Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 16
*Ungt fólk sækir í að ferðast um heiminn að loknum framhaldsskóla nú sem endranær »18Ferðalög og flakk Hér í Princeton hefur einungis miðbærinn haft rafmagn allt frá því fellibylurinn Sandy fór um með tilheyrandi voða og eyðileggingu síðastliðinn mánudag. Tré rifnuðu víða upp með rótum og lést einn bæjarbúi í hamförunum. Fólk hefur flykkst á kaffihús og bókasafnið til að komast í netsamband og að hlaða símana sína. Rafmagnið er ekki vænt- anlegt fyrr en á á mánudag og má því sjá óvenju marga á ferli. Princeton er annars lítill bær, einkum þekktur fyrir Prince- ton-háskólann virta. Hér bjó Albert Einstein síðustu tuttugu ár ævinnar en Princeton-búar eru afar stoltir af vísindamann- inum. Má t.a.m. finna safn tileinkað honum í miðbænum. Við aðalverslunargötuna hefur uppstoppaður íslenskur verðlauna- hrútur, Lindi, löngum gætt ullarverslunar einnar. Hefur hon- um oft verið rænt, nú síðast í júlí sl.. Er hans enn sárt saknað. Margrét Hannesdóttir, söngnemi. Princeton-háskóli í Bandaríkjunum er vel þekktur og virtur. Lindi og Einstein eru báðir nátengdir Princeton. Hrútsins er reyndar saknað. Af rafmagnsleysi og íslenskum hrút Tré rifnuðu víða upp með rótum þegar Sandy gekk yfir svæðið á dögunum. PÓSTKORT F RÁ PRINCET ON Margrét Hannesdóttir Andri Yrkill Valsson og Elís Orri Guðbjartsson útskrif-uðust úr Menntaskólanum á Akureyri 17. júní og eru núlagðir af stað í heimsreisu. Þeir ferðast um Asíu, Eyja-álfu og Norður-Ameríku og koma heim í apríl. „Með dyggri hjálp frá ferðaskrifstofunni Kilroy varð draumur okkar að veruleika og erum við nú staddir í borginni Jaipur á Indlandi,“ segja Akureyringarnir. Þeir pöntuðu ferð um land- ið með indverskri ferðaskrifstofu og á flugvellinum í Dehli beið þeirra bílstjóri sem verður þeim til halds og trausts. Fólk hjálpsamt og indælt Eftir nótt í Dehli var ekið út á þjóðveginn áleiðis til Jaipur. Þeim fannst bílaflotinn ekki merkilegur. „Ekki var óalgengt að sjá gamla Willys-jeppa eða Trabant- bíla á þjóðveginum, en þeir teljast nánast til safngripa heima á Íslandi. Jórtrandi uxar á umferðareyjum full- komnuðu svo andrúmsloftið. Þegar ferðast er við þessar aðstæður er óhjákvæmilegt að láta hugann reika. Að sjá barn að leik á götu sem mundi ekki uppfylla kröfur fyrir sorphaug á Íslandi lætur mann sjá sjálfan sig í nýju ljósi. Maður var sjálfur ekkert frábrugðinn börnunum hér í æsku, eini munurinn er að við fæðumst inn í annað umhverfi. Í kjölfar þess opnast okkur allir þeir möguleikar sem við getum hugsað okkur og endalaus tækifæri í lífinu. Slíkur munaður lætur mann hugsa um framtíð barnsins sem hafði svo mikil áhrif á mann í gegnum bílrúðuna. Þetta er þó einungis fyrsta upplifunin af þessum nýju og framandi aðstæðum og látum við staðalímyndina ekki ráða ferð- inni. Það fólk sem við höfum komist í kynni við er mjög hjálpsamt og indælt, meira að segja maðurinn sem reyndi að selja okkur eiturlyf úti á götu var kurteis. Indland er einnig gríðarlega fallegt og umhverfið lætur engan ósnort- inn. Við erum því ekkert nema ánægðir með dvölina hing- að til og horfum jákvæðum augum á framhaldið.“ lifideftirma.wordpress.com. STÚDENTAR Á FARALDSFÆTI Heimsreisa var það, heillin! ALGENGT ER AÐ UNGT FÓLK BREGÐI UNDIR SIG BETRI FÆTINUM AÐ LOKNU NÁMI OG KYNNI SÉR FRAMANDI LÖND OG MENNINGU. HEIMURINN ALLUR ER UNDIR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.