Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 12
Þ egar Daníel Örn Einarsson kom út úr skápnum árið 2009 var hann fyrsti afreksmaðurinn í íþrótt- um til þess í efstu deild á Íslandi. Hann segir það hafa verið auðveldara en hann hafði búist við. Ótti hans við viðbrögð liðsfélaganna hafi verið ástæðu- laus. „Ég var hræddari við það að koma út fyrir hand- boltastrákunum en flestum öðrum og óttaðist að þurfa að hætta í handbolta vegna þess að ég er hommi. En sá ótti reyndist ástæðulaus,“ segir Daníel. Hann segir að hann hafi aldrei formlega tilkynnt liðsfélögum samkynhneigð sína. ,,Þetta spurðist bara út og ég sagði mönnum frá þessu hægt og rólega í kjölfarið. Síðan kom sprengja þegar ég var með handboltastrákunum í gleðskap. Þá buldu á mér ýmsar mis- gáfulegar spurningar, t.d. hverjir mér fyndust sætir og hvern- ig ég hagaði mér í persónulega lífinu. En svo var þetta bara útrætt innan liðsins.“ Hann segir að í fyrstu hafi fyrirfundist menn sem voru neikvæðir í garð samkynhneigðar hans. „Eftir að þeir kynntust mér hættu þeir að vera hræddir og varð al- veg sama.“ Hann segir að í fyrstu hafi sumir forðast það að fara með sér í sturtu. „Síðan áttuðu þeir sig á því að þeir pældu meira í mér en ég í þeim,“ segir Daníel og hlær við. Verið kallaður fífl og fáviti Hann segir að í hita leiksins hafi hann verið kallaður öllum illum nöfnum eins og „fífl og fáviti“ en enginn hafi dregið samkynhneigð hans inn í þrætur á vellinum. „Ég myndi ekki taka það nærri mér ef einhver myndi draga samkynhneigð mína inn í deilur. Nema þá að ég vissi að það væri illa meint og eitthvað meira lægi að bak við orðin.“ Hann segir marga hafa haft samband við sig síðustu daga eftir að fjölmiðlar fóru að sýna honum athygli. Þó hafi enginn utanaðkomandi úr íþróttaheiminum haft samband við hann til að segja frá sam- kynhneigð sinni. Reynsla Daníels er sú að lítið sé um fordóma gagnvart samkynhneigðum í fullorðinsflokki í íþróttum. Frek- ar sé um hana að ræða í yngri flokkum. Þar keppist strákar um að vera í forystuhlutverki með tilheyrandi stælum. „Þá var auðvelt að vera gæinn sem var með hommabrandarana til að sýnast sem stærstur,“ segir hann. Ég hreinlega sprakk Daníel kom út úr skápnum tvítugur að aldri. ,,Ég viðurkenndi í raun eigin samkynhneigð um leið og ég kom út úr skápnum. „Pældu meira í mér en ég í þeim“ ÞEGAR DANÍEL ÖRN EINARSSON HAND- KNATTLEIKSMAÐUR KOM ÚT ÚR SKÁPNUM REYNDIST ÞAÐ HONUM AUÐVELDARA EN HANN HAFÐI BÚIST VIÐ. INNRI BARÁTTAN FRAM AÐ ÞVÍ VAR HINS VEGAR MUN ERFIÐARI. Daníel er hér að set’jann í leik með Akureyri. Úttekt 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012 Fáir hommar meðal afreksíþróttamanna Einungis örfá dæmi eru af karlmönnum úr heimi afreksíþrótta sem komið hafa út úr skápnum. Til að mynda höfðu ein- ungis 23 íþróttamenn viðurkennt samkynhneigð sína á Ólympíuleikunum í London og þar af voru þrír karlmenn. Hand- knattleiksmaðurinn Daníel Örn Einarsson er fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn í hópíþrótt í efstu deild á Íslandi, sem stig- ið hefur fram og viðurkennt samkynhneigð sína. Fræðslufulltrúi HSÍ segir ljóst að auka þurfi fræðslu Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is 3,8-5% fólks eru samkynhneigð að sögn Williams-stofnunarinnar í UCLA-lagaháskólanum. 0,2% íþróttamanna sem kepptu á Ólympíuleikunum hafa við- urkennt samkynhneigð sína opinberlega eða 23 af um 10.900 keppendum. 0,04% karlkyns þátttakenda á Ólymp- íuleikunum hafa komið fram opinberlega með samkynhneigð sína. Eða 3 af 6.098 karlmönnum. 0,4% kvenkyns þátttakenda á Ólymp- íuleikunum hafa komið fram op- inberlega með samkynhneigð sína. Eða 20 af 4.862 konum. 173 samkynhneigðir atvinnu- íþróttamenn voru nafn- greindir í úttekt Sports illustrated frá árinu 2011. Í greininni voru bæði tilgreindir núverandi og fyrrverandi atvinnu- íþróttamenn. Sérstaklega er tekið fram að listinn er ekki tæmandi. 6 ár eru síðan fyrstu World Out leikarnir fóru fram. Á leikunum etja samkyn- hneigðir kappi í ýmsum íþróttagreinum. 2017 Reykjavík er meðal þeirra borga sem sótt hafa um að halda World Out leikana ár- ið 2017. ÍÞRÓTTIR OG SAMKYNHNEIGÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.