Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 4
Þeir 67 virkjunarkostir sem þings- ályktunartillagan nær til skiptast þannig að 16 kostir eru í orkunýting- arflokki, 31 í biðflokki og 20 í vernd- arflokki. Þá er áætluð orkuvinnslu- geta í orkunýtingarflokki um 8,5 teravattstundir, í biðflokki 12,5 og í verndarflokki 11,3. Núverandi orku- vinnsla á Íslandi er um 17 teravatt- stundir. „Þessi skipting milli nýtingar-, bið- og verndarflokka segir þó ekki alla söguna, því mjög margir kostir í nýt- ingarflokki, til dæmis jarðvarmi á Reykjanesi – eru ekki sérlega langt komnir og mun taka tíma að hrinda áformum þar í framkvæmd. Óvíst er hvort af sumum þeirra getur orðið,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þeir kostir, sem ráðherrarnir færðu úr nýtingarflokki í biðflokk, voru hins vegar vatnsaflsvirkjanir, sem eru langt komnar, og unnt væri í sumum tilvikum að koma verkefnun- um fljótt í gang.“ Þá segir hann að hafa beri í huga að sé virkjunarkostur flokkaður í nýt- ingarflokk feli það ekki í sér að hann sé þar með kominn á koppinn. „Þessi flokkun breytir engu um að það þarf öll leyfi, rannsóknaleyfi, fram- kvæmdaleyfi, virkjanaleyfi, leyfi skv. skipulagi, mat á umhverfisáhrifum og allt þetta til þess að dæmið gangi upp. Þetta er í mörgum tilvikum eftir varðandi jarðvarmavirkjanirnar í nýtingarflokki, en mun meira hefur verið klárað varðandi ofangreinda kosti í vatnsafli, sem færðir voru úr nýtingu í bið, ekki síst virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Tillaga ráðherranna, sem breytti niðurstöðum verkefnisstjórnar og faghópa, var því að þessu leyti til þess fallin að stuðla að stöðnun eða a.m.k. afar hægri uppbyggingu á þessu sviði. Og öllum er ljóst að það byggist á pólitík en ekki vísindum.“ Stuðlar að stöðnun Það hefur valdið miklum skjálfta á Alþingi að sex virkj- unarkostir, Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun, Hvamms- virkjun, Skrokkölduvirkjun, Hágönguvirkjun 1 og Há- gönguvirkjun 2, voru færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. Svandís Svavarsdóttir sagði er hún kynnti þingsályktun- artillöguna að það væri „með vísan til ákveðinna varúðar- sjónarmiða og nýrra upplýs- inga“. Stjórnarandstaðan hef- ur haldið því fram að þar hafi pólitíkin spilað inn í og Sam- fylkingin hafi ekki þorað að taka slaginn við Vinstri-græna. Þing- maður Samfylking- arinnar sagði í samtali í gær að Vinstri-grænir hefðu sagt að „þetta væri þeirra ESB“. Mikil ólga er í þingflokkiSamfylkingarinnar vegnarammaáætlunarinnar sem til stendur að keyra í gegnum þing- ið. Sex þingmenn gerðu fyrirvara þegar tillögu ráðherra var siglt í gegnum þingflokkinn í vor, en í henni fólst að sex virkjunarkostir yrðu færðir úr nýtingarflokki yfir í biðflokk. En flokksforystan lætur engan bilbug á sér finna, enda láta vernd- unarsinnar til sín taka innan þing- flokksins og þrýstingurinn er mikill frá Vinstri grænum. Eins og einn þingmaður Samfylkingarinnar orð- aði það í samtali í gær: „Þetta er auðvitað pólitískt samkomulag. Þeir [Vinstri grænir] hafa sagt að þetta sé þeirra ESB og þeir geti ekki far- ið í kosningar nema þetta sé svona.