Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 49
Ljósmyndaverkið Bílar í ám eftir ÓlafElíasson prýðir einn vegginn í skrif-stofu Skúla Mogensens. Það er sam-
sett úr ljósmyndum af bílum á kafi í ám.
Kannski vítin séu til að varast.
„Það sem bílstjórarnir eiga allir sammerkt
er að vera ævintýramenn – þeir hafa látið
vaða. Sumir eru komnir á bólakaf, jafnvel
sokknir, en aðrir komast yfir úr að því er
virðist vonlausri aðstöðu. Þetta er táknrænt
fyrir hugsunarhátt Íslendinga. En svo var
meiningin kannski allt önnur hjá Ólafi. Ef til
vill átti hann bara æskuminningu af því að
ferðast í jeppa með foreldrum sínum. Og það
er partur af sjarmanum fyrir mér, því þannig
er um mig.“
Hann dregur fram bókina Black Swan, sem
kallast á við svartan svan Gjörningaklúbbsins
á sömu hæð. „Lengi vel töldu menn að svart-
ur svanur væri ekki til, en svo uppgötvaðist
eyja snemma á 19. öld þar sem svartir svanir
héldu til,“ segir Skúli. „Eftir það eru ótrúleg-
ir atburðir kenndir við svarta svaninn, eins
og að það að allir bankar á Íslandi féllu á
sama tíma. Það var óhugsandi fyrir hrunið.
Sá sem hefði haldið því fram árið 2005 hefði
verið álitinn geðsjúklingur. Það skemmtilega
er að öll hegðun okkar byggist á normaliser-
ingu út frá þekktum atvikum, svo kemur
svartur svanur og eyðileggur allar fyrri
kenningar. Hvernig er hægt að byggja upp
viðskipti, þar sem einnig er gert ráð fyrir
hinu óvænta. Þar er flugrekstur því miður
háður vaxandi veðurólgum í kringum okkur,
eldgosum og náttúruhamförum.“
Skúli upplifði loftslagsbreytingarnar
sterkt í ferð með Ragnari Axelssyni ljós-
myndara og Haraldi Sigurðssyni eldfjalla-
fræðingi á Grænlandsjökul síðsumars, þar
sem bráðnunin er örari en vísindamenn óraði
fyrir. „Það var sláandi að sjá það með berum
augum hvernig bráðnunin á Grænlandsjökli
er að eiga sér stað og ótrúlegt að hlusta á
Harald og Raxa sem hafa skoðað þetta mun
nánar en ég. Þetta er svo nálægt okkur og
áhrifin eiga eftir að verða gríðarleg á Ísland
og um allan heiminn.“
Hann segir það hafa vakið sig til umhugs-
unar um stöðu mála á Íslandi. „Við erum að
rannsaka bankahrunið ofan í kjölinn, eyðum
ævintýralegum fjármunum í að rannsaka allt
sem átti sér stað, blaðaumfjöllun og allar að-
gerðir snerust á tímabili um þetta blessaða
hrun. Það er hinsvegar léttvægt í samanburði
við áhrif bráðnunar jöklanna á okkar sam-
félag innan hundrað ára. En af því að það
snertir okkur ekki í dag, þá er eins og það
gleymist með öllu.“
Hvernig upplifun var það að standa í einsk-
ismannslandi Grænlandsjökuls og halda um
endann á kaðli?
„Ég var burðardýr Ragnars og Haraldar
og skemmti mér konunglega í því hlutverki.
Ég hafði aldrei lent í þessu áður. Haraldur
rétti mér spottann, sagði að ég yrði að passa
hann og halda mig í hæfilegri fjarlægð. Svo
gekk hann nær brúninni, ég lengdi aðeins í
spottanum og elti hann svo. Þegar hann sneri
sér við var ég aðeins örfáum skrefum fyrir
aftan hann. Það hefði því verið lítið gagn í
mér ef eitthvað hefði gerst. En ég lærði af því
og hélt mig fjarri Haraldi. Og þetta var stór-
kostleg ferð sem aldri gleymist og mikil for-
réttindi að hafa fengið að fara með þeim.
Ólýsanleg reynsla og lærdómur.“
Er einmanakenndin ekki sterk?
„Maður áttar sig á því hvað við erum lítils
megandi gagnvart náttúrunni og hvað sam-
félagið á Grænlandi er enn frumstætt, skot-
spöl frá Íslandi. Þarna komum við inn í um-
hverfi sem er gjörólíkt okkar heimi og mjög
framandi. Ég hlakka til að fara þangað aftur
og út frá sjónarhorni ferðamennsku eru tæki-
færin margvísleg.“
Skúli með ísjakana í baksýn. Hann er ómyrkur í máli um loftslagsbreytingarnar.
Ferðin var ólýsanleg
reynsla og lærdómur
ÆVINTÝRAFERÐ TIL AÐ SKOÐA BRÁÐNUN GRÆNLANDSJÖKULS
– FULLT HÚS ÆVINTÝRAREYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16
ellingsen.isAKUREYRI • Tryggvabraut 1–3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 •
DIDRIKSONS LINDSEY PARKA
Stærð 36–44. Dömuúlpur.
