Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 60
Hann kann vel við sig í London! Robin van Persie glaður í bragði eftir að hafa skorað gegn Chelsea á Stam- ford Bridge um síðustu helgi. Sóknarmaðurinn Robin van Persie á marga góða vini íáhöfn Arsenal. Enda reri hann með liðinu frá 21 ársaldri þar til í vor, átta vertíðir. Var kafteinn undir það síðasta og lengi lykilmaður. En enginn er annars bróðir, hvað þá vinur, í leik. Hollendingurinn yfirgaf Arsene Wenger, þjálfara sinn og læriföður, í sumar og gekk til liðs við erki- fjandann sjálfan, sir Alex Ferguson, stjóra Manchester Unit- ed. Hann hefur byrjað leiktíðina ljómandi vel og gaman verð- ur að sjá hvernig honum reiðir af í dag. Viðureignir liðanna undanfarinn hálfan annan áratug hafa verið hver annarri athyglisverðari. Síðasta vetur vann United t.d. 8:2 á Old Trafford og van Persie gerði annað marka Arsenal. Sannir bardagamenn hafa tekist á innan vallar og utan. Stundum hefur nefnilega soðið upp úr í leik- hléum og eftir leiki, þegar leikmenn og þjálfarar eru úr augsýn áhorfenda. Frægast er líklega dæmið frá haustinu 2004 þegar pítsusneið var hent í andlit sir Alex úr búningsklefa Arsenal, þar sem hann hnakk- reifst við Wenger frammi á gangi. Ferguson varð að skipta um föt áður en hann hitti blaðamenn að máli. Var víst ekki frýnilegur að sjá, útataður í pítsusósu og ótilgreindu áleggi, sem lak niður á hvíta skyrtuna og svört jakkafötin. Lengi vel var því haldið leyndu hver „pítsu- sendillinn“ var en upplýst í fyrra að Cesc Fabregas, þá 17 ára og síðar fyrirliði Arsenal, nú leikmaður Barcelona, hafi verið sá saddi. Ferguson og Wen- ger hafa elt grátt silf- ur allar götur síðan sá franski tók við Arsenal 1996. Þá hafði Skotinn skapstóri þegar stýrt United-liðinu í áratug og gert það á ný að því mikla stórveldi sem raunin er. Báðir eru afburðasnjallir í faginu, hafa fagnað glæstum sigrum þótt Wenger komist ekki með tærnar þar sem sir Alex hefur hælana í þeim efnum – ekki frekar en aðrir. Sir Alex er engum líkur. En Wenger hefur markað spor í ensku knattspyrnuna sem aldrei verða afmáð. Prófess- orinn, eins og hann er gjarnan kallaður; þessi fágaði fagurkeri, gjör- breytti hugsunarhætti og allri nálgun í föðurlandi fótboltans. Farið var að huga að mataræði leik- manna og lífsstíl þegar hann tók við stjórnvelinum hjá Arsenal. Ekki þótti lengur sjálfsagt að fá sér nokkra kalda strax eftir leik eða daginn fyrir leik! Leikmenn ýmissa félaga stunduðu þá iðju. Ekki var heldur sama hvað menn létu ofan í sig dags dag- lega, að mati Wengers. Sumum þótti það rugl þá en leið franska prófessorsins þykir nú sjálfsögð. Nema hvað! Vorið 1998 varð Wenger fyrsti erlendi stjórinn til að vinna tvennuna; enska meistaratitilinn og bikarkeppnina sama árið. Nokkrum árum seinna fór liðið taplaust í gegnum heila deildarkeppni og varð Englandsmeistari með glæsibrag; sumir segja Arsenal-liðið keppn- istímabilið 1993-1994 það flottasta sem komið hefur fram á Englandi. Sóknarleik- urinn og skemmtanagildið var í hávegum haft. Það var einmitt þegar þeirri ótrúlegu hrinu lauk, eftir 2:0-tap gegn Man. Utd. á Old Trafford, sem pítsusneiðin flaug. Stjórarnir bera samt sem áður mikla virðingu hvor fyrir öðrum, enda vart annað hægt; þetta eru þeir Má bjóða þér pítsusneið? ARSENAL-GOÐSÖGNIN ROBIN VAN PERSIE VAR KEYPTUR TIL MAN. UTD. Í SUMAR OG MÆTIR Í DAG GÖMLU FÉLÖGUNUM FYRSTA SINNI EFTIR VISTASKIPTIN. ÞAÐ ER TILHLÖKKUNAREFNI. Viðureign