Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 53
4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Sýningu Ólafar Nordal, Musée Islandique, lýkur í Listasafni Íslands á sunnu- dag. „Ljósmyndirnar … laða áhorfandann inn í margrætt samtal söknuðar, fegurðar og óhugnaðar, hins gleymda og hins geymda,“ skrif- aði rýnir Morgunblaðsins. 2 Airwaves-hátíðin varpar ljósi á borgina nú í skamm- deginu, með fjölda ólíkra tónleika. Á lokadegi hátíð- arinnar, sunnudag, kemur Stórsveit Reykjavíkur fram á stuttum „off venue“-tónleikum í Munnhörpunni í Hörpu klukkan 16. Efnisskráin er snörp og blönduð. 4 Vonarstrætisleikhúsið, sem Sveinn Einarsson og Vigdís Finnbogadóttir standa fyrir, efnir til uppákomu í Iðnó kl. 20 á sunnudagskvöld. Þá verða kyrj- aðir í almennum söng rútubíla- söngvar. Felix Bergsson stjórnar. 5 Stórsýning Vesturports, Bastarðar, er sýnd af krafti í Borgarleikhúsinu þessa viku og þá næstu. Þetta er drama- tísk fjölskyldusaga, eitt viðamesta leikhúsverkefni sem unnið hefur ver- ið á Íslandi en það er gert í samstarfi Borgarleikhússins, Vesturports, Malmö Stadtsteater og Får302 í Kaupmannahöfn. 3 Gaflaraleikhúsið hefur aftur tekið upp sýningar á Æv- intýrum Múnkhásens, nýju íslensku leikverki með söngv- um sem var frumsýnt í vor og hlaut mikið lof sýningargesta og rýna. Sýnt verður á sunnudögum í mánuðinum. VIÐBURÐIR HELGARINNAR 1 Óperukórinn í Reykjavík, undirstjórn Garðars Cortes, flytur PetitMesse Solennelle eftir Gioachino Rossini í Langholtskirkju laugardaginn 3. nóvember klukkan 17. Valinkunnir ein- söngvarar koma fram, þau Þóra Ein- arsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Garðar Thor Cortes og Jóhann Smári Sæv- arsson. Jón Stefánsson leikur með á orgel og Hólmfríður Sigurðardóttir á píanó en messan var frumflutt á sínum tíma með þessum hljóðfærum. Síðar skrifaði tón- skáldið einnig útsetningu fyrir hljómsveit. Garðar Cortes segir Rossini hafa samið verkið er hann vaknaði „upp af nokkurra áratuga dvala.“ Tónskáldið hætti að semja óperur aðeins 37 ára gamall en 34 árum seinna tók hann sig til og samdi þessa messu, sem hann kallaði „litlu, alvarlegu messuna sína.“ Rossini bað Guð afsökunar á þessu verki og skrifaði til hans: Sko, Guð, sjáðu hérna fullgerða þessa aumingja litlu messu, hún er jú skrifuð fyrir hina heilögu og er blessuð, heilög músík og eins og þú veist, þá er ég fædur til að skrifa óperur. Smá hugsun og svolítil hjartahlýja fór í þessa tónsmíð, það er allt og sumt. Svo blessaðu mig nú og veittu mér aðgang að Paradís. Þinn G. Rossini. Passy 1863. Garðar hefur áður komið að flutningi á messunni en hann söng hana með Kór Langholtskirkju á sínum tíma. „Þá var flutningnum útvarpað, við sungum þetta fyrir hlustunarsvæði 200 milljóna manna. Ég hef hinsvegar ekki stjórnað verkinu áð- ur,“ segir hann. Og Garðar segir æfingar á messunni hafa gengið vel, enda sé hann með gott fólk með sér. „Ég er óskaplega heppinn að eiga þenn- an hóp að og ég hef unnið lengi með kórn- um. Þetta eru úrvals söngvarar og þeir eru komnir með hljóm sem ég met mikil; eldri söngvarar sem blandast saman við unga fólkið sem kemur úr skólanum. Þetta fær alveg dúndur hljóm.“ ÓPERUKÓRINN FLYTUR MESSU EFTIR ÓPERUTÓNSKÁLDIÐ „Svolítil hjartahlýja“ Rossinis GARÐAR CORTES STJÓRNAR FLUTNINGI ÓPERUKÓRSINS Í REYKJAVÍK OG EINSÖNGVARA Á PETIT MESSE SOLENNELLE. „Þetta fær alveg dúndur hljóm“ segir Garðar Cortes um flutninginn á messun Rossinis. Rossini samdi Petit Messe Solennelle eftir langt hlé frá tónsmíðum og bað Guð forláts. honum síðan ekki. Ég var ánægð með það,“ segir hún og hlær. Metnaðarfull sýningarverkefni Hin nýja og glæsilega bók um list og feril Arngunnar hefur verið í smíðum í tvö ár. Hópur listfræðinga og gagnrýn- enda skrifar textann, þau John Zarobell, sýningarstjóri við nútímalistasafn San Francisco, Stephan Jost, forstöðumaður nútímalistasafns Havaí, Maria Porges, Enrigue Chagoya, Jón Proppé og Shauna Laurel Jones. Þýðandi er dr. Þuríður Rúrí Jónsdóttir en Brynja Baldursdóttir hannaði verkið. „Þessi bók hefur marg- háttaða þýðingu fyrir mig og það var af- ar gefandi að vinna að henni með öllu þessu hæfileikaríka fólki,“ segir hún. Þótt sýningin hafi verið opnuð um liðna helgi og bókin sé líka komin út sit- ur Arngunnur Ýr ekki róleg. „Nei, alls ekki! Ég byrjaði á nýjum verkum strax á mánudeginum eftir opnun. Mér hefur ver- ið boðið að vera með einkasýningu á Volta-listakaupstefnunni í New York í mars, sem er mikill heiður. Ég er mjög spennt fyrir því.“ Í bígerð er líka sýning í Listasafni Árnesinga, þar sem teflt verður saman verkum þeirra Ásgríms Jónssonar, og þá verður Arngunnur með sýningu í virtu galleríi sínu í San Franc- isco, Marx & Zavaretto Gallery, þar í borg næsta haust. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.