Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 32
KJÚKLINGUR MEÐ INDVERSKU ÍVAFI 1 heill kjúklingur (eða kjúklinga- bringur) 1 laukur 1 lítri vatn Laukurinn er skorinn í litla bita og settur í pott ásamt vatninu og kjúk- lingnum. Kjúklingurinn er svo soðinn í sirka 1 klst. Þegar kjúklingurinn er soðinn er kjötið hreinsað af beinum. Einnig má nota heilgrill- aðan kjúkling. 3 laukar 3 græn epli 50 gr smjör 5-6 msk kókosmjöl 1 ½ dl tómatsósa 1 msk piklis (sweet relish) 1 ½ msk rúsínur 1 ½ msk rabbab- arasulta ½ lítri kjúklingasoð- karrý eftir smekk Garam masala eftir smekk. Rjómi eftir smekk Laukur og epli skorið í litla bita. Smjör er brætt í potti og laukur, epli og kókosmjöl brúnað í smjörinu. Karrý, tómatsósu, piklis, sultu og rúsínum er bætt í pott- inn ásamt kjúklingasoðinu. Kjúklingurinn er settur útí ásamt smá rjómaslettu. Smakkað til með karrý og garam masala, má setja slatta. Ekki er síðra að gera réttinn daginn áður, því hann verður betri ef hann fær að malla vel. Gott meðlæti eru kókoshúðaðir bananar, rúsínur, nan brauð og ferskt salat. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012 Matur og drykkir É g þekki svo marga snillinga. Mér fannst kominn tími á að eitthvað af þessu góða fólki færi að kynnast,“ segir Stefanía Erla Ósk- arsdóttir sem nýlega bauð í óhefðbundið matarboð. Hún býr í notalegri, stílhreinni íbúð í Drápuhlíðinni ásamt kærasta sínum Hauki Hannessyni. Þar sem eldamennska er ekki sterkasta hlið Stefaníu hringdi hún í meistarakokk vinahópsins, Steinunni Pálmadóttur. Steinunn sá því um matreiðsluna en með dyggri aðstoð húsfreyjunnar. „Lykillinn að góðu kvöldi er að maturinn sé ljúffengur og ég vildi líka síður eitra fyrir gestina mína,“ segir Stefanía og hlær. Hún segist hafa haft smá áhyggjur fyrir boðið, hvort gestirnir, sem rétt könnuðust hver við annan, myndu ná saman. En þegar vinirnir fóru að tínast inn gleymdi hún öllum áhyggjum. „Við hlógum svo mikið að ég fékk illt í magann. Ég get ekki beðið eftir að halda næsta matarboð, með hjálp Steinunnar auðvitað.“ VINKONAN ELDAÐI OFAN Í GESTINA Óhefðbundið matarboð STEINUNN PÁLMADÓTTIR TÓK VEL Í ÞAÐ ÞEGAR VIN- KONA HENNAR BAÐ HANA AÐ ELDA MAT OFAN Í GESTI SÍNA OG REIDDI FRAM KJÚKLING OG DÝRINDIS MEÐLÆTI Ingibjörg Friðriksdóttir if@mbl.is NAAN BRAUÐ MEÐ MANGO CHUTNEY 200 ml mjólk 2 msk sykur 1 poki þurrger 600 gr hveiti 1 tsk salt 2 tsk lyftiduft 4 msk ólífuolía 1 dós hrein jógúrt (180g) 1-2 msk maldon-salt 1-2 msk garam masala (helst frá Pottagöldrum) Mango chutney Rifinn ostur (pizza ostur) Setjið ger og sykur saman í skál og hellið mjólk yfir. Blandið síðan hveiti, salti, lyftidufti, olíu og jógúrt saman við ger- mjólkina. Hnoðið deigið þar til það verður mjúkt og bætið við hveiti ef ykkur finnst það og blautt. Látið deigið hefast í skál í 1 klst. yfir heitu vatni. Hitið ofninn í 275°C eða 210-220 blástur. Blandið krydd- inu og saltinu saman á diski. Skiptið deiginu í 10 -12 hluta og fletjið þunnt út, þrýstið deiginu ofan í kryddblönduna. Smyrj- ið góðu mango chutney á deigið og dreifið osti yfir. Raðið brauðunum á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið þau í 5-7 mínútur. Berið strax fram meðan brauðin eru heit. BAILEYS ÁVEXTIR Í MARENGSHJÚP 2 kiwi 2 bananar 1 grænt epli 300-500 gr græn vínber Má nota hvaða ávexti sem er í viðbót, appelsínu, bláber, jarðarber. Sósa 30 grömm smjör 100 grömm suðursúkkulaði 1 ½ dl baileys líkjör 50 grömm hreinn rjómaostur 1 dl rjómi Marengs: 3 eggjahvítur 4 msk sykur Ávextirnir eru skornir í í litla bita og þeir settir í eldfast mót. Smjör og súkkulaði er brætt í potti við vægan hita og síð- an Baileys, rjómaosti og rjóma bætt útí súkkulaðismjörið. Hellið sósunni yfir ávextina. Skiljið eggjahvítur frá rauðum, mikilvægt er að passa að engin skurn né eggjarauða sé í hvítunum. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar þar til þær eru léttar og ljósar en sykrinum er bætt smátt og smátt við. Marengsinn er smurður yfir ávextina. Bakað við 200 gráð- ur í sirka 5 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn fallega gullinbrúnn. Húsfreyjan var til aðstoðar í eldhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.