Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Síða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Síða 50
a Efnahagsmál Stefna Obamas í efnahagsmálum er blanda af skattahækkunum hjá þeim, sem mest hafa milli handanna, lokun undankomuleiða frá skatti og hóflegur niðurskurður fjárlaga. Honum hefur ekki tekist að koma stefnumálum sínum í gegn á kjörtímabilinu og hann hafnaði tillögum þverpólitískrar nefndar um skuldir Bandaríkjanna vegna þess að hann vildi ekki skera niður framlög til félagsmála. Heilbrigðismál Obama kom á kjörtímabilinu í gegn löggjöf í heilbrigðismálum, sem ætlað er að tryggja sem flestum heilbrigðisþjónustu og draga úr kostnaði fyrir stjórnvöld og almenning. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að lögin stæðust í megindráttum ákvæði stjórnarskrár. Varnarmál Obama er viljugri til að skera niður til varnarmála en félagsmála. Hann hefur þegar kynnt 487 millj- arða dollara niðurskurð til varnarmálaráðuneytisins á næstu tíu árum. Sparnaðurinn er að mestu fólginn í að binda enda á stríðsreksturinn í Afganistan og Írak, en á einnig rætur í aukinni áherslu á Asíu hjá forsetanum. Obama hefur á kjörtímabilinu látið fella leiðtoga hryðjuverkamanna, þar á meðal Osama bin Laden, og notað ómönnuð loftför til að ráðast gegn hryðjuverkasamtökum. Utanríkismál Obama hugðist í upphafi bæta samskipti Bandaríkjanna við umheim- inn. Hann settist að samningaborðinu með Rússum og gerði nýjan samning, New START, um að uppræta kjarnorku- vopn. Refsiaðgerðir gegn Írönum voru hertar þegar viðræður um kjarnorkuáætlun þeirra skiluðu engu. Bandaríkin hafa lítil áhrif getað haft á þróun mála eftir uppreisnirnar í arabaheiminum. Félagsmál Obama hefur sakað repúblikana um að heyja „stríð gegn konum“ og tekið af skarið og hvatt til þess að hjónabönd samkyn- hneigðra verði leyfð. Hann kveðst ætla að hætta að vísa úr landi ólöglegum innflytj- endum, sem komu til Bandaríkjanna sem börn. Barack Hussein Obama Fæddur 4. ágúst 1961 í Honolulu á Hawaii. Lauk laganámi við Harvard-háskóla 1991. Kvæntist Michelle Robinson 1992. Þau eiga tvær dætur. Þingmaður í Illinois frá 1997 - 2004. Öldungadeildarþingmaður fyrir Illinois 2005 - 2008. Kjörinn forseti 2008. Trúarbrögð: Kristinn. Hawaii Oregon Washington Nebraska xikó Utah Alaska Nevada ía Wyoming Suður- Dakóta Norður- Dakóta Montana Idaho Arizona Colorado Texas Heimild: RealClearPolitics stuðningur 201 142 Öruggur stuðningur Líklegur 59 Barack Obam Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á þriðjudag og og ógerningur er að segja til um úrslitin Stuðningur eftir ríkjum Baráttan um Hvíta húsið nær hámarki Fréttaskýring 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.