“ „Ég á von á því að þingsályktun- artillagan verði tilbúin í næstu viku, þannig að umræður fari hugsanlega fram í þarnæstu viku, án þess ég geti lofað neinu um það,“ segir Mörður Árnason, sem fer fyrir mál- inu af hálfu Samfylkingarinnar. Hvað þýðir „bið“? Samkvæmt heimildum innan Sam- fylkingarinnar leggur Mörður upp með að hægt sé að sætta sig við að taka virkjanakosti úr nýtingarflokki og setja þá í biðflokk, en hvorki sé ásættanlegt að þingið færi kosti úr biðflokki í nýtingu né vernd. Og hann liggur ekkert á því í samtölum að hann muni mæla fyrir óbreyttri tillögu frá ráðherrunum, þar sem virkj- anakostirnir sex verði í bið- flokki. Einn þingmaður Sam- fylkingarinnar var spurð- ur hvað það þýddi að færa kosti í biðflokk – hvort það væri bið eftir nýrri ríkisstjórn? „Nei. Og það er algjör misskiln- ingur að málið sé fyrst núna að verða pólitískt. Það varð það um leið og menn fóru að setja virkj- anakosti ýmist í nýtingu eða vernd.“ Mest er í húfi í neðri Þjórsá. Landsvirkjun hefur lagt mikla vinnu í að undirbúa virkjanir þar og um- hverfismat liggur fyrir, þannig að hægt væri að ráðast í framkvæmdir á skömmum tíma. En líklegt er að nokkrir úr hópi sexmenninganna muni sætta sig við að þær virkjanir fari í biðflokk á þeim forsendum að rannsaka þurfi áhrif þeirra á laxa- stofninn í Þjórsá. En ekki býr djúp sannfæring að baki, eins og fram kemur í máli þingmanns Samfylkingarinnar er hann er spurður, hvers vegna slíkar rannsóknir voru ekki gerðar í sum- ar. „Auðvitað er þetta skálkaskjól líka. Og sjálfsagt eru einhverjir að kaupa sér tíma og láta umhverf- ismatið renna út.“ Líklega samþykkt á þingi Sexmenningarnir sem voru í and- stöðu við tillöguna í vor eru Árni Páll Árnason, Björgvin G. Sigurðs- son, Helgi Hjörvar, Kristján L. Möller, Sigmundur Ernir Rún- arsson og Össur Skarphéðinsson. Líklegastir tl að greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögunni eru Kristján L. Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson, enda leiðir Krist- ján starf atvinnuveganefndar sem vildi hafa rammaáætlunina að mestu í upphaflegri mynd. Málið var tekið af þeirri nefnd þegar ágreiningur kom upp á milli stjórn- arflokkanna og fært til umhverf- isnefndar, þannig að verndunar- sjónarmiðin fengju meiri hljóm- grunn. Útlit meirihlutans óljóst Andrúmsloftið í Samfylkingunni er sérstaklega viðkvæmt út af flokks- vali sem stendur yfir þessa dagana. Það togast því eflaust á í þing- mönnum flokksins hvort þeir sætt- ist við forystuna, taki slaginn eða sitji hjá. Helgi Hjörvar segist til að mynda vilja sem breiðasta sátt, en mun styðja tillögu stjórnarinnar. Hvernig sem fer virðist fátt geta komið í veg fyrir að þingsályktun- artillagan verði samþykkt á Alþingi, enda nýtur hún stuðnings smærri flokksbrota. Það kom fram hjá Merði Árnasyni í vikunni að hann taldi meirihluta að baki tillögunni en sagðist ekki vita nákvæmlega hvernig sá meirihluti liti út. Urriðafoss sem virkjunin er kennd við, en stíflan verður um 1.500 metrum frá þjóðvegi eitt. Morgunblaðið/RAX „ÞEIRRA ESB“ Svandís Svavarsdóttir „Misskilningur að málið sé fyrst núna að verða pólitískt“ ÓVÍST HVERNIG SEX ÞINGMENN SAMFYLKINGAR GREIÐA ATKVÆÐI UM RAMMAÁÆTLUN. ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGAN LÖGÐ FRAM ÓBREYTT. „SKÁLKASKJÓL“ AÐ FÆRA SEX VIRKJANAKOSTI ÚR NÝTINGARFLOKKI YFIR Í BIÐFLOKK. Með Hvammsvirkjun tengist 900 langur fráveiturskurður farveginum. Búðafoss hljóðnar og hluti Árness fer undir vatn með Holtavirkjun. Helgi Hjörvar Kristján L. Möller Árni Páll Árnason Sigmundur Ernir Rúnarsson Össur Skarphéðinsson Björgvin G. Sigurðsson * „Það er mjög óljóst með framhald rammaáætlunar í þinginuþví það er hver höndin uppi á móti annarri í flestöllum flokkum, nema kannski Sjálfstæðisflokknum.“ Þór SaariÞjóðmálPÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012 Birgir Ármannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.