Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 56
Í nýrri skáldsögu Ólafs Gunnarssonar,Málaranum, koma fölsunarmál allmikiðvið sögu og þar á meðal nafn hollenska málarans Han van Meegeren, sem er sennilega frægasti málverkafalsari sög- unnar. Þeir sem vilja kynna sér sögu Van Meegeren ættu að lesa hina stór- skemmtilegu bók The Forger’s Spell eftir Edward Dolnick. Van Meegeren var vinsæll listmálari á sínum tíma en gagnrýnendur og listfræð- ingar höfðu lítið álit á verkum hans. Van Meegeren var algjörlega ósammála því áliti og leit á sig sem mikinn listamann. Tvennt varð þess valdandi að Van Meege- ren ákvað að gerast málverkafalsari: græðgi og hefnd. Hann vildi leika á þá list- gagnrýnendur sem höfðu gert lítið úr verkum hans. Það tókst honum. Þegar fölsuð Vermeer- málverk hans kom- ust í umferð áttuðu gagnrýnendur og listfræðingar sig engan veginn á því að um falsanir væri að ræða heldur sögðu þessar myndir vera stórkostlegan fund. Þessi áður týndu málverk Vermeer, sögðu þeir, vörpuðu algjörlega nýju ljósi á feril meistarans og tækju jafnvel öðrum myndum hans fram. Þetta álit var stór- furðulegt þegar haft er í huga að fölsuðu málverkin voru svo illa gerð og ljót að ekki hefði átt að fara framhjá nokkrum manni að þau voru fölsuð. Hermann Göring var einn þeirra sem létu blekkjast og skipti á 137 málverkum úr einkasafni sínu fyrir eina Vermeer- mynd, sem hann frétti svo skömmu fyrir dauða sinn að væri fölsuð. Falsaranum tókst það ætlunarverk sitt að blekkja listaheiminn en hann slapp ekki frá réttvísinni. Árið 1947 var hinn 58 ára gamli Van Meegeren handtekinn og ákærður fyrir falsanir. Meðan hann var í haldi málaði hann mynd í anda Vermeer til að sanna að hann hefði raunverulega falsað myndir eftir meistarann. Í réttarsal sagði hann: „Ég vildi hefna mín á lista- heiminum sem gerði lítið úr mér.“ Van Meegeren var dæmdur til eins árs fangelsisvistar en lést úr hjartaáfalli áður en til fangelsisvistar kom. Hann dó sem hetja. Í huga almennings var hann mað- urinn sem lék á Göring. Orðanna hljóðan MAÐUR- INN SEM LÉK Á GÖRING Han van Meegeren, Stefán Pálsson sagnfræðingur er höf-undur hinnar óvenjulegu fræðibókar,ð ævisaga, en þar er rakin saga þessa merka bókstafs. Meðhöfundar Stef- áns eru þrír grafískir hönnuðir Anton Kal- dal Ágústsson, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Ingi Farestveit. „Saga þessa bókstafs er heillandi,“ segir Stefán. „Ég hef alltaf haft gaman af sagn- fræðirannsóknum þar sem menn taka það litla og hversdagslega og benda á að það eigi sér merkilega sögu. Þessi stafur, ð, eins íslenskur og við teljum hann vera, er fyrst og fremst hjá okkur fyrir tilstilli út- lendinga. Upphaflega er hann engilsax- neskur og Íslendingar taka hann upp snemma á 13. öld. Þegar nágrannaþjóð- irnar hætta síðan að nota ð þá hættum við því líka. Undir eðlilegum kring- umstæðum hefðu þetta verið lokin á sög- unni um ð. Tveir einstaklingar valda því að end- urreisn ð -sins verður möguleg. Annar er enskur biskup, Matthew Parker, sem El- ísabet Englandsdrottning gerði að biskupi af Kantaraborg. Hann var ötull við að búa gamla engilsaxneska texta til prentunar og lagði áherslu á að prenta bæði þ og ð. Um langt skeið hafði þessi endurupptaka á ð-inu ekki sérstök áhrif hér á Íslandi. Þá kom til sögunnar Rasmus Kristján Rask, sá mikli velgjörðarmaður íslenskrar tungu.