Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 103

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 103
Ljósm/MHH Tenór Gissur Páll Gissurarson stórsöngvari gerði stormandi lukku á Sel- fosstónleikunum í fyrra og er því að sjálfsögðu aftur kallaður til núna. T ónleikarnir hafa í raun unnið sér sess í sunn- lensku mannlífi og eru í margra vitund orðnir ómissandi,“ segir Kjart- an Björnsson á Selfossi. Í sjötta sinn eru þar haldnir tónleikar undir yf- irskriftinni Hátíð í bæ. Þar kemur fram einvala lið listamanna sem er gefið að galdra fram góða stemn- ingu, sem er gott veganesti inn í þá törn sem fram- undan er við jóla- undirbúninginn. Tónleikarnir verða mið- vikudagskvöldið 5. desember í íþróttahúsi Fjölbrautaskóla Suður- lands, Iðu, og hefjast kl. 20. Fínar söngkonur af svæðinu Það listafólk sem fram kemur á Hátíð í bæ að þessu sinni eru, svo upptalning hefjist, krakkar úr barna- og unglingakórum Selfosskirkju og söngdívan Diddú sem verið hefur með frá upphafi. „Að þessu sinni erum við því með þráð í þessu eða þema og tengjum okkur við Þorlákshöfn. Þar í bæ er tónlistarmenningin afar sterk,“ segir Kjartan. Úr Þorlákshöfn koma söngvarinn Daníel Haukur og Lúðra- sveit Þorlákshafnar sem taka munu nokkur lög saman. Hún leikur undir stjórn Roberts Darlings, skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga, en hann hefur í áraraðir verið driffjöður í tón- listarlífi í Þorlákshöfn og víðar. Með lúðrasveitinni kemur einnig fram Páll Óskar Hjálmtýsson en framlag hans til tónleikanna í ár sem í annan tíma hefur verið býsna stórt,“ segir Kjartan um tónleikana þar sem sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson Sel- fossprestur er kynnir en hljómlist- arflutningur í höndum Guðmundar Eiríkssonar. „Svo fáum við líka fínar söngkonur héðan af svæðinu. Þær eru Herdís Rútsdóttir sem er austan úr Rang- árvallasýslu og úr Flóanum kemur Kristín Þóra Albertsdóttir. Einnig söngvari héðan frá Selfossi, Gunnar Guðni Harðarson, frábærlega flinkur strákur sem bæði syngur og strýkur liðlega boga fiðlunnar sem hann legg- ur að vanga sér,“ segir Kjartan. Leyniatriði skýtur svo samkvæmt venju upp kollinum. Og svo eru það lokanúmerin; Valdimar Guðmunds- son og stórtenórinn Gissur Páll Giss- urarson.“ Miklar tónlistargáfur „Gissur hefur verið með okkur einu sinni áður. Við Selfossbúar teljum okkur eiga talsvert í stráknum. Faðir hans Gissur Sigurðsson, fréttamaður Bylgjunnar, er alinn upp hér á Sel- fossi og í nágrenni. Ættbogi þeirra feðga hér er raunar býsna stór og þar fer fólk með miklar tónlistargáfur,“ segir Kjartan Björnsson. Jafnframt því að standa að tónleik- unum og nú fleiri verkefnum er Kjartan formaður menningarnefndar Árborgar. Undir hennar merkjum hafa verið haldnir fjölmargir skemmtilegir viðburðir að und- anförnu. Þar er efniviður gjarnan sóttur í mannlíf og menningarlíf í byggðum á bökkum Ölfusár; þar sem nú skal haldin Hátíð í bæ. Í margra vitund ómissandi Hátíð í bæ á Selfossi. Tónleikar í Iðju 5. desember. Barnakór, Diddú, Páll Óskar, Valdimar og Selfosstenórinn Gissur. Skemmtilegir viðburðir. Ljósmynd/Kjartan Björnsson Söngur Diddú kemur fram á Hátíð í bæ fyrir þessi jól eins og í fyrra, þegar hún söng með Karlakór Selfoss. Kjartan Björnsson Jólablað Morgunblaðsins 103 Orðið jól kemur þegar fyrir í heiðn- um sið og var þá notað um miðsvetr- arblót. Síðar þegar kristni barst til Norðurlanda og fæðingar Krists var minnst á svipuðum tíma færðist heit- ið á heiðnu hátíðinni yfir á þá kristnu. Þetta segir Guðrún Kvaran málvísindamaður á Vísindavef HÍ. Í færeysku er notað jól, í dönsku, norsku og sænsku jul. Í norsku er jol upprunalegra, en jul er tekið að láni úr dönsku. Orðið juhla ,hátíð’ er fornt tökuorð í finnsku úr norrænu og sýnir háan aldur orðsins, segir í umræddri grein. Uppruni orðsins er umdeildur, að mati fræðimanna. Elstu germanskar leifar eru í fornensku og gotnesku. Í fornensku eru til myndirnar ?çol í hvorugkyni og geola í karlkyni, til dæmis œrra geola sem merkir fyrsti jólamán- uðurinn og œfterra geola sem nær yfir hugtakið eftir jólamánuðinn, það er janúar. Einnig er þar til myndin ?iûli sem notuð var um desember og janúar. sbs@mbl.is Orð í ýmsum myndum Heitið kemur úr heiðni. Var notað um vetrarblót. Norrænu nöfnin svipuð þeim íslensku. Zeus heildverslun Austurströnd 4 170 Seltjarnarnesi sími 561-0100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.