Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Síða 41
4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 H jónin Gunnar Hilmars- son og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Gunni og Kolla, eru fólkið á bak við glænýtt fatamerki sem ber nafnið Free- bird. Vor- og sumarlína nýja fata- merkisins var kynnt í Þjóðmenn- ingarhúsinu í Reykjavík á fimmtudagskvöldið. Það var fyrirtæki í New York sem leitaði til þeirra varðandi að skapa þessa nýju fatalínu. „Við slógum til og hjóluðum í þetta,“ segir Gunni og bætir við að það sé spennandi verkefni að skapa nýtt fatamerki frá grunni. Það er ætlað bæði fyrir Evrópu- og Ameríkumarkað, segir Gunni, sem var sérstaklega ánægður með hvernig til tókst með sýninguna. „Línan er búin til teikningu fyr- ir teikningu þannig að það er gaman að sjá hana svona í heild, þá sér maður söguna, allt sem bú- ið er að fara í gegnum hugann á manni síðustu vikurnar,“ segir Gunni en þau hjónin slá ekki slöku við og eru byrjuð á haustlín- unni. „Það eru forréttindi að vinna svona saman. Við sitjum hlið við hlið og skiptumst á hugmyndum allan daginn.“ Ekki er hægt að segja annað en að nýja merkið beri sterk höfund- areinkenni hjónanna, með pallíett- um og tilheyrandi skrauti. „Við getum ekki neitað þessu barni. Þarna liggur okkar fegurðarskyn og tilfinning. Handverkið gefur flíkunum svo mikið líf og sögu og gerir þær líka tímalausari.“ Fötin koma á markað í Dan- mörku, Svíþjóð, Ítalíu, Frakklandi, Englandi, Spáni og Bandaríkj- unum um mánaðamótin janúar/ febrúar. Hérlendis koma vörurnar í sölu í versluninni Tiia við Lauga- veg á svipuðum tíma. Þangað til er hægt að taka for- skot á sæluna á vefsíðu fatamerk- isins en þar verða sérvaldar vörur, sem verða einungis framleiddar í tuttugu eintökum hver, með 15% afslætti í nokkra daga og verður vörunum ekið heim að dyrum fyrir jólin. www.freebirdclothes.com TÍSKUSÝNING Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Frjáls eins og fuglinn HJÓNIN GUNNI OG KOLLA, ÁÐUR KENND VIÐ GK REYKJAVÍK OG ANDERSEN & LAUTH, ERU KOMIN MEÐ GLÆNÝTT FATAMERKI, SEM BER NAFNIÐ FREEBIRD. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Flottur leðurjakki passar við allt. Morgunblaðið/Ómar Buxurnar gleymdust ekki í línunni. Fallegir kjólar við öll fínni tækifæri. Dreifingaraðili Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 hárburstinn sem leysir allar flækjur Bylting fyrir blautt hár, frábær fyrir hársára og fyrir börnin. AQUA Splash NÝTT

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.