í sjötta sinn
eru þar haldnir tónleikar undir yf-
irskriftinni Hátíð í
bæ. Þar kemur
fram einvala lið
listamanna sem er
gefið að galdra
fram góða stemn-
ingu, sem er gott
veganesti inn í þá
törn sem fram-
undan er við jóla-
undirbúninginn.
Tónleikarnir
verða mið-
vikudagskvöldið 5. desember í
íþróttahúsi Fjölbrautaskóla Suður-
lands, Iðu, og hefjast kl. 20.
Fínar söngkonur af svæðinu
Það listafólk sem fram kemur á
Hátíð í bæ að þessu sinni eru, svo
upptalning hefjist, krakkar úr barna-
og unglingakórum Selfosskirkju og
söngdívan Diddú sem verið hefur
með frá upphafi.
„Að þessu sinni erum við því með
þráð í þessu eða þema og tengjum
okkur við Þorlákshöfn. Þar í bæ er
tónlistarmenningin afar sterk,“ segir
Kjartan. Úr Þorlákshöfn koma
söngvarinn Daníel Haukur og Lúðra-
sveit Þorlákshafnar sem taka munu
nokkur lög saman. Hún leikur undir
stjórn Roberts Darlings, skólastjóra
Tónlistarskóla Árnesinga, en hann
hefur í áraraðir verið driffjöður í tón-
listarlífi í Þorlákshöfn og víðar.
Með lúðrasveitinni kemur einnig
fram Páll Óskar Hjálmtýsson en
framlag hans til tónleikanna í ár sem í
annan tíma hefur verið býsna stórt,“
segir Kjartan um tónleikana þar sem
sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson Sel-
fossprestur er kynnir en hljómlist-
arflutningur í höndum Guðmundar
Eiríkssonar.
„Svo fáum við líka fínar söngkonur
héðan af svæðinu. Þær eru Herdís
Rútsdóttir sem er austan úr Rang-
árvallasýslu og úr Flóanum kemur
Kristín Þóra Albertsdóttir. Einnig
söngvari héðan frá Selfossi, Gunnar
Guðni Harðarson, frábærlega flinkur
strákur sem bæði syngur og strýkur
liðlega boga fiðlunnar sem hann legg-
ur að vanga sér,“ segir Kjartan.
Leyniatriði skýtur svo samkvæmt
venju upp kollinum. Og svo eru það
lokanúmerin; Valdimar Guðmunds-
son og stórtenórinn Gissur Páll Giss-
urarson.“
Miklar tónlistargáfur
„Gissur hefur verið með okkur einu
sinni áður. Við Selfossbúar teljum
okkur eiga talsvert í stráknum. Faðir
hans Gissur Sigurðsson, fréttamaður
Bylgjunnar, er alinn upp hér á Sel-
fossi og í nágrenni. Ættbogi þeirra
feðga hér er raunar býsna stór og þar
fer fólk með miklar tónlistargáfur,“
segir Kjartan Björnsson.
Jafnframt því að standa að tónleik-
unum og nú fleiri verkefnum er
Kjartan formaður menningarnefndar
Árborgar. Undir hennar merkjum
hafa verið haldnir fjölmargir
skemmtilegir viðburðir að und-
anförnu. Þar er efniviður gjarnan
sóttur í mannlíf og menningarlíf í
byggðum á bökkum Ölfusár; þar sem
nú skal haldin Hátíð í bæ.
Í margra vitund
ómissandi
Hátíð í bæ á Selfossi. Tónleikar í Iðju 5. desember.
Barnakór, Diddú, Páll Óskar, Valdimar og
Selfosstenórinn Gissur. Skemmtilegir viðburðir.
Ljósmynd/Kjartan Björnsson
Söngur Diddú kemur fram á Hátíð í bæ fyrir þessi jól eins og í fyrra, þegar hún söng með Karlakór Selfoss.
Kjartan
Björnsson
Jólablað Morgunblaðsins 103
Orðið jól kemur þegar fyrir í heiðn-
um sið og var þá notað um miðsvetr-
arblót. Síðar þegar kristni barst til
Norðurlanda og fæðingar Krists var
minnst á svipuðum tíma færðist heit-
ið á heiðnu hátíðinni yfir á þá
kristnu. Þetta segir Guðrún Kvaran
málvísindamaður á Vísindavef HÍ.
Í færeysku er notað jól, í dönsku,
norsku og sænsku jul. Í norsku er jol
upprunalegra, en jul er tekið að láni
úr dönsku. Orðið juhla ,hátíð’ er
fornt tökuorð í finnsku úr norrænu
og sýnir háan aldur orðsins, segir í
umræddri grein. Uppruni orðsins er
umdeildur, að mati fræðimanna.
Elstu germanskar leifar eru í
fornensku og gotnesku. Í fornensku
eru til myndirnar ?çol í hvorugkyni
og geola í karlkyni, til dæmis œrra
geola sem merkir fyrsti jólamán-
uðurinn og œfterra geola sem nær
yfir hugtakið eftir jólamánuðinn, það
er janúar. Einnig er þar til myndin
?iûli sem notuð var um desember og
janúar. sbs@mbl.is
Orð í ýmsum myndum
Heitið kemur úr heiðni. Var notað um vetrarblót.
Norrænu nöfnin svipuð þeim íslensku.
Zeus heildverslun
Austurströnd 4
170 Seltjarnarnesi
sími 561-0100