Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012
Á sunnudag er fjölbreytt dagskrá í Þjóð-
minjasafni Íslands. Almenningi er þá boðið að
koma með gamla gripi í greiningu til sérfræð-
inga safnsins, á milli klukkan 14 og 16. Að
þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á að
skoða silfurgripi, til dæmis gamlar skeiðar
með stimpli og búningasilfur.
Greiningardagar safnsins hafa verið mjög
vel sóttir og eru ekki bara fróðlegir fyrir
gesti sem koma með gripi, heldur einnig fyrir
starfsfólk safnsins sem fær að sjá einstaka
gripi sem til eru á heimilum.
Á sama tíma, eða klukkan 14, verður
barnaleiðsögn um grunnsýningu safnsins.
Helga Einarsdóttir safnkennari gengur með
börnum um sýninguna.
LÍFLEGT Í ÞJÓÐMINJASAFNINU
GREINA GRIPI
Greiningardagar Þjóðminjasafnsins hafa verið
vel sóttir. Nú verður áhersla lögð á silfurgripi.
Morgunblaðið/Kristinn
Sixtusarkapellan er í senn helgur staður listar
og trúar. Fjöldi gesta ógnar gömlum verkunum.
Benedikt páfi XVI söng tíðir í Sixtusarkapell-
unni á miðvikudaginn var til að minnast þess
að þá voru liðin 500 ár síðan forveri hans,
Júlíus II, gerði það sama til að vígja und-
ursamlegar freskurnar í loftinu sem Miche-
langelo hafði málað á fjórum árum.
Nokkrum árum síðar málaði Michelangelo
hið flennistóra Dómsdagsverk sitt á enda-
vegg salarins.
Sixtusarkapellan er einn fjölsóttasti salur á
jörðinni en þangað koma um 10.000 gestir
daglega. Yfirvöld í Vatíkaninu segjast mögu-
lega þurfa að takmarka fjölda gesta, þar sem
mengun sem stafar af fólki; af andardrætti,
ryki og svita; ógni ómetanlegum verkunum.
AFMÆLI MEISTARAVERKA
500 ÁRA FRESKUR
Víkingur Heiðar Ólafsson
píanóleikari heldur fyr-
irlestur í Norðurljósasal
Hörpu klukkan 20 á
sunnudagskvöld, á vegum
Vinafélags Sinfóníunnar
sem býður öllum að koma
og hlýða á einleikarann.
Víkingur Heiðar flytur
fyrirlestur um starf ein-
leikarans og samstarfið
við hljómsveitarstjóra.
Einnig ræðir hann um „Keisarakonsertinn“
eftir Beethoven, en í næstu viku flytur hann
þennan kunna konsert í tvígang með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands.
„Markmiðið með svona fyrirlestri er að
auðvelda sem flestum að byrja að hlusta á
klassíska tónlist. Það þarf oft ekki mikið til að
ljúka upp dyrunum að þessari stórkostlegu
veröld,“ segir Illugi Gunnarsson, formaður
Vinafélags Sinfóníunnar.
KYNNIR EINLEIKARASTARFIÐ
VÍKINGUR FRÆÐIR
Víkingur Heiðar
Ólafsson
T extílverk og innsetningar úr hversdagslegum efniviði másjá á sýningum sem verða opnaðar í Hafnarborg í Hafn-arfirði á laugardag klukan 15. Í meginsal safnsins er sýn-
ing Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur, Lauslega farið með stað-
reyndir – sumt neglt og annað saumað fast, þar sem hún sýnir
ný textílverk. Í Sverrissal á jarðhæð er sýningin Hinumegin þar
sem sýnd eru verk eftir Þuríði Rós Sigurþórsdóttur.
Þórunn Elísabet hefur verið ötul við sýningahald á liðnum ár-
um. Frjór sköpunarkraftur, hugmyndaauðgi og áhugi á sögunni
einkenna verk hennar. Með tímanum hefur hún þróað persónu-
legan stíl, ekki síst í bútasaumsteppum eins og sjá má á sýning-
unni. Hún vinnur gjarnan með efnivið sem er ónothæfur fyrir
öðrum eða ósnertanlegur. Peysuföt, upphlutir, jakkaföt, útsaumur,
afgangar og gamlar tuskur verða að myndverkum sem byggð eru
upp á svipaðan hátt og hefðbundin bútasaumsteppi, en verða að
marglaga þrívíðum gripum og minna einna helst á lágmyndir.
Þuríður Rós hefur numið fatahönnun og myndlist, starfað við
hvort tveggja, og tekið þátt í alþjóðlegum fatahönnunarsýningum.
Hún er í hönnunarteyminu Vík Prjónsdóttur. Þuríður sýnir meðal
annars skúlptúra unna úr plastefnum sem minna á gasblöðrur,
auk verka sem hún vinnur meðal annars úr fundnum hlutum og
gleri.
SÝNINGAR OPNAÐAR Í HAFNARBORG
Bútasaumur og
innsetningar
Hluti eins verka Þórunnar Elísabetar. Textíllistakonan fer eigin leiðir við
saumaskapinn og skapar teppi sem verða að marglaga þrívíðum gripum.
Þuríður Rós starfar í New York og skapar meðal annars skúlptúra úr
plastefni. Hér sést hluti úr einu verkinu á sýningunni.
