Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 45
öngum þeirra var hinum vísu mönnum álfunnar ljóst að efnahagslegur talnagrundvöllur aðgerðanna yrði að vera traustur. Þríeykinu var falið að sjá um þann þátt. Niðurstaða þess var sú, að miðað við aðgerðapl- anið yrði samdráttur efnahagslífsins í Grikklandi 2,6% árið 2010. Það myndi síðan vaxa um 1,1% árið 2011 og um önnur 2,1% árið 2012. Hagvaxtarfrávikið umrædda á Íslandi árið 2004 varð hreinn barna- leikur hjá Grikklandsfárinu í fráviki. Efnahags- samdrátturinn í Grikklandi 2010 varð mínus 4,5 en ekki mínus 2,6. Það varð ekki vöxtur um 1,1% árið 2011 eins og byggt var á heldur hélt samdrátturinn áfram og varð á því ári 6,9% og nú er gert ráð fyrir að samdráttur verði 6,5% á þessu ári í stað 2,1% vaxtar og enn verði samdráttur um 4,5% á næsta ári. Samanlagt og með samlegðaráhrifum eru þessar skekkjur óhugnanlegar í efnahagslegum skilningi. Reiknimeistararnir og hagfræðingarnir hjá hinum miklu stofnunum þríeykisins virðast ekki síður upp- litsdjarfir nú en áður og vísa brattir til frávika og af- brigða, sem hafi verið ófyrirsjánleg og auk þess benda þeir á fjölda fyrirvara sem finna megi víða í spáritum þeirra. En það er ekki mikil huggun fyrir Grikki í harmi þeirra. Því eftir þessari spágerð var farið eins og Guð hefði sjálfur gert hana, enda mun- aði ekki miklu í huga sanntrúaðra í ESB. Grikkir voru möglandi og bölvandi látnir marsera í gegnum hreinsunareldinn, og undir honum var einmitt kynt með haugum eldsmatar sem spáskýrslur þríeykisins voru drýgsti hlutinn af. Fyrrverandi aðstoðarfor- stjóri AGS sagði í vikunni að ekki hefði verið viðráð- anlegt að gera vitræna spá vegna þess geðveik- isástands sem verið hafði í Grikklandi. En svo vill til að grískar spár, gerðar í geggjuninni miðri, fóru miklum mun nær um raunveruleikann en plögg hins alvitra og allsráðandi þríeykis. Og það skorti heldur ekki viðvaranir um að þessi eina aðferð sem evru- landi í ógöngum stendur til boða, „gervigengisfell- ingarleið“ niðurskrúfaðs efnahagslífs, myndi hafa þær afleiðingar sem urðu. Sanntrúaðir efast aldrei Sumir virðast trúa því að takist með blekkingum og hótunum að þvinga Ísland inn í Evrópusambandið og síðar að gera evruna að þjóðarmynt Íslands, sem landið hefði samkvæmt gildandi reglum um myntina ekki heimild til að segja sig frá upp frá því, verði all- ur vandi Íslands úr sögunni. Sjálfsagt hafa þeir sömu á hinn bóginn ekki mikla trú á því að tekist hafi að flytja álfastein með „manni og mús“, ef nota má það um álfa, heim í túngarð Árna Johnsens í Eyjum. Og það er ekkert athugavert við að hafa nokkrar efa- semdir um þann búferlaflutning. Enn hefur þó ekk- ert handfast komið fram sem tekur af allan vafa um að álfarnir hafi orðið eftir þegar grjótið fór eða sá stóri steinn hafi verið álfum með öllu óviðkomandi eða hitt að álfar séu örugglega ekki til. Það gerir þeim sem vilja trúa sjálfsagt þægilegra að standa keikir í sinni trú. En um evruna er annað uppi. Efnahagsleg örlög fjölmargra þjóða á undanförnum árum sýna svo ekki verður um villst að ófært er að ætla sjálfstæðum þjóðum, og um margt ólíkum að auki, þótt á einu svæði séu, að lifa við eina og sömu mynt, án þess að upp úr sjóði. Annars staðar en á Íslandi er ekki leng- ur um þessar staðreyndir deilt. Þess vegna segja menn, sem búa sunnan við miðju alheimsins, að að- eins séu tveir kostir til. Annað hvort verði þjóðirnar að hverfa til eigin myntar, eða afsala sér fjárhags- legu fullveldi til miðstýrðs ofurríkis með höf- uðstöðvar í Brussel. Þeir sem „trúa á evruna“ þar syðra og vilja tryggja tilurð hennar og hinir sem vilja halda í þann hluta fullveldis, sem enn er eftir hjá ein- stökum ESB-löndum, eru sammála um þessar for- sendur. Það er bara á jarðarmiðjunni sjálfri, hér á Íslandi, sem tiltekinn hópur sér andstæðinga í hverju horni, en þó engan sem þeir hata og óttast eins og staðreyndirnar. En sagan sýnir að jafnvel hinir bardagafúsustu hafa staðreyndirnar aldrei undir, hversu illa sem þeir láta. Það er hægt að ham- ast á þeim, en þær fara ekki. Morgunblaðið/RAX 4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.