Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaMeð því að taka strætó í nóvember og desember má spara 45 þúsund krónur og nota í jólagjafir Nú er nóvember genginn í garð og margir eflaust farnir að huga að jólum. Verslanir voru strax í lok október farnar að auglýsa ýmsa afslætti tengda jólunum og um síðustu helgi voru margar þeirra fullar af fólki í jólahugleiðingum. Desember er sá mánuður ársins þar sem útgjöld heimilanna eru mest. Samkvæmt Meniga-hagkerfinu voru með- alútgjöld á fjölskyldu 55.000 krónum hærri í desember en í meðalmánuði árið 2011. Upphæðin kemur þó nokkuð á óvart en hún gefur til kynna að spjaldtölva hafi kannski ekki verið aðaljólagjöfin í fyrra, eins og Rannsóknarsetur verslunarinnar spáði. Samkvæmt þessu ætti jólabónusinn að duga vel fyrir jólaútgjöld- unum en í fyrra var algengasta upphæð desemberuppbótar 63.800 krónur fyrir skatt sem gera um 40.000 krónur eftir skatt. Vel má þó vera að þeir sem nota Meniga að staðaldri hafi betri yfirsýn yfir heimilisútgjöldin og séu nokkuð passasamir þegar kemur að heim- ilisfjármálunum. Ef til vill endurspegla þessar tölur því ekki alla þjóðina. Ef tölur frá Meniga-hagkerfinu eru bornar saman við tölur frá öðrum þjóðum virðumst við Íslendingar langt frá því að vera á meðal þeirra þjóða heimsins sem eyða hvað mestu í jólahátíðina. Fyrir síðustu jól var áætlað að meðal Lúxemborgarbúi kæmi til með að eyða rúmlega 100.000 krónum (800 dollurum) í jólagjafir og meðal Bandaríkjamaður næstum 90.000 krónum (707 dollurum). Við virðumst jafnvel vera hófsamari en Svíar þegar kemur að jólahaldi en í fyrra var áætlað að sænsk heimili eyddu rúmlega 90.000 krónum (4.810 sænskum krónum) að meðaltali í jólahaldið. Þrátt fyrir að þessar tölur gefi til kynna að við séum nokkuð skynsöm í kostnaði við jólahaldið er mikilvægt að skipuleggja fjármálin fyrir jólin. Nóvemberbyrjun er ágætur tími til að setjast niður og gera litla jóla-fjárhagsáætlun og ná þannig góðri yfirsýn yfir jólaútgjöldin. Þá er byrjað á að taka saman hversu mikla peninga heimilið hefur til þess að eyða í jólahaldið, síðan er gerður listi yfir það sem kaupa þarf fyrir jólin og kostnaður áætlaður. Að lokum eru áætluð útgjöld dregin frá þeirri peningaupphæð sem heimilið hefur til ráðstöfunar. Ef mismunurinn er neikvæður þarf að endurskoða útgjöldin og skoða hvar hægt er að draga úr kostnaði. Svo þarf bara að halda sig við áætlunina. Aurar og krónur JÓLA-RÁÐ Í TÍMA TEKIÐ Meðalfjölskylda eyðir55 þúsund meira í desember Niðurstöður eru byggðar á upplýsingum úr Meniga-hagkerfinu en um 30.000 Íslendingar eru skráðir í Meniga. Aldrei er unnið með persónugreinanleg gögn í Meniga hagkerfinu. Nánari upplýsingar má finna á www.meniga.is 500.614 kr. Meðalútgjöld á fjölskyldu á mánuði árið 2011 556.034 kr. Meðalútgjöld á fjölskyldu í desember 2011 Mismunur/ Jólaútgjöld 55.420 kr. ÁSLAUG PÁLSDÓTTIR N ú styttist í jólin sem eru mesti annatími hjá verslunum landsins og valda mörgum kvíða vegna mikilla fjárútláta. Sunnudags- blaðið ákvað að skoða nokkrar leiðir varðandi jólagjafainnkaupin sem snerta flest heimili landsins. Mjög misjafnt er hversu miklu fólk eyðir í jólagjafir. Einhverjir sem blaðið tók tali eyða um 50.000 kr. en aðrir eru nær 100.000 kr. Notaðu strætó í tvo mánuði Ein leiðin til að spara fyrir jólagjöf- unum og hentar þeim sem búa á höf- uðborgarsvæðinu er að nota strætó í nóvember og desember og leggja bílnum á meðan. Ef miðað er við að akstur á meðalbíl sé um 1.000 kíló- metrar á mánuði er eldsneytiskostn- aðurinn við slíkan akstur um 30.000 kr. Mánaðarkort hjá Strætó kostar 7.700 kr. Á tveimur mánuðum spar- ast því tæpar 45.000 kr. sem hægt væri að nýta í staðinn í jólagjafir. Gamla góða handavinnan Ein leiðin væri svo vissulega að draga úr kaupum á gjöfum og gefa handunnið með í pakkann. Þannig mætti til að mynda gefa handprjón- aða sokka eða húfu með minni keyptri gjöf og spara með því um- talsvert. Í ullarsokka á fullorðinn mann fara um tvær dokkur af lopa og dokkan kostar um 300 til 600 kr. Svo mætti kaupa með eitthvað sem kostar í kringum tvö þúsund krón- urnar. Hver vill ekki fallega sokka eða húfu í jólagjöf? Greiðsludreifing kreditkorta Fjölmargir fara þá leið eftir jólin að dreifa kreditkortareikningnum. Slíkt kostar vissulega, en kemur í veg fyrir að heimilisreksturinn fari á hliðina. Að dreifa 50.000 kr. í þrjá mánuði kostar í heild rúmar 3.500 kr. Ef 100.000 kr. er dreift í þrjá mánuði fer kostnaðurinn við þá dreifingu í rúmar 6.000 kr. Byrjaðu innkaupin snemma Nokkrir byrja að kaupa eina og eina jólagjöf tiltölulega snemma, eru jafnvel að kaupa jólagjafir stóran hluta ársins. Þannig dreifa menn vissulega fjárútlátum en á móti binda þeir fjármagn lengi sem ekki vaxtareiknast á meðan. Vextir eru þó afar lágir um þessar mundir en nokkuð misjafnir á milli banka. Fyr- ir þann sem eyðir 50.000 í jólagjafir og safnar því smátt og smátt inn á bók fram í desember reiknast ná- lægt eitt þúsund krónur í vexti. Það borgar sig því varla að geyma jóla- gjafainnkaupin ef maður rekst á eitthvað gagnlegt á miðju sumri. JÓLAGJAFAINNKAUPIN Hvaða leiðir eru færar? EITT AF ÞVÍ SEM MARGIR KVÍÐA FYRIR ERU FJÁRÚTLÁT Í TENGSLUM VIÐ JÓLAGJAFIR. SUMIR DREIFA KOSTNAÐINUM ÝMIST MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA Á LÖNGUM TÍMA FYRIR JÓL EÐA DREIFA GREIÐSLUM EFTIR JÓL. EN ERU AÐRAR LEIÐIR? Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Jólagjafir eru stór hluti af útgjöldum heimila ár hvert og margir þurfa því að huga vel að málum til að ná endum saman. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.