Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 34
Hold the
Button
Hér er á
ferðinni
smáforrit
sem án efa
getur eytt
löngum
tíma fólks
við símann.
Smáforritið
gengur út á
að halda
fingri á
takka eins lengi og þolinmæðin
endist. Þeir allra þolinmóðustu eiga
svo möguleika á að komast á takka-
haldaraheimslistann.
Haltu takkanum inni
Þau eru mörg til smáforritin fyrir snjallsíma og stöðugt að bætast ný við. Mörg þeirra koma að góðu gagni og
sum eru í daglegri notkun hjá þeim sem hafa tileinkað sér snjallsíma. Önnur eru þess eðlis að ekki er gott að
átta sig á tilganginum með þeim eða yfirhöfuð hvað varð til þess að sá sem bjó þau til gekk til þess verks.
Sunnudagsblaðið fjallar hér um fjórtán smáforrit eða öpp eins og þau nefnast í daglegu tali. Forritin eru mis-
jafnlega gagnleg en höfundi reyndist þó erfitt að sjá tilgang og nytsemi af þeim flestum.
Facebook-appið er líklega eitt
mest notaða snjallsímaforritið í
dag. En þau eru mörg til sem
virðast hafa minna notagildi og
stundum sérkennilegan tilgang.
Morgunblaðið/Ernir
Sum til lítils gagns
MEÐ TILKOMU SNJALLSÍMA ER HÆGT AÐ HAFA ALLSKYNS FORRIT MEÐ SÉR Í DAGLEGU
LÍFI Í EINU LITLU TÆKI. EN SUM ÞEIRRA VIRÐAST EKKI FRAMLEIDD TIL MIKILS GAGNS.
Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is
SMÁFORRIT FYRIR SNJALLSÍMA
*Græjur og tækniBlandarar eru algeng eldhúsgræja en hvað þarf að hafa í huga þegar fjárfest er í einum slíkum? »36
Pimple Popper Fyrir þá sem hafa
ekkert nytsamlegt að gera gæti smá-
forrit sem gengur út á að kreista
graftarbólur á skjánum verið frábær
lausn. Þú færð andlit á símann og átt
að finna bólu á viðkomandi. Síðan
þarftu að bíða eftir að hún stækki og
þá kreista hana þar til hún springur.
Kreistu bólur
í símanum
X-Ray Scanner Ef þig hefur lang-
að að sjá eigin beinabyggingu þá er
röntgen-appið lausnin fyrir þig.
Með einföldum hætti getur þú tek-
ið röntgenmyndir af sjálfum þér og
séð hvort allt sé í lagi. Þú einfald-
lega tilgreinir af hvaða líkamsparti
þú ætlar að taka röntgenmynd og
smellir af.
Taktu röntgenmynd
af þér
Virtual
Zippo Lig-
hter Zippo
kveikjara-
appið virð-
ist vera eitt
af þeim allra
tilgangslaus-
ustu á
mark-
aðnum
nema kannski fyrir þá sem vilja
hætta að reykja.
Með Zippo-kveikjarann í síman-
um er hægt að kveikja eld, blása á
hann og leika ýmsar kúnstir.
Langar þig í
síma-Zippo?
Drink Blood Nú er lítið mál að fá
sér ímyndaðan blóðsopa úr síman-
um. Þegar blóðþorstinn sækir að
þá leysir blóð-appið málið fljótt og
vel.
Hver tilgangurinn með smáfor-
ritinu er verður ekki kveðið upp úr
um hér en ljóst er að sá sem bjó
það til hefur haft eitthvert mark-
mið.
Langar þig í blóðsopa?
Popcorn Það þarf varla að deila um
nytsemi popp-appsins. Nú er hægt
að láta símann poppa með því að
hrista hann aðeins til. Hægt er að
næla sér í eitt og eitt poppkorn eða
hreinlega hella öllu úr. Vissulega lúx-
us fyrir þá sem elska poppkorn.
Er ekki popp-appið
málið?
Kissing Test Fyrir þá sem vilja vita
um kossahæfni sína þá getur síminn
komið að góðum notum. Kossa-
appið er án efa einnig gagnlegt fyrir
þá sem vilja æfa sig í þessum efnum.
Hægt er að kyssa símann aftur og
aftur og fá umsögn í hvert skipti.
Kysstu snjallsímann
þinn
Zombie Booth Uppvakninga-
appið breytir ljósmyndum af fólki í
uppvakninga. Síðan getur þú leikið
þér með fingrinum við þá á skján-
um. Forritið skynjar fingurgóm og
uppvakningurinn reynir að éta af
þér fingurinn með blóðugum af-
leiðingum.
Breyttu vini í
uppvakning
RunPee Hér er á ferðinni smá-
forrit sem segir þér hvenær hentar
best að kasta af sér þvagi í bíó. Þú
einfaldlega stillir á það á hvaða
mynd þú ert og síminn segir þér
hvenær það hentar best og segir
þér af hverju þú misstir þegar þú
kemur aftur.
Þarftu oft að
pissa í bíó?
Drunk
Dialer Það
er óþarfi að
sjá eftir því
aftur að hafa
hringt í ein-
hvern eða
sent smá-
skilaboð þeg-
ar áfeng-
ismagnið í
blóði hefur
tekið völdin. Þú velur þá sem þú
vilt ekki hafa samskipti við meðan á
djammi stendur og síminn passar
upp á mannorðið.
Séð eftir símtali
drukkinn?
Fake-an-Excuse Ef þú ert í sím-
tali og orðinn þreyttur á viðmæl-
andanum getur þú notað smáforrit
sem gefur þér ráð um afsakanir til
að slíta samtalinu. Þegar ástandið
er orðið þannig að þú vilt virkilega
losna biður þú símann um góða af-
sökun og málið er leyst.
Viltu losna úr símtalinu?
Fart App Til er smáforrit fyrir
snjallsíma sem framkallar vind-
gangshljóð. Útgáfurnar eru sextíu
talsins þannig að fyrir sérstaka
áhugamenn um vindgang þá er
þetta klárlega smáforritið, sér-
staklega ef þú vilt angra samstarfs-
fólk eða skólasystkini.
Smáforrit sem
leysir vind
Friend Finder Til er smáforrit
sem gerir vinum þínum kleift að sjá
hvar þú ert öllum stundum. Með
hjálp Google geta þeir séð stað-
setningu þína á rauntíma. Gæti
hentað fyrir pör sem treysta ekki
hvort öðru eða fyrir foreldra til að
finna börn sín.
Viltu ekki eiga
neitt einkalíf?
Bottle Ope-
ner Það er
óvíst að mað-
ur sjái ein-
hverntíma til-
ganginn, en
verkefnið er
ekki flókið og
tiltölulega
skýrt. Fáðu
þér gosflöskutappa-appið og eyddu
dýrmætum tíma með snjall-
símanum þínum við að losa tappa
af gosflöskum með fingrinum.
Gosflöskutappa-appið