Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 6
Eitt fórnarlamba Jimmys Saviles lýsti reynslu sinni fyrir Independent on Sunday. Hún var í heimsókn hjá móður sinni á Stoke Mandeville- sjúkrahúsinu á sjöunda ára- tugnum, þá táningur. Henni var boðið í hljóðver í sjúkra- húsinu og þar sat Savile við plötuspilara. „Ég vissi ekki fyrr en hann hafði tekið mig á lærið á sér … Ég fann fingur hans snerta fótinn á mér í gegnum göt á sokkabuxunum … Svo lagði hann höndina undir kjólinn minn og setti hana á vinstra brjóstið.“ Hún slapp og sagði hjúkrunarkonu hvað hefði gerst, en var ekki trúað. Þegar dánarfréttir voru skrif-aðar um Jimmy Savile fyrirári var hans minnst sem skrautlegs sérvitrings. Ýmsir höfðu þó varann á sér gagnvart honum og nú er komið í ljós að hann er senni- lega einn atkvæðamesti kynferð- isafbrotamaður og barnaníðingur, sem sögur fara af á Bretlandi. Fórnarlömbin skipta hundruðum. Savile var skemmtikraftur og kynnir hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, og sá meðal annars um þátt- inn Top of the Pops. Hann var einn þekktasti sjónvarpsmaður Bret- lands frá sjöunda áratug 20. aldar og út þann níunda. Einnig lét hann að sér kveða í góðgerðarmálum og munu 40 milljónir punda hafa safn- ast í hans nafni til góðgerðarmála, einkum í þágu barna. Læknar samsekir Savile virðist hafa notað sér að- stöðu sína markvisst til kynferðisof- beldis á hendur ungum konum, jafnt barnungum aðdáendum sem fötluðum sjúklingum. Hann hafði óheftan aðgang að Mandeville- sjúkrahúsinu í Stoke þar sem hann fór sínu fram á meðan starfsfólk og yfirmenn þögðu af ótta við að pen- ingarnir myndu hætta að streyma inn. Læknar virðast hafa verið samsekir. Innan BBC logar allt í illdeilum. Hafin hefur verið rannsókn á vinnureglum útvarpsins á þeim tíma, sem Savile var þar við störf. Á að fara ofan í saumana á því hverjir hafi vitað hvaða mann Sav- ile hafði að geyma og hvenær þeir hafi orðið þess áskynja. Fyrrver- andi samstarfsmenn hans hafa sagt að þrálátur orðrómur hafi verið um afbrigðilega hegðun hans. Fyrrver- andi yfirmaður góðgerðarsjóðs BBC, Children in Need, greindi frá því á mánudag að hann hefði neitað að láta Savile koma nálægt starfi sjóðsins og sagði að hann hefði ver- ið „nokkuð hrollvekjandi náungi“. Einnig er verið að rannsaka hvern- ig á því stóð að rannsókn frétta- skýringarþáttar BBC, Newsnight, sem hófst á Savile eftir lát hans, var stöðvuð þrátt fyrir að þar hefði kona borið því vitni að hann hefði brotið gegn sér fyrir opnum tjöld- um. Var ætlunin að þagga málið niður og hversu víðtæk var yf- irhylmingin? Spurningar hafa líka vaknað um það hvað fyrr- verandi yfirmaður BBC, Mark Thomp- son, sem á að taka við stöðu framkvæmda- stjóra bandaríska dag- blaðsins New York Times 12. nóvember, vissi um ákvörðunina um að hætta rannsókn Newsnight og hvenær. Stjórn blaðsins styður Thompson, en á rit- stjórninni eru efasemdir. Uppnámið einskorðast ekki við BBC. Heilbrigðiskerfið liggur einn- ig undir ámæli vegna óhæfuverka Saviles og sömuleiðis lögreglan fyr- ir að hafa hunsað kvartanir að minnsta kosti sjö fórnarlamba vegna framferðis hans. Bernard Hogan-Howe, yfirmaður bresku rannsóknarlögreglunnar, Scotland Yard, segir að hinar ýmsu kvartanir á meðan Savile var á lífi hefðu átt að sýna hegðunarmynst- ur. „Svo virðist sem fólk hafi af og til haft áhyggjur, ætlað að skerast í leikinn, en síðan reitt sig aðeins