Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 20
Ég byrjaði eiginlega fyrst að hlaupa af krafti í hruninu,“ segir Ósk Vilhjálmsdóttir,myndlistar- og gönguleiðsögumaður, sem undanfarin ár hefur ánetjast hlaupum.Hafði Ósk um skeið leitað sér að hentugri íþrótt til að æfa og var aðeins farinað fikta við hlaup árið 2007. Var hún dag einn hvött til að koma í hlaupahóp og lét hún ekki segja sér það tvisvar. Dreif hún sig á æfingu hjá Hlaupasamtökum lýðveldisins, sem héldu úti föstum æfingum, undir handleiðslu þjálfara. „Og þegar maður er kominn í hóp er þetta ekki spurning, maður fer út í blindbyl, myrkri, stormi og öllum mögulegum veðrum, því maður á stefnumót við hlaupafélagana,“ segir Ósk og mælir eindregið með slíkum hópum. Byrjaði Ósk í kjölfarið að hlaupa þrisvar sinnum í viku með Hlaupasamtökunum en fljót- lega fjölgaði æfingunum. „Maður finnur það strax hvað þolið er fljótt að koma, úthaldið eykst og manni líður svo miklu betur,“ segir hún. Hreinsar hugann og losnar við stress Ósk tók þátt í sínu fyrsta maraþoni í Berlín árið 2008 og endurtók leikinn þar í borg aftur ári síðar. Í dag á hún fjögur maraþon að baki, hið síðasta frá því í Amsterdam í október síðastliðnum. Þar gerði hún sér lítið fyrir og sigraði í sínum aldursflokki, þá nýorðin fimm- tug. Einnig hefur hún keppt í Laugavegshlaupinu, frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk, þar sem hún lenti í öðru sæti í fyrra. Núorðið hleypur Ósk að jafnaði annan hvern dag og vill síður að lengra líði á milli. „Þetta er nánast orðið eins og að fá sér súrefni, þvo sér um hárið eða annað,“ segir hún létt í bragði. „Það fylgir þessu bara svo mikil vellíðan og ekki síst fyrir hausinn,“ svarar hún, spurð að því hvað það sé eiginlega sem heilli svona við hlaupin. „Maður verður bara svo ánægður og jákvæður með allt, sefur betur, sækir í hollustu o.s.frv. Þá losnar maður líka við alls kyns hugarangur og stress, kemst t.d. burt frá samfélagsumræðunni um stund og hreinsar hugann,“ svarar hún og bætir við að sá þáttur hafi ekki síst heillað hana. Í dag æfir Ósk eftir hlaupaáætlunum sem þjálfarinn Sigurður P. Sigmundsson, hjá hlaup.is, útbýr fyrir hana. Eftir að Hlaupasamtökin misstu þjálfara sína hleypur hún einnig með nýj- um hópi í vesturbænum, KR Skokk, sem stofnaður var síðastliðið vor í kjölfar mikillar eft- irspurnar. Er þar boðið upp á reglulegar æfingar vikulega, með þjálfurum, og mismunandi styrkleikahópar í boði. Segir Ósk ljóst að mikil vakning hafi orðið í þjóðfélaginu og hlaup orðin fastur hluti af lífstíl margra, þarf ekki nema að líta á þátttöku í almenningshlaupum, fyrrnefndum hlaupa- hópum eða skokkurum sem sjást á hlaupum víða um borgina. „Það er bara svo rosalega gott að stíga öðru hvoru út fyrir þægindarammann og taka aðeins meira á því en maður vanalega gerir, bæði fyrir einbeitinguna og hugann,“ segir hún. Morgunblaðið/Ómar SIGRAÐI AMSTERDAM MARAÞONIÐ Í SÍNUM ALDURSFLOKKI Þolið er fljótt að koma FJÖLMARGIR HAFA UNDANFARIÐ SMITAST AF HLAUPABAKTERÍUNNI OG FARA ORÐIÐ ÚT AÐ HLAUPA Í ÖLLUM VEÐRUM NOKKRUM SINNUM Í VIKU. ÓSK VILHJÁLMSDÓTTIR ER EIN ÞEIRRA. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is *Heilsa og hreyfingEkki hefur alltaf verið úrval af ávöxtum og grænmeti hér á landi. En hvenær kom hvað? »22 Hlaupaæði virðist hafa gripið landann. Sem lýsandi dæmi um aukinn áhuga á hlaupum er vert að segja frá því að þegar ákveðið var að stofna nýjan hlaupahóp í Vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið vor, í kjölfar mikllar eftirspurnar, mættu um hundrað manns á fyrstu æfinguna. Eins og Ósk Vilhjálmsdóttir greinir frá nýtti hún sér þjónustu slíkra hlaupahópa í upphafi og gerir enn. Ber hún þeim ein- staklega vel söguna. Góðir til að koma sér af stað Hlaupahópar geta verið sniðug lausn til að hjálpa fólki við að koma sér af stað í reglubundna þjálfun og byggja upp styrk og þol. Virkar hvetjandi að hitta hlaupafélaga á æfingu og síður líklegt að maður missi úr en ef maður er einn að paufast og þarf að rífa sig af stað. Fjölmarga hlaupahópa er að finna vítt og breitt um landið sem bjóða upp á reglubundnar æfingar nokkr- um sinnum í viku. Á vefnum hlaup.is er mikinn fróðleik um hlaup og hlaupaþjálfun að finna, sem nýtist bæði byrjendum sem lengra komnum. Þar er til dæmis að finna yfirgripsmikinn lista yfir skokkhópa. Æfa slíkir hópar oftar en ekki undir handleiðslu þjálfara sem yfirleitt eru vanir hlauparar sjálfir. Hafa þeir lag á að velja hlaupaleiðir og -áætlanir sem henta fólki í mismunandi styrkleikaflokkum, auk þess sem reglulega eru gerðar svokallaðar „gæðaæfingar“ sem miða að því auka þol og getu hvers og eins. Á því alls ekki að láta eigin takmarkanir draga úr sér, það er eitthvað í boði fyrir allan aldur og ásigkomulag. Ósk Vilhjálmsdóttir og maður hennar, Hjálmar Sveinsson (til hægri), á hlaupum með vinafólki. Hlaupahópar í boði víða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.