Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012 Matur og drykkir A ðalbjörg Hafsteinsdóttir, líkamsræktarfrömuður á Akureyri, er menntaður lífeindafræðingur og jóga- kennari og hefur um árabil rekið líkamsræktarstöð- ina Bjarg. Tvær uppskriftir úr safni hennar eru birtar hér að ofan, en Aðalbjörg hefur lengi haldið námskeið fyrir konur og gefið þeim fjöldann allan af hollum og góðum hugmyndum að næringu. „Ég hef haft áhuga á hollum mat síðan ég var lítil og ákvað snemma að borða ekki óhollan skyndibita; hamborgara, pyls- ur, franskar kartöflur og þess háttar. Það var í keppnisferð til Reykjavík þegar ég var ellefu ára; þá keyptum við krakkarnir okkur hamborgara, franskar og appelsín og ég ældi öllu sam- an! Hafði aldrei borðað þetta áður og fannst það vont. Ég hef heldur ekki borðað mikið sælgæti og drekk ekki gos, nema á jólunum. Það er hægt að lifa mjög góðu lífi án alls þessa og ég sakna einskis.“ Abba, eins og hún er kölluð í daglegu tali, segist alin upp á einföldum, íslenskum mat hjá móður sinni á Selfossi; mest fiski, grænmeti og kartöflum og segir það hafa hentað sér vel. „Ég borða ekki mikið kjöt og finn að nautakjöt fer til dæmis ekki vel í minn skrokk.“ Íslenska, lífræna lambakjötið sé hins vegar mjög gott. Síðastliðinn áratug hefur Abba staðið fyrir lífsstíls- námskeiðum fyrir konur á öllum aldri. „Sumar koma á fjögur eða fimm námskeið í röð og eru því jafnvel hjá mér stanslaust í tvö ár. Það eru alls ekki bara konur sem vilja léttast því oft koma grannar stelpur sem helst vilja reyna að losna við óholla skyndibitann. Ég hef mjög gaman af því að elda og hef líka verið með matreiðslunámskeið fyrir konurnar og kenni þeim meðal annars að búa til einfaldan en hollan skyndibita.“ Súpan að ofan er dæmigerður, hollur skyndibiti, segir hún og allt hráefni í kökuna sé hollt þótt hún sé dísæt. „Ég reyni að hafa allan mat bragðgóðan svo karlar og krakkar vilji borða hann! Konur borða yfirleitt allt.“ Hún segir rangt að reikna með því að krakkar vilji helst nagga, pítsur og þess háttar. „Ég á eina dóttur, hún er alin upp á grænmeti og holl- um mat og það var ekkert mál.“ Aðalbjörg segist ekki fyrir öfgar. „Það er ekki hægt að lifa algjöru meinlætalífi. Menn fara í veislur og fá sér ýmislegt sem er ekki mjög hollt en það er í góðu lagi ef mann borða þokkalega hollan mat dags daglega. Það er nóg að holli mat- urinn sé 70% af því sem maður borðar.“ Hún bendir á að framboð aukist sífellt á tilbúnum mat og fólki sé þannig gert lífið auðveldara. „Jafnvel of auðvelt og margir halda að þessi matur sé ódýrari en annar en það er misskilningur. Ég hef sjálf gert verðkannanir; fiskur og lamb- hagasalat kostar jafn mikið og pylsa í brauði með öllu drasl- inu! Meira að segja ljótasta pítsan í frystinum er ekki ódýrari en íslenskt salat og lífrænar baunir sem hægt er að nota í góða vefju. Það þarf bara aðeins að hugsa.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson FÓLKI JAFNVEL GERT LÍFIÐ OF AUÐVELT MEÐ TILBÚNUM MAT Hollt og gott ekki dýrara AÐALBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR ÁKVAÐ ELLEFU ÁRA AÐ LÁTA RUSLFÆÐI VERA EFTIR AÐ HÚN ÆLDI HAMBORGARA, FRÖNSKUM KARTÖFLUM OG APPELSÍNI Í KEPPNISFERÐ FRÁ SELFOSSI TIL REYKJAVÍKUR! HÚN HEFUR HINS VEGAR LENGI LAGT RÍKA ÁHERSLU Á HOLLAN SKYNDIBITA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Alltaf á boltanum! Aðalbjörg rekur líkamsræktarstöðina Bjarg á Akureyri og hefur lengi boðið upp á lífsstílsnámskeið fyrir konur. Hrákaka, glútenfrí, sykurlaus, engar mjólkurvörur, lífrænt. 400 g döðlur 200 g hnetur eða döðlur 2 dl (70 g) kókosmjöl 3-4 poppkexkökur, glútenfríar og lífrænar 1 dl sólblómafræ – sleppa ef kakan á að vera glútenfrí 3 kúfaðar msk hnetusmjör, lífrænt. Lífrænt vanilluduft, ca ½ tsk og smá Himalaya-salt. Döðlur mýktar í 1 dl af vatni, hita en ekki sjóða. Ristið kók- osmjöl og hnetur á pönnu eða í ofni. Myljið hnetur og popp- kex í matvinnsluvél, ekki í mauk, hellið í skál. Maukið döðlur í matvinnsluvél og setjið hnetusmjörið út í, bráðnar saman. Hellið öllu hinu út í vélina og látið þetta blandast, ekki of lengi. Þjappið í form með bökunarpappír í botni. Passar í stórt kringlótt smelluform, 24 cm. Kælið. Súkkulaðikrem ½ dl kaldpressuð kókosolía, lífræn ½ dl kakósmjör, Solla ½ dl hreint kakóduft, Solla t.d. ½ dl Agavesíróp eða annað lífrænt síróp eða hunang 2 msk. Lucuma, Solla Smá vanilluduft og salt Setjið kókosolíuna smástund í heitt vatn svo hún verði fljótandi. Bræðið kakósmjörið yfir vatnsbaði. Hrærið svo öllu saman og leyfið þessu að kólna aðeins áður en sett er yfir kökuna. Takið kökuna úr forminu og hvolfið á disk. Takið pappírinn af og setjið kremið á. Það passar akkúrat og ekkert þarf að fara til spillis. Flott að skreyta með kakónibbs, Gojiberjum og graskers- fræjum. Snikkerskaka Öbbu Fyrir tvo ½ flaska af Biotta gulrótarsafa ¼ flaska af Biotta rauðrófusafa Eitt grænt epli, ein lárpera, góð- ur hnefi af spínati, vænn bútur af engiferrót, 100g af casjúhnet- um, turmeric og cayennepipar (úr lífrænu hillunni). Allt sett í blandarann og maukað, hellt í súpudisk og ferskt kóríander klippt yfir ásamt hnetum. Rauðrófusúpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.