Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 50
a Efnahagsmál Stefna Obamas í efnahagsmálum er blanda af skattahækkunum hjá þeim, sem mest hafa milli handanna, lokun undankomuleiða frá skatti og hóflegur niðurskurður fjárlaga. Honum hefur ekki tekist að koma stefnumálum sínum í gegn á kjörtímabilinu og hann hafnaði tillögum þverpólitískrar nefndar um skuldir Bandaríkjanna vegna þess að hann vildi ekki skera niður framlög til félagsmála. Heilbrigðismál Obama kom á kjörtímabilinu í gegn löggjöf í heilbrigðismálum, sem ætlað er að tryggja sem flestum heilbrigðisþjónustu og draga úr kostnaði fyrir stjórnvöld og almenning. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að lögin stæðust í megindráttum ákvæði stjórnarskrár. Varnarmál Obama er viljugri til að skera niður til varnarmála en félagsmála. Hann hefur þegar kynnt 487 millj- arða dollara niðurskurð til varnarmálaráðuneytisins á næstu tíu árum. Sparnaðurinn er að mestu fólginn í að binda enda á stríðsreksturinn í Afganistan og Írak, en á einnig rætur í aukinni áherslu á Asíu hjá forsetanum. Obama hefur á kjörtímabilinu látið fella leiðtoga hryðjuverkamanna, þar á meðal Osama bin Laden, og notað ómönnuð loftför til að ráðast gegn hryðjuverkasamtökum. Utanríkismál Obama hugðist í upphafi bæta samskipti Bandaríkjanna við umheim- inn. Hann settist að samningaborðinu með Rússum og gerði nýjan samning, New START, um að uppræta kjarnorku- vopn. Refsiaðgerðir gegn Írönum voru hertar þegar viðræður um kjarnorkuáætlun þeirra skiluðu engu. Bandaríkin hafa lítil áhrif getað haft á þróun mála eftir uppreisnirnar í arabaheiminum. Félagsmál Obama hefur sakað repúblikana um að heyja „stríð gegn konum“ og tekið af skarið og hvatt til þess að hjónabönd samkyn- hneigðra verði leyfð. Hann kveðst ætla að hætta að vísa úr landi ólöglegum innflytj- endum, sem komu til Bandaríkjanna sem börn. Barack Hussein Obama Fæddur 4. ágúst 1961 í Honolulu á Hawaii. Lauk laganámi við Harvard-háskóla 1991. Kvæntist Michelle Robinson 1992. Þau eiga tvær dætur. Þingmaður í Illinois frá 1997 - 2004. Öldungadeildarþingmaður fyrir Illinois 2005 - 2008. Kjörinn forseti 2008. Trúarbrögð: Kristinn. Hawaii Oregon Washington Nebraska xikó Utah Alaska Nevada ía Wyoming Suður- Dakóta Norður- Dakóta Montana Idaho Arizona Colorado Texas Heimild: RealClearPolitics stuðningur 201 142 Öruggur stuðningur Líklegur 59 Barack Obam Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á þriðjudag og og ógerningur er að segja til um úrslitin Stuðningur eftir ríkjum Baráttan um Hvíta húsið nær hámarki Fréttaskýring 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.