Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012
Þegar næðir inn um hverja glufu
er gott að halla sér aftur með góða
bók. Eins og bókalisti vikunnar á
bókaopnu blaðsins sýnir glöggt er
fjölbreytnin mikil sem endranær.
Bækur um jafn ólík efni og hár-
greiðslur, drauga, knattspyrnu, líf
án maka og limrur verma efstu
sætin.
Ef listinn yfir allar bækur er
skoðaður sést að þar færist
mömmuklám E.L. James neðar
eftir því sem jólabókunum fjölgar
í hillum verslana og titlar úr ólík-
um áttum raða sér í efri sætin.
Limrubók Péturs Blöndal vermir
6. sæti listans og er í öðru sæti á
eftir Húsi Stefáns Mána á lista yf-
ir innbundin skáldverk, ljóðabæk-
ur og hljóðbækur. Bókin Hárið
eftir Theodóru Mjöll Skúladóttur
með myndum eftir Sögu Sigurð-
ardóttur vermir toppsætið á list-
anum yfir allar bækur að þessu
sinni, en í blaði dagsins fáum við
leiðbeiningar um hárgreiðslu upp
úr bókinni.
Þótt við getum sannarlega yljað
okkur við góðar bækur úr ýmsum
áttum þá er vert að hafa í huga að
maður er manns gaman. Bækur
og blöð eru góð til síns brúks en
koma ekki í staðinn fyrir nærveru,
samtöl og vináttu.
Þegar veðurguðirnir sýna mátt
sinn er tækifæri til að þjappa sér
saman og ef til vill leyfa kertaljósi
að njóta sín. Ljósið getum við not-
að til að minna okkur á að það
hafa ekki allir komist heilir frá
duttlungum íslenskrar veðráttu. Í
gegnum tíðina hafa sem betur fer
ófáir notið liðsinnis björgunar-
sveita og slysavarnafélaga víða
um land við að komast niður af
fjöllum og losna úr óbyggðum.
Með því að festa kaup á lítilli
lyklakippu – Neyðarkalli – styrkj-
um við sjálfboðið starf fólks sem
hættir sér út í hvaða veðri sem er
allan ársins hring. Þeim pen-
ingum er vel varið.
RABBIÐ
Kúrt í hvassviðri
Eyrún Magnúsdóttir
Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin er löngu búin að festa sig í sessi sem hápunktur tónlistarársins á Íslandi. Sköpunarkrafturinn er jafnan þar allsráðandi en í
ár hafa önnur náttúruöfl sett sinn svip á hátíðina, nefnilega rokið. Kapphlaupið er venjulega mikið milli tónleika en í þetta skiptið hefur fólk hreinlega fok-
ið milli staða. En inni er stuð og stemning sem fyrr og besta ráðið er að dansa eða slamma sér til hita. Hljómsveitin Sykur hélt svo sannarlega uppi stuð-
inu í Silfurbergi í Hörpu en á meðfylgjandi mynd sést söngkona sveitarinnar fara á kostum. Hátíðin í ár er haldin um tveimur vikum síðar en venjulega en
þessi tilfærsla þýðir vonandi ekki að fyrsti gesturinn sem bóki sig á hátíðina í framtíðinni verði kuldaboli eða einhver af hans félögum. ingarun@mbl.is
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/Styrmir Kári
ROK OG RÓL Í BÆNUM
ICELAND AIRWAVES-HÁTÍÐIN SETUR MARK SITT Á LÍFIÐ Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR ÞESSA HELGINA OG SÖMULEIÐIS
ROKIÐ. SKÖPUNARKRAFTURINN SEM EINKENNIR HÁTÍÐINA ER ALLTAF SÁ SAMI OG FÓLK DANSAR SÉR TIL HITA.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Óperukórinn í Reykjavík
Hvar? Langholtskirkja
Hvenær? Kl. 17.00
Nánar? www.operukorinn.is
Petite Messe Solenelle
Hvað? Tónleikar
Sigurrósar
Hvar? Í Laugardalshöll
Hvenær? Kl. 19.00
Nánar Hægt er að
kaupa miða sér-
staklega á tónleikana
óháð Iceland Airwaves
tónlistarhátíðinni á
www.midi.is
Tónleikar Sigurrósar
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Friðrik
Ómar
Hvar? Hamra-
borg, Hofi
Hvenær? Kl.21.00
á laugardag
Nánar Syngur
frumsamið efni
af sólóplötu.
Frumsamið frá Friðriki
Hvað? „Off venue“ viðburðir
Hvar? Víða á höfuðborgarsvæðinu
Hvenær? Um alla helgina
Nánar www.icelandairwaves.is
Frítt á Iceland Airwaves
Hvað? Safnahelgi á Suðurlandi. Við-
burðir handverks- og listafólks.
Hvar? Um allt Suðurland.
Hvenær? Um helgina
Nánar www.sunnanmenning.is
Safnahelgi á Suðurlandi
Hvað? Hljómsveitin
Thin Jim
Hvar? Græni hatt-
urinn á Akureyri
Hvenær? Kl.22.00 á
laugardag
Nánar www.fa-
cebook.com/graenihatturinn
Thin Jim útgáfutónleikar
Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson
af Skúla Mogensen í Skerjafirðinum.*