“ Hver eru þessi miklu áhrif Rasmus Kristjan Rask? „Áhrif Rask á nútímaíslensku eru mjög mikil. Í byrjun 19. aldar var stafsetning talsvert einstaklingsbundinn og menn settu sér sínar eigin réttritunarreglur. Rask var tungumálaséní sem á unglingsaldri varð sér úti um eintak af Heimskringlu og danska þýðingu af henni og las þessar tvær bækur samhliða. Þannig lærði hann íslensku án þess að hafa nokkru sinni hitti Íslending. Seinna kynntist hann Íslend- ingum, var boðið hingað til lands og kom að því að stofna Hið íslenska bókmennta- félag sem gaf út Skírni og bækur sem urðu til að staðla tungumálið. Rask skrifaði kennslubækur í réttritun fyrir ungmenni og komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að skjóta inn þessum sérkennilega staf, ð- inu. Þetta var í samræmi við þá trú hans að hlutverk Íslendinga í heiminum væri að halda lifandi hinu gamla fornritatungumáli. Félagar hans í bókmenntafélaginu voru ekkert hrifnir af þessu. En Rask tók því yfirleitt illa að vera mótmælt þannig að að lokum var þetta látið eftir honum. Menn litu svo á að þeir skulduðu honum það að hann ætti einn bókstaf í íslenska stafróf- inu. Eftir það varð ekki aftur snúið og ungt fólk fór að nota ð. Það þótti bera vott um að menn væru menntunarsnauðir ef þeir gerðu það ekki.“ Þú rekur þessa sögu svo frá upphafi og til nútímans. „Já, og í nútímanum eru vandamál með ð í sambandi við tölvukerfi, net, textavarp og gsm-síma. Stafurinn ð vekur enn heitar tilfinningar. Grafískir hönnuðir sem telja sig sjá vitlaust hannað ð geta orðið ansi gramir. Hönnuðir sem hafa staðið vörð um ð-ið og barist fyrir tilverurétti þess á er- lendum stafaþingum eru afar stoltir af framgöngu sinni. Aðrir telja svo að notkun á ð-i sé ósiður og eðlilegt að fella stafinn niður með öllu. Allt þetta rek ég í bókinni. Ég nýt svo ríkulegrar aðstoðar meðhöf- unda minna, grafískra hönnuða, sem hafa viðað að sér miklum fjölda af dæmum og sýnishornum um prentun á ð-i og leitað fanga í skjalasöfnum erlendra prentsmiðja.“ STEFÁN PÁLSSON SEGIR BÓKSTAFINN Ð EIGA SÉR HEILLANDI SÖGU Ævisaga um ð Stefán Pálsson „Ég hef alltaf haft gaman að sagnfræðirannsóknum þar sem menn taka það litla og hversdagslega og benda á að það eigi sér merkilega sögu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg STEFÁN PÁLSSON SAGNFRÆÐ- INGUR HEFUR SKRIFAÐ FRÆÐIBÓK UM STAFINN Ð. Orðabókum og Íslensku orðsifjabókinni er nauðsynlegt að lesa í annað slagið. Einnig Litafræði Goethe, bók um litina, sem er full af visku og póesíu. Arketyper och drömmar – valda skrifter eftir C. G. Jung hefur reynst mér vel, svo og I Ching, or Book of Changes. Bókmenntaverk eins og Austurlenskar sögur eftir Marguerite Yourcenar í þýðingu Thors Vil- hjálmssonar er sígilt uppáhald, sögurnar nýjar og gamlar í senn. Laxness hef ég lesið og endurlesið og þá helst Ís- landsklukkuna, Sölku Völku, Heimsljós, Sjálf- stætt fólk, Atómstöðina, Kristnihaldið og Kvæðakverið. Faðir og móðir og dulmagn æskunnar eftir Guðberg Bergsson er ljóðræn og sjónræn eins og myndlistarverk. Missir Guðbergs er líka frábært verk. Saga Matthíasar Jochumssonar eftir Þórunni Erlu- Valdimars- dóttur gaf mér 19. öldina með blíðum róm og gáfum. Klámskáldverk Þórunnar og Megasar Dagur kvennanna, ástarsaga, er fjölleshæf og afar fyndin Reykjavíkursaga. Þar sem það er séð, ljóðabók eftir Þorgeir Kjartansson, hef ég lesið oftar en aðrar. Umbreytingar Óvíds í þýðingu Kristjáns Árnasonar er unaðs- lestur. Bhagvad Ghita les ég líka annað slagið, en það er óend- anlega dulmagnað rit. Ævisögur geta verið gefandi. Nokkrar hafa skipt mig meira máli en aðrar, Miles Davis, The Autobiography, er ein þeirra, Mitt liv eftir C. G. Jung, Francis Bacon, Anatomy of an Enigma, og Caravaggio, ett liv eftir Helen Langdon. Í UPPÁHALDI ERLA ÞÓRARINSDÓTTIR MYNDLISTARMAÐUR Erla Þórarinsdóttir á margar og fjölbreyttar uppáhaldsbækur. Morgunblaðið/Sverrir Þórunn Erlu Valdimarsdóttir BÓK VIKUNNAR Þessa vikuna er Hárið eftir Theodóru Mjöll og Sögu Sig í efsta sæti metsölulista Eymundsson. Þar eru sýndar rúmlega 70 greiðslur fyrir sítt og millisítt hár. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Árið 1830 gaf Rask út lestrarkver fyrir íslensk börn með ð-i. Eftir það varð ekki aftur snúið. 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.