of mikið á orðspor hans og yfirlýs- ingar um að hann hefði ekkert gert,“ sagði Hogan-Howe. Eftir að ljóstrað var upp um brot Saviles í fréttaskýringarþætti sjón- varpsstöðvarinnar ITV í upphafi mánaðarins hafa lögreglu borist ásakanir frá 300 manns og eru þær nú til rannsóknar. Flestar beinast gegn Savile, en aðrir eru einnig nefndir til sögunnar. Framleiðandi, sem vann með Savile og sagður hafa vitað af brotum hans, er sagð- ur vera í felum. Lögreglunni hafa meðal annars borist ásakanir um að læknir á sjúkrahúsi í Leeds hafi ásamt Savile valið fórnarlömb til nauðgunar. Ótti grípur um sig Almannatengslaráðgjafinn Max Clifford sagði í viðtali við breska blaðið Independent on Sunday að fræga fólkið streymdi nú til sín tugum saman og vildi ráðgjöf af því að það óttaðist að verða dregið inn í rannsókn málsins. „Ýmislegt gerð- ist í fortíðinni [og enginn] spurði nokkurn mann um fæðingarvott- orð,“ sagði hann og bætti við að þetta fólk væri „dauðhrætt“. Mál Saviles hefur skekið breskt samfélag og það er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar. Afhjúpun níðings skekur Breta AÐ KYNNA SÉR MÁL BRESKA SJÓNVARPSMANNSINS JIMMYS SAVILES ER EINS OG AÐ HORFA OFAN Í ROTÞRÓ. ÁRATUGUM SAMAN KOMST HANN UPP MEÐ KYNFERÐIS- OFBELDI OG BARNANÍÐ, SEM NÚ HEFUR VERIÐ AFHJÚPAÐ. Jimmy Savile VAR EKKI TRÚAÐ Jimmy Savile komst áratugum saman upp með ógeðfelld kynferðisbrot. Þegar hann var afhjúpaður í sjónvarpsþætti ári eftir andlátið tóku ásakanirnar að streyma fram og teygir málið anga sína víða um breskt samfélag. AFP * Fjöldi nýrra ásakana hefur komið fram … Fjöldi einstaklinga á ekki eftir að sofa vel á nóttunni og það er við hæfi.Mark Williams-Thomas rannsakaði mál Saviles og var sjónvarpsþáttur ITV þar sem sjónvarpsmaðurinn sálugi var afhjúpaður byggður á rannsóknum hans. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012 HEIMURINN BANDARÍKIN NEWYORK Loka- spretturinn í baráttunni fyrir forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum á þriðjudag fer fram í skugga fellibylsins Sandy, sem olli allt að 50 milljarða dollara tjóni í NewYork og víðar á austurströndinni og kostaði hátt í 100 manns lífið. Barack Obama Bandaríkjaforseti og Mitt Romney, áskorandi hans, eru hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnunum og ógerningur að segja fyrir um úrslit. PAKISTAN MUZAFFARABAD Foreldrar í Pakistan drápu 15 ára dóttur sína með því að hella yfir hana sýru eftir að þeir höfðu séð hana á tali við ungan mann. Faðirinn mun hafa haft grunsemdir um dóttur sína og missti stjórn á sér þegar hann sá hana með drengnum fyrir utan heimili fjölskyldunnar. Stúlkan brenndist illa, en foreldrarnir fóru ekki með hana á sjúkrahús fyrr en daginn eftir og hún lést skömmu síðar. ÍTALÍA RÓM Silvio Berlusconi sagðist hættur í ítalskri pólitík en sneri við blaðinu þegar dómstóll dæmdi hann fyrir skattsvik og veittist að ítölsku réttarkerfi. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði að úrskurðurinn væri pólitískur og hyggst áfrýja. BRASILÍA SAO PAULO Verkamannaflokkurinn sigraði í borgarstjórnarkosningunum í Sao Paulo með Fernando Haddad í broddi fylkingar. Jose Serra, sem er fyrrverandi borgarstjóri og ríkisstjóri og hefur í tvígang beðið lægri hlut í forsetakosningum, tapaði borgarstjórn- arkosningunum. Er talið að úrslitin geti bundið enda á hans pólitíska feril.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.