Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 23
Íslendingar hafa öðlast færni í að þekkja og meðhöndla ýmisskonar grænmeti og ávexti sem ekki voru notuð áður.Sumar vörurnar fengust ekki fyrr en fyrir nokkrum árummeðan aðrar hafa verið til öðru hvoru og margir hafa komist upp á lag með að þær. Með hjálp dagblaða, gamalla auglýsinga og uppskriftarbóka frá ýmsum tímum var reynt að leiða að því líkum hvenær nokkrar vinsælar grænmetis- og ávaxtategundir slógu fyrst í gegn hérlendis. Tímalínan er ekki miðuð við hvenær tegundirnar voru fyrst fáan- legar í verslunum heldur hvenær þær voru komnar almennt á borð neytenda landsins, enda tekur það fólk oft tíma að kynnast nýju hráefni matvörubúðanna og margt sem getur spilað inn í hvað viðkemur vinsældum. Segja má því að tímalínan sé miðað við hvenær „fjöldinn“ fer að þekkja og nota vöruna því vissulega er það einstaklingsbundið hvenær hver og einn uppgötvar sitt grænmeti og sína ávexti. Nanna Rögnvaldardóttir matreiðslubókahöfundur og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur veittu dygga aðstoð í gagnaöflun enda af- skaplega fróðar um mat hérlendis. Hafa ber í huga að um áratuga skeið var mestallur innflutningur á ávöxtum og grænmeti háður leyfum og um tíma þurfti sérstaka uppáskrift til að fá ávexti hjá Grænmetisverslun ríkisins. Jólaeplin voru lengi vel sér- stakur viðburður þar sem yfirleitt fengust ávextir ekki þess utan. * 1977GREIP Greipaldin sló í gegn með greipaldinkúrnum sem birtist í tímaritinu Vikunni 1977 og lék í áraraðir aðalhlutverkið í megrunarkúrum landsmanna. * 1983 HVÍTLAUKURHvítlauksduft og hvítlaukssalt 8. áratugarins lögðu grunninn að æði fyrir ferskum hvítlauk í kringum 1983-1985 en það var einnig áratugur ítalska mat- arins sem landsmenn fengu dálæti á. Nanna Rögn- valdar segir að ekki megi gleyma hve smart laukurinn þótti einnig í stærðarinnar hvítlauksfléttum á vegg. * 1985 SVEPPIRFerskir sveppir urðu vinsælt hráefni í kringum árið 1985 en höfðu verið ræktaðir frá árinu 1960. Þáttaskil urðu í ræktuninni hérlendis á miðjum 9. ára- tugnum með stóraukinni framleiðslu. Pítsur og dálæti landsmanna á ítölskum mat hafði einnig mikið að segja. * 1982 KÍVÍKíví er einn af þeim ávöxtum sem komust í tísku og árið 1982 var hann algengur í matarkörfunum. Hann var dýr en þótti flottur, ekki síst sem hráefni og skraut í æðri eftirrétti. * 1960 BANANAR Bananar höfðu verið algengir í verslunum á þriðja áratugnum en hurfu að mestu á kreppuárunum. Upp úr 1960 verða þeir aftur algengir og hluti af þeirri fæðu sem til var á hverju heimili. * 1970 PAPRIKA Upp úr 1970 er paprika orðin jafn- sjálfsagt grænmeti á borðum og gúrkan og tómatarnir. Í stöku uppskriftum voru paprikur fylltar með kjöti og jafnvel kjötfarsi en algengast var að þær færu ofan á brauð og í pott- og ofnrétti. * 1985 AVÓKADÓ Avókadó fór fyrst að sjást í búðum um 1970 en er talið ekki hafa náð almennum vin- sældum fyrr en um miðjan 9. áratuginn. 4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Morgunblaðið/Árni Sæberg Gerðu gæða- og verðsamanburð FINNDU MUNINN Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900 ÝMIR, SAGA, FREYJA, ÞÓR OG ÓÐINN Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur Valhöll heilsudýna 5 svæðaskipt gormakerfi 153x203 aðeins kr. 89.900 Tilboðsverð 12 mánaðavaxtalausargreiðslur*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.