Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 41
4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 H jónin Gunnar Hilmars- son og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Gunni og Kolla, eru fólkið á bak við glænýtt fatamerki sem ber nafnið Free- bird. Vor- og sumarlína nýja fata- merkisins var kynnt í Þjóðmenn- ingarhúsinu í Reykjavík á fimmtudagskvöldið. Það var fyrirtæki í New York sem leitaði til þeirra varðandi að skapa þessa nýju fatalínu. „Við slógum til og hjóluðum í þetta,“ segir Gunni og bætir við að það sé spennandi verkefni að skapa nýtt fatamerki frá grunni. Það er ætlað bæði fyrir Evrópu- og Ameríkumarkað, segir Gunni, sem var sérstaklega ánægður með hvernig til tókst með sýninguna. „Línan er búin til teikningu fyr- ir teikningu þannig að það er gaman að sjá hana svona í heild, þá sér maður söguna, allt sem bú- ið er að fara í gegnum hugann á manni síðustu vikurnar,“ segir Gunni en þau hjónin slá ekki slöku við og eru byrjuð á haustlín- unni. „Það eru forréttindi að vinna svona saman. Við sitjum hlið við hlið og skiptumst á hugmyndum allan daginn.“ Ekki er hægt að segja annað en að nýja merkið beri sterk höfund- areinkenni hjónanna, með pallíett- um og tilheyrandi skrauti. „Við getum ekki neitað þessu barni. Þarna liggur okkar fegurðarskyn og tilfinning. Handverkið gefur flíkunum svo mikið líf og sögu og gerir þær líka tímalausari.“ Fötin koma á markað í Dan- mörku, Svíþjóð, Ítalíu, Frakklandi, Englandi, Spáni og Bandaríkj- unum um mánaðamótin janúar/ febrúar. Hérlendis koma vörurnar í sölu í versluninni Tiia við Lauga- veg á svipuðum tíma. Þangað til er hægt að taka for- skot á sæluna á vefsíðu fatamerk- isins en þar verða sérvaldar vörur, sem verða einungis framleiddar í tuttugu eintökum hver, með 15% afslætti í nokkra daga og verður vörunum ekið heim að dyrum fyrir jólin. www.freebirdclothes.com TÍSKUSÝNING Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Frjáls eins og fuglinn HJÓNIN GUNNI OG KOLLA, ÁÐUR KENND VIÐ GK REYKJAVÍK OG ANDERSEN & LAUTH, ERU KOMIN MEÐ GLÆNÝTT FATAMERKI, SEM BER NAFNIÐ FREEBIRD. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Flottur leðurjakki passar við allt. Morgunblaðið/Ómar Buxurnar gleymdust ekki í línunni. Fallegir kjólar við öll fínni tækifæri. Dreifingaraðili Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 hárburstinn sem leysir allar flækjur Bylting fyrir blautt hár, frábær fyrir hársára og fyrir börnin. AQUA Splash NÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.