Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 51
M Efnahagsmál Romney hyggst lækka skatta, loka götum í skattalöggjöfinni og ganga harðar fram í niðurskurði á opinberum útgjöldum en andstæðingur hans. Hann hefur þó ekki tilgreint nákvæmlega hvar hann hyggst skera niður. Romney segir velgengni sína í viðskiptum til marks um að hann viti hvernig eigi að blása lífi í efnahaginn. Heilbrigðismál Repúblikanar hafa lagt áherslu á andstöðu sína við heilbrigðislöggjöf Obamas og afnám hennar. Romney kom sambærilegum breytingum í heilbrigðismálum í gegn þegar hann var ríkisstjóri í Massachussetts og hefur verið varkár í yfirlýsingum. Hann hyggist breyta reglum, en ekki er ljóst hvað á að koma í staðinn. Þá vill hann breyta skaðabótalöggjöfinni þannig að mörk verði sett á skaðabótamál gegn læknum og sjúkrahúsum. Varnarmál Öfugt við Obama, sem leggur áherslu á að Bandaríkin snúi sér að Asíu, horfir Romney til hefð- bundinna bandamanna, einkum Breta og Ísraela. Hann hefur gagnrýnt fjárlagahallann harðlega, en hyggst auka framlög til varnarmála. Hann gagnrýnir stefnu Obamas gagnvart Íran og hyggst ganga vasklegar fram en hann til að binda enda á kjarnorkuáætlun Írana. Utanríkismál Romney hefur gagnrýnt Obama fyrir að ganga ekki nógu hart fram í utanríkismálum, sérstaklega gagnvart Kínverjum, sem hann sakar um að hafa rangt við í viðskiptum með því að stýra gengi kínverska júansins. Hann hefur lýst yfir að á fyrsta degi í embætti muni hann láta til skarar skríða gegn Kínverjum. Hann segir að með því að beina sjónum að Asíu snúi Obama baki við Atlantshafsbandalaginu. Þá segir hann Obama hafa reynst Ísrael illa. Félagsmál Romney er fylgjandi því að ríki Bandaríkjanna setji mörk við fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. Hann hefur lýst yfir samúð með ólöglegum innflytjendum, en er andvígur áætlunum Obamas um að vísa börnum þeirra ekki úr landi og kallar þær misnotkun á valdi forseta. Willard Mitt Romney Fæddur 12. mars 1947 í Detroit í Michigan. Kvæntist Ann Lois Davies 1969. Þau eiga fimm börn. Lauk námi í lögum og MBA frá Harvard-háskóla 1975. Einn stofnenda fjárfestingafyrirtækisins Bain Capital 1984. Ríkisstjóri í Massachusetts 2003 - 2007. Sóttist eftir útnefningu repúblikana til forsetaframboðs 2008 án árangurs, en sigraði í forkosningum flokksins 2012. Trúarbrögð: Mormóni. Massachusetts Rhode Is. Connecticut Wash. DC MaineVermont New Hampshire Illinois New York New Jersey Delaware MarylandV. . Louisiana Pennsylvanía Ohio Virginía Norður-Karolína Suður-Karolína Georgía Tennessee Kentucky Michigan Wisconsin Arkansas Missouri Iowa Oklahoma Kansas Indiana Mississippi Alabama Flórída Minnesota 191 Óákveðnir Líklegur stuðningur Öruggur stuðningur 127146 64 Kjósendur kjósa 538 kjörmenn Atkvæði 270 kjörmanna þarf til að sigra itt Romney g ógerningur er að segja til um úrslitin Mitt Romney heldur áfram sókn sinni inn á miðju stjórnmálanna á lokaspretti baráttunnar fyrir bandarísku forsetakosningarnar og má vart á milli sjá hvor stendur betur, áskorandinn eða Barack Obama Bandaríkjaforseti. Obama hefur valdið mörgum stuðningsmönnum sínum vonbrigðum á kjörtímabilinu og kveikir ekki sömu ástríður og fyrir fjórum árum. Romney glímir við tortryggni margra repúblikana, sem telja hann villa á sér heimildir og ekki vera sannan íhaldsmann. Á kjördag getur ráðið úrslitum hvernig kjósendur skila sér á kjörstað. Texti: Karl Blöndal kbl@mbl.is Grafík: Elín Esther Magnúsdóttir ee@mbl.is 4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.