Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Síða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Síða 27
H önnuðurinn Sesselja Thorberg hefur starfað lengi á ýmsum sviðum innanhússhönnunar og ráðgjafar. Landinn kynntist henni í gegnum hina vinsælu þætti Innlit/ útlit þar sem hún tók púlsinn á hönn- unarheiminum og kom með ýmis góð ráð. Núna starfar hún við eigið fyrirtæki, Fröken Fix-innanhússráðgjöf. Hún tekur að sér verkefni af ýmsum stærðum og gerðum. Hún hannar allt frá einu herbergi upp í allt heimilið eða vinnustaðinn. Hún hefur hannað mörg barnaherbergi, meðal annars herbergin á meðfylgjandi myndum en annars vegar er um að ræða strákaher- bergi en hins vegar stelpuherbergi, sem hún tók í gegn nýverið. Sunnudagsblað Morgunblaðsins leitaði til Sesselju til að fá hugmyndir að skemmtilegum barna- herbergjum og nokkur góð ráð. Algengt er að Sesselja endurhanni borð- stofu og stofu en heimaskrifstofur og barnaherbergi eru líka vinsæl. Í öðrum til- fellum er hún að ráðleggja fólki, benda á hluti sem betur mættu fara í skipulagi. „Þetta er líka spurning um að færa til hluti eða jafnvel taka út því það er al- gengt að fólk sé hreinlega með of mikið af hlutum. Þetta er svo misjafnt, svona vinna er svo persónuleg. Maður verður svolítill sálfræðingur í þessu starfi,“ segir Sesselja sposk. frokenfix.is Vinnusvæðið í stelpuherberginu. Plássið nýtist vel með veggfastri hillu sem gegnir hlut- verki borðs og fyrir neðan eru tveir stólar fyrir heima- sætuna og félaga. Veifurnar á veggn- um skapa skemmti- lega stemningu. Sesselja Thorberg er Fröken Fix. Fyrir krakkana HÖNNUÐURINN SESSELJA THORBERG VEIT HVAÐ ÞARF TIL AÐ SKAPA FALLEG OG HENTUG BARNAHERBERGI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is * Geymslusvæði Reyndu að hafa hillurfrekar grunnar … annars vill safnast of mikið dót. Ef gólfpláss er lítið er best að hafa upphengdar hillur en einnig er sniðugt að kaupa ódýra efri eldhússkápa og setja saman neðarlega á veggnum. Þeir eru grunnir, geyma mikið og er mikið borð- pláss ofan á. * Sláðu tvær flugur í einu höggi Þaðkemur sér oft vel að sameina tvö svæði í eitt. Til dæmis má nota lága bókahillu sem náttborð, setja skúffu á hjólum undir rúm sem dótakassa, mála gamla bókahillu og breyta hluta hennar í Barbie- hús eða setja langt vinnuborð við rúmið og hafa á því lampa þar sem það virkar sem náttborð líka. RÁÐGJÖF FRÁ FRÖKEN FIX Miðaldaprinsessuþema ræður ríkjum í þessu fallega stelpuherbergi. Dótahillurnar gegna líka hlutverki náttborðs og lögunin á þeim nýtist vel undir súð. Rúm- ið er í miðjunni svo hægt sé að nýta veggplássið betur. 4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880 Days svefnsófi 99.900

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.