Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 27
H önnuðurinn Sesselja Thorberg hefur starfað lengi á ýmsum sviðum innanhússhönnunar og ráðgjafar. Landinn kynntist henni í gegnum hina vinsælu þætti Innlit/ útlit þar sem hún tók púlsinn á hönn- unarheiminum og kom með ýmis góð ráð. Núna starfar hún við eigið fyrirtæki, Fröken Fix-innanhússráðgjöf. Hún tekur að sér verkefni af ýmsum stærðum og gerðum. Hún hannar allt frá einu herbergi upp í allt heimilið eða vinnustaðinn. Hún hefur hannað mörg barnaherbergi, meðal annars herbergin á meðfylgjandi myndum en annars vegar er um að ræða strákaher- bergi en hins vegar stelpuherbergi, sem hún tók í gegn nýverið. Sunnudagsblað Morgunblaðsins leitaði til Sesselju til að fá hugmyndir að skemmtilegum barna- herbergjum og nokkur góð ráð. Algengt er að Sesselja endurhanni borð- stofu og stofu en heimaskrifstofur og barnaherbergi eru líka vinsæl. Í öðrum til- fellum er hún að ráðleggja fólki, benda á hluti sem betur mættu fara í skipulagi. „Þetta er líka spurning um að færa til hluti eða jafnvel taka út því það er al- gengt að fólk sé hreinlega með of mikið af hlutum. Þetta er svo misjafnt, svona vinna er svo persónuleg. Maður verður svolítill sálfræðingur í þessu starfi,“ segir Sesselja sposk. frokenfix.is Vinnusvæðið í stelpuherberginu. Plássið nýtist vel með veggfastri hillu sem gegnir hlut- verki borðs og fyrir neðan eru tveir stólar fyrir heima- sætuna og félaga. Veifurnar á veggn- um skapa skemmti- lega stemningu. Sesselja Thorberg er Fröken Fix. Fyrir krakkana HÖNNUÐURINN SESSELJA THORBERG VEIT HVAÐ ÞARF TIL AÐ SKAPA FALLEG OG HENTUG BARNAHERBERGI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is * Geymslusvæði Reyndu að hafa hillurfrekar grunnar … annars vill safnast of mikið dót. Ef gólfpláss er lítið er best að hafa upphengdar hillur en einnig er sniðugt að kaupa ódýra efri eldhússkápa og setja saman neðarlega á veggnum. Þeir eru grunnir, geyma mikið og er mikið borð- pláss ofan á. * Sláðu tvær flugur í einu höggi Þaðkemur sér oft vel að sameina tvö svæði í eitt. Til dæmis má nota lága bókahillu sem náttborð, setja skúffu á hjólum undir rúm sem dótakassa, mála gamla bókahillu og breyta hluta hennar í Barbie- hús eða setja langt vinnuborð við rúmið og hafa á því lampa þar sem það virkar sem náttborð líka. RÁÐGJÖF FRÁ FRÖKEN FIX Miðaldaprinsessuþema ræður ríkjum í þessu fallega stelpuherbergi. Dótahillurnar gegna líka hlutverki náttborðs og lögunin á þeim nýtist vel undir súð. Rúm- ið er í miðjunni svo hægt sé að nýta veggplássið betur. 4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880 Days svefnsófi 99.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.