Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 24
*Heimili og hönnunBarnaherbergi eru lifandi og litrík rými og Fröken Fix gefur góð ráð um hönnun þeirra »26 Íslenskir hönnuðir hafa verið að vinna sífellt meira með íslenskan menningararf íhönnun sinni síðustu ár. Það mikið að menningararfurinn og birtingamynd hans í ís-lenskri hönnun var gerður að umræðuefni á málþingi sem Hönnunarmiðstöð Íslands stóð fyrir á dögunum. Veitti dagskráin innblástur að þessum myndaþætti. Það hefur áreiðanlega sitt að segja um þessa þróun að í meira en áratug hafa útskrifast hönnuðir sem eru alfarið menntaðir hérlendis, með tilkomu Listaháskóla Íslands. Það er að mörgu leyti nærtækt að leita í þjóðararfinn og virðist fylgja aukinni hnattvæðingu; eftir því sem heimurinn opnast þá skapast ákveðin hætta við að sérkenni tapist og fólk leitar til fortíðar að því hvað einkenni okkur sem hóp. Þetta var byrjað fyrir kreppu en eftir hana virðast ennþá fleiri hönnuðir fá innblástur úr þessari átt. Útkoman er þó sérlega mismunandi eins og meðfylgj- andi myndir gefa til kynna. Til að taka eitt nákvæmara dæmi má nefna bentey-kollinn eftir Ragnheiði Ösp sem er með hönnunarfyrirtækið Umemi. Í kollinum tekur hún fjöldaframleidda vöru úr ódýrum efnivið og gefur henni persónuleika og verðmæti með útsaumuðu viðbótinni. „Ég leitaði í gamalt handverk í verðmætasköpuninni og fann þetta fallega krosssaumsmynstur sem er partur af gömlu og stærra mynstri, “ segir Ragnheiður Ösp og út- skýrir að með því að fræsa göt í setuna og sauma mynstrið í gegnum hana með lopa breytist áhrif og gildi fjöldaframleidda kollsins. „Þar að auki verður setan mýkri og þægilegri,“ segir hún en krosssaumur er íslensk hefð og ítrekar hún að blómið sé úr íslensku mynstri. Aðrir hönnuðir sem hér eru nefndir vinna með menningararfinn í þess- um dæmum sem hér eru tekin. Þeir fá innblástur úr fortíðinni en gera hönnunina að sinni með nýjum útfærslum af gömlum hugmyndum, hlutum eða jafnvel dýrum. Ólöf Jakobína Ernudóttir hannaði þessa skemmtilegu límmiða sem byggðir eru á mynd sem margir þekkja. Með útfærslunni hafa þessi fallegu orð náð að prýða enn fleiri heimili. Haförninn er magnaður og líka þetta teppi frá Vík Prjónsdóttur en fyrirtækið leitar gjarnan í söguna og íslenska umhverfið í hönnun sinni. Hönnuðurinn Almar Alfreðsson hefur gert afsteypur úr gifsi af göml- um koparplatta með lág- mynd af Jóni Sigurðssyni í öllum regnbogans litum. Farmers Market kom á mark- aðinn með nýja tegund lopa- peysu, byggða á gömlum grunni en með hönnunarnýjungum, sem hefur slegið rækilega í gegn. Sýningin FoodWork er sjálfstætt verkefni átta norskra hönnuða og er sýningin hluti af Tokyo De- sign Tide 2012, sem fram fer dagana 31. október til 4. nóvember. Eins og titillinn gefur til kynna snýst sýningin um ýmislegt tengt mat; hvernig á að geyma hann, und- irbúa hann, sýna hann eða borða, svo eitt- hvað sé nefnt. Gripirnir eru norskir og hannaðir fyrir hversdagsnotkun í Noregi. Innblásturinn kemur hins vegar frá japanskri menningu, eða öllu heldur skilningi hönnuðanna á því hvað japönsk menning er. Hönnuðirnir hafa reynt að búa til norska hluti sem gætu átt rétt á sér í japönsku lífi. Takmark þeirra er að fá innblástur frá því hvernig gripirnir leggjast í heimamenn í Tókýó og læra af viðtök- unum. ingarun@mbl.is Tue eða „þúfa“ er heiti á hitaplöttum úr pottjárni eftir Petter Skogstad. Ljósmynd/Lars Petter Pettersen Kross- saumsstóll Ragnheiðar Aspar. ÍSLENSKUR MENNINGARARFUR OG BIRTINGAMYND HANS Í ÍSLENSKRI HÖNNUN Innblástur úr fortíðinni Geirfuglskertið hönnuðu Snæfríð Þorsteins og Hildi- gunnur Gunnars- dóttir. Þegar kertið brennur upp má segja að það sé útdautt, rétt eins og fuglinn sjálfur. ÍSLENSKIR HÖNNUÐIR LEITA Í AUKNUM MÆLI Í RÆTURNAR OG ÞJÓÐARARFINN Í HÖNNUN SINNI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Glerílát fyrir mat. Hönnun Cathrine Maske. Fyrir daglegt líf Hönnun Anderssen & Voll á þessum salt- og piparstaukum er innblásin af origami. Falleg kaffikanna úr korki, keramik og leðri eftir Kristine Bjaadal. NORSK HÖNNUN Í TÓKÝÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.