Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 80
A
lmennt séð kemur náttúr-
an sterk inn fyrir jólin,“
segir Jóhanna. „Það á
bæði við um litavalið sem
og skrautið á aðventu-
krönsum og öðrum blómaskreyt-
ingum fyrir jólin. Þar er mikið um
köngla, trjágreinar, trjábörk og mosa.
Náttúran er eiginlega allsráðandi og í
vetur eru jarðlitirnir mjög ríkjandi
meðfram venjulegu jólalitunum.“ Jó-
hanna bætir því við að fjólublár, litur
aðventunnar, eigi sinn fasta sess á ári
hverju enda liturinn sígildur.
Andstæður sem passa saman
Meðal áberandi nýjunga hvað litina
varðar nefnir Jóhanna antikbleikan,
sem óneitanlega virkar á skjön við
hina náttúrulegu jarðliti. Jóhanna
segir þó samsetninguna ganga frá-
bærlega upp. „Þessi fínlegi antik-
bleiki litur fer einstaklega vel á móti
mátulega grófu og náttúrulega lituðu
skrauti, eins og áðan var lýst. Þá er
snjóspreyið ómissandi aukahlutur
fyrir jólin. Bæði kertin og skrautið
verða að fá vænan skammt af snjó-
spreyi.“
Flóran og framboðið af mismun-
andi aðventukrönsum verður sífellt
fjölbreytilegra og það er af sem áður
var þegar kertum var raðað skipulega
á fjóra hornrétta punkta á aðventu-
kransinum. Aðventuskreytingar nú-
tímans eiga oft fátt sameiginlegt
nema fjögur kerti, að því er manni
virðist. Undir þetta tekur Jóhanna.
„Það er allt leyfilegt í þessum efnum í
dag, og aðventuskreytingar þurfa
ekki einu sinni að vera krans í sjálfu
sér, heldur bara útfærsla þar sem
fjögur kerti eru samankomin í skreyt-
ingu, allt eftir smekk hvers og eins.
Möguleikarnir eru óteljandi.“
jonagnar@mbl.is
Snjósprey Í ár er allt úðað ríflega með snjóspreyi, enda gefur það skemmtilega áferð.
Nýstárlegt Hinn hefðbundni krans er hér brotinn skemmtilega upp.
Andstæður Antikbleikur fer vel á móti náttúrulegu skrauti.
Jólin í jarðlitum
Jólalitirnir eru mikið til samir við sig, ásamt hinum hefðbundna fjólubláa
lit aðventunnar, segir Jóhanna M. Hilmarsdóttir, deildarstjóri í blóma- og
gjafavörudeild Garðheima. Nýlundan í ár felst hins vegar í jarðlitatónum.
Fjölbreytni Útfærslurnar eru ótalmargar þegar kemur að krönsunum.
Jólaskreytingar Náttúran er ríkjandi, segir Jóhanna í Garðheimum.
Morgunblaðið/Ómar
Jólalitur Rauður er sígildur jólalit-
ur sem engan svíkur.
Aðventukrans Hinn fjólublái litur aðventunnar heldur gildi sínu.
80 Jólablað Morgunblaðsins