Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 10
Morgunblaðið/Ernir Skorið Laufabrauð er vin- sælt í vitund margra ómiss- andi á hátíðarborði. Laufabrauð úr hveiti 1 kg hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 7-8 dl sjóðandi mjólkjurtafeiti til steikingar 1. Setjið hveiti í skál ásamt salti og lyftidufti. Hrærið sjóðandi mjólkina út í. Hnoðið deig þar til það er gljá- andi og sprungulaust. Haldið deig- inu heitu meðan flatt er út. Gott get- ur verið að búa bara til helminginn í einu. Hægt er að halda deiginu heitu með því að vefja það í handklæði og teppi. 2. Fletjið örþunnt út, skerið undan diski, skerið síðan laufaskurð í brauðið. 3. Hitið feitina, takið smábút af deigi og steikið til að aðgæta hitann. Steikið síðan laufakökuna á báðum hliðum. Þrýstið hlemmi varlega ofan á hana um leið og hún er tekin úr pottinum. Laufabrauð með rúgmjöli 500 g hveiti 500 g rúgmjöl 2 tsk. lyftiduft 2 msk. sykur 2 tsk. salt 70 g smjörlíki lítri sjóðandi mjólk lítri sjóðandi vatn. 1. Blandið saman hveiti, rúgmjöli, lyftidufti, salti og sykri. 2. Skerið smjörlíkið smátt og myljið út í mjölið. 3. Hitið vatn og mjólk og setjið út í. Hnoðið saman þar til þetta er slétt og sprungulaust deig. 4. Farið að eins og segir hér að of- an. Heimild: Kristín Gestsdóttir, Morgunblaðið 1994. Hulda vera á öllum aldri. Þær hinar elstu gefi hinum yngri ekkert eftir. þær skeri með hníf í kökurnar hin fegurstu mynstur. Útgáfur mynstr- anna geta verið óteljandi og takmörk eru ekki til. „Sum mynstranna eru sérstaklega falleg. Líklega er fallegust þessi sí- gilda mynd; stjarna í miðjunni sem geislum stafar frá. Afbrigði þess mynsturs eru nánast óteljandi,“ seg- ir Hulda. Laufabrauðsmenning Íslendinga á sér langa sögu. Er sennilega hvergi rótfastari en í Þingeyj- arsýslum og í Eyjafirði. Upphaflega var farið að baka laufabrauð til þess að spara mjöl í bakstri, enda eru kökurnar örþunnar. Var því gjarnan talað um fátækrabrauð. Uppskrift að laufabrauði stendur saman af hveiti, sykri, salti, mjólk, smjöri og lyftiefni. Sínu litlu af hverju. Upp- skriftin getur verið breytileg í blæ- brigðum frá einum bæ til annars, því allir vilja halda sínu bæjarbragði. Laufabrauð til fjáröflunar Alls 45 ár eru liðin síðan kven- félagskonur á Húsavík hófu að koma saman í aðventubyrjun til að baka laufabrauð. Þetta hefur verið gert í fjáröflunarskyni, en félag kvennanna er bakhjarl margra góðra málefna sem til heilla horfa á Húsavík. Til marks um vinsældirnar sem brauðið góða nýtur má nefna að árið 2006 voru bakaðar 1.500 kökur en 2.000 í fyrra. „Við þurfum að bæta við skammt- inn aftur á þessu ári, einfaldlega svo allir fái sitt,“ segir Hulda sem er Norðlendingur að uppruna og þekk- ir því ekki annað en að bakað sé laufabrauð fyrir jólin. „Þetta er ákaflega skemmtilegt og gaman að vera með konunum á þess- ari stundum. Og sé bakað í heima- húsum er þetta raunar hátíð fjöl- skyldunnar allrar og þannig eiga jólin líka að vera,“ segir Hulda Agn- ardóttir að síðustu. sbs@mbl.is Þ ótt skammturinn verði sí- fellt stærri og laufa- brauðskökurnar sem við bökum fleiri, virðist ekk- ert duga. Viðtökurnar eru góðar og kökurnar seljast jafn fljótt og dögg fyrir sólu hverfur. Þarna kemur til að laufabrauðshefð- in er sterk í bæjarlífinu hér, svo sem meðal unga fólksins sem finnst sjálf- sagt að kaupa vænan skammt fyrir hver jól,“ segir Hulda Agnarsdóttir formaður Kvenfélags Húsavíkur. Áttatíu konur og allar mæta Löng hefð er fyrir því að kven- félagskonur á Húsavík komi saman á laugardegi í byrjun aðventu og baki laufabrauð. Nærri áttatíu konur eru í félaginu og þegar best lætur á laufabrauðsdegi mæta nánast allar. „Í fyrra fengum við inni í grunn- skólanum hér í bænum. Annars hef- ur þetta oftast verið þannig að við höfum gjarnan komið saman í heimahúsum. Kannski eru sex til átta á hverju heimili þar sem setið er við og skorið í kökurnar og þær síð- an steikar. Deigið sjálft höfum við hins vegar fengið tilbúið og flatt frá bakaríi. Svo er þetta keyrt út til við- skiptavina að kvöldi eða næsta dag,“ segir Hulda. Laufabrauðskonurnar segir Stjarna í miðjunni sem geislum stafar frá Kraftmiklar kvenfélagskonur á Húsavík skera í og steikja minnst 2000 laufabrauðskökur. Mynstrin í kökunum eru afar falleg. Ágóði af sölunni rennur til góðra málefna. Steikt Eyrún Sveinsdóttir og Berglind Steinadóttir gengu til verka af gleði, enda er laufabrauðsdagurinn einskonar bæjarhátíð á Húsavík. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Einbeitni Eldri konurnar gefa þeim yngri ekkert eftir í laufabrauðs- bakstri, sem hefur verið hluti af jólastarfi Kvenfélags Húsavíkur allt frá árinu 1967. Myndin var tekin á bakstursdeginum mikla í fyrra. ’Laufabrauðshefðin er sterk í bæjarlífinu, svo sem meðal unga fólksins, sem finnst sjálfsagt að kaupa skammt. Gleði Þær Gunnella Jónasdóttir og Hulda Agnarsdóttir höfðu gaman af bakstrinum, sem er í raun ómissandi hluti af jólaundirbúningi þeirra. 10 Jólablað Morgunblaðsins SKÓLAVÖR‹USTÍG 6B - SÍMI 562 6999 FATNAÐUR FYRIR HÁTÍÐARNAR www.marialovisa.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.