Svartar, grænar og bláar
19.990 KR.
FULLT VERÐ 26.990 KR.
STAD LOOP ÚLPA
ir 116–164.
ar og bláar.
.990 KR.
VERÐ 19.990 KR.
OBY ÚLPA
6.
agrænar.
0 KR.
.990 KR.
DIDRIKSONS LESTER
Stærðir S–XXL.
Grænar og svartar.
19.990 KR.
FULLT VERÐ 24.990 KR.
DIDRIKSONS VONZO
AMA PEYSA
Stærðir 130–170.
Svört, blá og rúbínrauð.
3.990 KR.
FULLT VERÐ 4.990 KR.
10% afsláttur
af Devold
settum
4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
fjórar vélar næsta sumar, þannig að það er
ljóst að við þurfum að fjölga aftur starfsfólki
og óskandi að eitthvað af þessu góða fólki
geti komið til liðs við okkur á vormánuðum.“
Það er stórt stökk að hefja rekstur á fjór-
um Airbus-þotum.
„Við gerum þriggja ára leigusamning um
Airbus-þoturnar og erum í nánu samstarfi
við Avion Express, sem verður áfram flug-
rekstraraðili okkar. Það er ánægjulegt að
þetta eru 2006 til 2012 árgerðir af Airbus
320-vélum, sem eru bæði sparneytnari og
umhverfisvænni en áður hefur þekkst á Ís-
landi. Þær eyða mun minni olíu og fyrir vik-
ið getum við áfram boðið lægstu fargjöldin
til og frá Íslandi, því þar liggur verulegur
hluti af okkar kostnaði. Við rekum eina af
okkar eldri vélum fram í mars, en þá skipt-
um við um. Þetta verður því langyngsti flug-
floti Íslands frá og með vorinu. Meðalaldur
flugflota Icelandair er sautján ár.“
Það hefur verið nokkur umræða um hvort
þið megið kalla ykkur flugfélag.
„Það er skilgreiningaratriði. Flugmála-
stjórn kom með athugasemd um að við vær-
um ekki með flugrekstrarleyfi, sem er rétt
og þess vegna fljúgum við undir merkjum
Avion Express. Ég get sagt frá því hér og
nú, að við ætlum okkur að sækja um flug-
rekstrarleyfi innan tíðar. Það ferli mun taka
einhvern tíma, en ég held það sé grund-
vallaratriði í þessum rekstri að geta flogið
undir eigin merkjum og rekið eigin flugvélar.
Það er líka til marks um að við tjöldum ekki
til einnar nætur. Þetta er næsta skref í upp-
byggingu félagsins.“
En hann segir að þetta gamla form, að
flugfélag selji eingöngu flugsæti, sé úrelt og
gengið sér til húðar. „Það bjóða nánast öll
flugfélög í heiminum alhliða ferðaþjónustu á
netinu. Lykilatriðið er öflug vefsíða, þar sem
viðskiptavinum býðst heildarlausn, hvort sem
það er hótel, bílaleigubíll, leikhúsmiðar eða
annað. Flugmiðar eru yfirleitt það sem fólk
kaupir fyrst og það á ekki að þurfa að leita
annað. Þar sem 80% af sölunni fara fram á
netinu, þá er það kannski hin ástæðan fyrir
því að mér líður vel í þessu umhverfi; ég hef
starfað í síma- og netheimunum undanfarin
20 ár og þekki þá veröld ansi vel, alla þá
dýnamík og tækifæri sem þar mun skapast
til að breikka úrvalið gagnvart farþegum,
hagræða og fækka milliliðum.“
Gekk eitthvað að fylla vélarnar í sumar?
„Okkur gekk ágætlega á innanlandsmark-
aði. Ég held að okkur hafi tekist vel til að
búa til vörumerki og vitund um það. Það
vissu flestallir af okkur nánast frá fyrsta
degi og við njótum trausts. En salan tók
samt ekki kipp fyrr en við vorum komnir í
loftið. Það var augljóst að margir biðu eftir
því að sjá vélarnar okkar fara af stað. Eftir
því sem leið á sumarið jókst salan töluvert.
En það er ekkert launungarmál að við mis-
reiknuðum hvað tæki langan tíma að koma
upp tengingum erlendis og byggja upp sölu-
net, sem aftur er að hjálpa okkur núna. Og
auðvitað skiptir máli upp á trúverðugleika að
hafa rekstrarsögu. Við erum klárlega mun
öflugri í dag heldur en síðastliðið vor, ekki
síst með yfirtöku Iceland Express. Og við
stóðum okkur rekstrarlega mjög vel, náðum
betri stundvísi en Icelandair strax fyrsta
sumarið okkar og flugliðar okkar eiga heiður
skilinn fyrir framúrskarandi viðmót.“
Þú prófaðir nú að gerast flugþjónn!
„Já, já, það var skrambi gaman.“ Svo
brosir hann.
*Við verðum með fjórarvélar næsta sumar,þannig að það er ljóst að
við þurfum að fjölga aftur
starfsfólki og óskandi að
eitthvað af þessu góða fólki
geti komið til liðs við okk-
ur á vormánuðum.