Read- ing og Arsenal í ensku deild- arbik- arkeppn- inni í vikunni fer í sögubækur. Reading komst í 4:0, Arsenal jafnaði 4:4 á lokasekúndunum og vann 7:5 í framlengingu! En ekkert er nýtt undir sól- inni. Lið hafa áður risið upp frá dauðum; komið til baka, eins og það heitir núna …  Man. Utd – Bayern 2:1. Höfundur þessa pistils var viðstaddur úrslitaleik Meistara- deildinnar 1999 í Barcelona. Bayern skoraði snemma en leik- menn United vöknuðu ekki af værum blundi fyrr en komið var fram yfir hinar hefðbundnu 90 mínútur. Skoruðu þá tvívegis með tæplega tveggja mínútna millibili; varamennirnir Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær. Lennart Johansson, for- seti UEFA, æfði sig að segja til hamingju á þýsku í lyftunni úr heiðursstúkunni niður á völl, en þegar þangað kom voru þýsku „sigurvegararnir“ agndofa, sumir með tárin í augunum, en leikmenn enska liðsins réðu sér vart fyrir fögnuði!  AC Milan – Liverpool 3:3. Viðsnúningurinn var enn ótrú- legri í úrslitaleiknum í Istanbul 2005. Milan hafði 3:0 forystu í hléinu, en enska liðið jafnaði á stuttum kafla í seinni hálfleik og vann í vítaspyrnukeppni! Pistilshöfundur var líka viðstaddur í það skipti og stundin ekki síður ógleymanleg en í Barcelona.  Tottenham – Manchester City 3:4. Þetta var í 4. umferð bikarkeppninnar 2004. Tottenham komst í 3:0 og Joey Barton, leikmaður City, var rekinn út af í leikhléinu! Hans menn skor- uðu samt fjögur mörk í seinni hálfleik – það fjórða þegar kom- ið var fram yfir hefðbundinn leiktíma – og komust áfram!  QPR – Newcastle 5:5. Ævintýrlegt jafntefli í 1. deildinni gömlu, efstu deild, 1984. Newcastle var 4:0 yfir í hálfleik, heimamenn minnkuðu muninn í 4:3 áður en Newcastle bætt fimmta markinu þegar sex mínútur voru eftir – en QPR gerði tvö áður en flautað var til leiksloka.  Tottenham – Man. Utd. 3:5. Þetta var í úrvalsdeildinni 2001; staðan 3:0 í hálfleik fyrir Spurs en dæmið snerist heldur betur við eftir hlé þegar United gerði fimm mörk! Ole Gunnar Solskjær og Alex Ferguson eftir ævintýrið gegn Bayern í Barcelona 1999. ENN EINU SINNI KOM Í LJÓS AÐ EKKI MÁ GEFAST UPP. ALLTAF ER VON! Óvænt endalok *Hann er sagður afskaplega gáfaður, ekki satt? Tala fimmtungumál. Hjá mér er 15 ára strákur frá Fílabeins-ströndinni sem talar fimm tungmál! Alex Ferguson um Arsene Wenger 1996. Boltinn SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012 Robin Van Persie, þá lykilmaður Arsenal og fyr- irliði, fagnar marki gegn Blackburn í vor. Arsene Wenger, hinn franski þjálfari Arsenal. AFP flottustu í bransanum. Wenger hafði í fyrsta skipti betur gegn Ferguson í nóvember 1997; Arsenal vann 3:2 í London. Skot- inn gerði lítið úr tapinu; sagði ekki gott fyr- ir deildina að eitt lið næði of mikilli forystu snemma vetr- ar. Leikmennirnir gætu auk þess orðið værukærir … Sir Alex er þekktur fyrir að bjóða mönnum birginn og stundum er eins og hann þrífist á orðaskaki við starfs- bræður sína. Hann hefur unnið mörg sálfræðistríðin! Eft- irminnilegt er hvernig hann tók Kevin Keegan, þann mæta mann og þáverandi þjálfara Newcastle, á taugum vorið 1996 og „stal“ af honum Englandsmeistaratitlinum. „Ég mun ekki svara ögrandi ummælum hans framar,“ sagði Wenger fyrir nokkrum árum, spurður um Ferguson. Vonandi verða allir rólegir í dag. Og ekki pöntuð pítsa. * „Ég munekki svaraögrandi ummæl- um hans framar.“ UPPRISAN OG LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.