ÞÓRUNN ELÍSABET SVEINSDÓTTIR SÝNIR TEXTÍLVERK
OG ÞURÍÐUR RÓS SIGURÞÓRSDÓTTIR SKÚLPTÚRA.
Menning
Í bókinni er fjallað um feril minn síðanég byrjaði að vinna með landslagið,fyrir rúmlega tuttugu árum. Þá varð
landslagið mitt aðalviðfangsefni,“ segir
Arngunnur Ýr Gylfadóttir. Við göngum
um sýningu sem hún opnaði í Reykjavik
Art Gallery við Skúlagötu um liðna helgi;
í fremstu sölunum er aðalsýningin með
nýjum verkum frá liðnum árum, og í til-
efni fimmtugsafmælis listakonunnar, sem
var fagnað á opnun sýningarinnar, voru
einnig sett upp verk frá árunum þar á
undan í innri sölunum. Og svo kom í vik-
unni út vegleg bók um list hennar og
feril. Þetta eru litrík verk og mikil
stemning í þeim; en hvers vegna lands-
lag?
„Það höfðasr svo sterkt til mín,“ svarar
hún. Ég hef stundum reynt að vinna með
hreina abstraksjón en það á ekki við
mig, ég týnist bara. Ég finn ekki um
hvað myndin er. Ég vinn út frá landslag-
inu en fljótlega eftir að ég byrja á
myndunum fara þær út í umtalsverða
abstraksjón. Ég hef engan áhuga á að
gera raunsæislegar myndir en þarf upp-
hafspunkt sem ég finn í nátúrunni.“
Arngunnur hefur um árabil verið bú-
sett í San Francisco, ásamt eiginmanni
sínum sem er prófessor í kvikmyndagerð
við Kaliforníuháskóla, og tveimur börnum.
Þar hefur hún unnið markvisst að list
sinni og sýnt reglulega en hefur komið
hingað til lands á sumrin og verið á
fjöllum; starfað sem leiðsögumaður. Nú
er fjölskyldan farin að eyða hálfu árinu
hér, börnin komin í háskóla og mennta-
skóla og eiginmaðurinn vinnur að list
sinni. „Ég er mjög ánægð með þessa
breytingu, mér finnst yndislegt að geta
verið meira á Íslandi því hér er orka
sem ég finn ekki annars staðar,“ segir
Arngunnur.
En má ekki sjá áhrif frá hinu heim-
ilinu í verkunum; eru þetta ekki Kaliforn-
íulitir að einhverju leyti, í íslensku lands-
lagi?
„Jú, þetta sameinast í verkunum.“ Hún
hugsar sig um og segir síðan: „Ég hef
ekki áhuga á að gera „venjuleg“ lands-
lagsverk og af ásettu ráði mála ég mynd-
irnar ekki í „réttum“ litum. Það væri
auðvelt að gera hefðbundnar landslags-
myndir í jarðlitunum, sem margir vilja
hafa uppi á vegg, en það er búið og
gert. Þetta þarf að vera nýtt ferðalag.
Við myndlistarmenn erum sífellt að vinna
að því að endurtaka ekki það sem aðrir
hafa gert; ég hef engan áhuga á að gera
myndir eins og aðrir.
Hins vegar er mikið af skírskotunum í
aðra listamenn í myndunum mínum; það
er gaman að tefla ólíkum hugmyndum
saman. Ég hef til dæmis skoðað mikið
verk Kaliforníuljósmyndara á borð við
Ansel Adams og hef mikinn áhuga á
bandaríska myndlistarmanninum Philip
Guston.“ Hún gengur að einu verkinu og
einangrar með höndunum hluta for-
grunnsins þar sem formin eins og fléttast
saman. „Þetta er svona slumpugangur í
anda Gustons,“ segir hún. „Og hér er
þetta fjall sem er málað á hefðbundinn
hátt en svo leysist allt upp. Ég hef
áhuga á því sem gerist þegar þetta
flæðir svona yfir allt,“ hún slær út hend-
inni; „að vera með liti sem eru eins og
út úr kú en fara að virka í samhenginu,
þar byrja átökin! Þess vegna er ég oft
lengi með verkin. Þau geta byrjað þægi-
lega en svo fer ég að hrista upp í hlut-
unum og spennandi orka fer að koma inn
í þau.
Við fyrstu sýn kunna verkin að virka
glaðleg og létt, en þegar vel er að gáð
eru þau vonandi djúp og flókin.
Mér fannst yndislegt þegar einn gagn-
rýnandi sagði um myndirnar mínar að ég
laðaði áhorfandann inn í þær en sleppti
VIÐAMIKIL AFMÆLISSÝNING OG BÓK UM FERILINN
„Þetta þarf að vera
nýtt ferðalag“
SÝNING Á NÝJUM MÁLVERKUM ARNGUNNAR ÝRAR GYLFADÓTTUR
VAR OPNUÐ Í REYKJAVÍK ART GALLERY Á AFMÆLI HENNAR. HÚN SEGIST
FINNA UPPHAFSPUNKTA VERKANNA Í NÁTTÚRUNNI.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
„Ég hef ekki áhuga á að gera
„venjuleg“ landslagsverk og af
ásettu ráði mála ég myndirnar
ekki í „réttum“ litum,“ segir Arn-
gunnur Ýr. Í nýju bókinni er
áhersla lögð á landslagsverk
hennar síðustu tvo áratugi.