Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 59
4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Heilnæmi sem finnst hjá B, D, S og V? (14)
8. Liðavörn getur ruglað hugstolið. (8)
9. Sá ánægjusamlegi missir álag vegna smálætis. (9)
10. Hann enski er duglegur og ekki trúaður. (7)
11. Áðan Daði steindrapst. (8)
13. Fugl eða dýr af ættkvísl fugla. (5)
16. Er að lokum sænsk kona að velta? (5)
18. Búa til málverk sem yfirvarp. (10)
19. Dínar er gerður úr frumefni. (5)
20. Nokkurn veginn kærast. (6)
23. Hjá bensínstöð renndir við til að finna óskaðaða. (9)
26. Gráða kennitölu er í fyrstu fundin í gerli. (8)
28. Þurrka út speldi og hár leiðir í ljós viðfangsefni. (11)
31. Fólkið sem gengur ekki til endanna á gangstétt eru borg-
ararnir. (10)
33. Salat er í tómum leir. (7)
34. Litaðist í einhvers konar pappír. (9)
35. Stimpill drykkjarvatns finnst aðeins á pappír (10)
LÓÐRÉTT
1. Bætiefni og spýta sem elsku Víta gefur. (11)
2. Afkvæmi skaðað af kulda fær bætiefnið. (6)
3. Orðalag uppfyllt af hópi sem veitir heiður. (9)
4. Skór minnkar úr þrem áttum (8)
5. Samningur augna er blettur á þeim (8)
6. Beysnar með góða einkunn urðu gargandi. (8)
7. Núverandi venst áður. (3,7)
10. Hvað, hár í kviðsliti? (5)
12. Var ennþá ryk við Bar 8 í viðureign? (13)
14. Útreyktir á tímabilum. (6)
15. Bætur við klukkur verða að lagfæringu. (5)
17. Úr aðstoð má fjarlægja stoðvef. (7)
21. Hefur fangi námskeið að baki? (6)
22. Tímabil baks að kvöldi. (10)
24. Elska sælgæti: það er ákjósanlegt. (6)
25. Snjór blandast vatn saman í hófleysi. (9)
27. Skyrterta missir innihald klæðnaðar. (6)
29. Dýr fyrir ekkert á 50. e. Kr. (6)
30. Hannes, ég ómi sem smámunir. (6)
31. Sjá fiðrildi vafra í upphafi til að brjóta. (5)
32. Nýtilkomið gagn. (4)
Lenka Ptacnikova er Íslandsmeist-
ari kvenna 2012 eftir spennandi
Íslandsþing sem lauk á miðvikudag-
inn. Hún er fremst íslenskra skák-
kvenna en þær sem næstar koma eru
sífellt að bæta sig. Helsti keppinaut-
ur hennar að þessu sinni, Tinna
Kristín Finnbogadóttir, var nálægt
því að landa sínum fyrsta Íslands-
meistaratitli en hún hafði hálfs vinn-
ings forskot á Lenku þegar tvær um-
ferðir voru eftir af mótinu, náði ekki
að leggja Hallgerði Helgu Þorsteins-
dóttur í lykilviðureign sjöttu umferð-
ar og í lokaumferðinni varð jafntefli:
Sjá stöðumynd 1.
Hrund Hauksdóttir – Tinna
Kristín Finnbogadóttir
Tinna ákvað að valda b7-peðið.
Rétti leikurinn er hins vegar 35. …
Bf3! Þar sem 36. gxf3 er svarað
36. … h3 og h-peðið verður að
drottningu. Hrund varðist vel í fram-
haldinu og náði jöfnu eftir 58 leiki.
Ólympíuliðið raðaði sér í efstu sæt-
in af 12 keppendum:1. Lenka Ptacni-
kova 6 v. (af 7). 2. Tinna Kristín
Finnbogadóttir 5½ v. 3. Hallgerður
Helga Þorsteinsdóttir 5 v.
Besta skákforritið –
Houdini
Fyrir nokkrum misserum hitti grein-
arhöfundur á förnum vegi kunnan
áhugamann um hugbúnað skákar-
innar, Höskuld Dungal, sem tjáði
mér að nú væri hægt að hala niður
ókeypis af netinu nýju skákforriti
sem slægi öllum öðrum við – Houd-
ini. Ég bar þetta undir Einar Karls-
son, helsta sérfræðing minn á þessu
sviði, sem hafði uppi ýmsa fyrirvara
um þessar upplýsingar. En nokkrum
dögum síðar hringdi Einar í mig og
taldi þá að eitthvað væri til í þessu
hjá Höskuldi. Houdini 3 er í dag
sterkasta skákforrit sem fáanlegt er.
Nýlega kynnti þýsk vefsíða til leiks
hinn belgíska forritara Houdinis,
Robert Houdart, allsterkan skák-
mann sem starfar sem verkfræð-
ingur við hönnun jarðskjálftaþolinna
pípulagna í kjarnorkuverum. Með-
fram og án formlegrar menntunar á
þessu sviði „skrifaði“ hann alls kyns
forrit þar til einn góðan veðurdag – á
meðan hann beið eftir gleri í stjörnu-
kíkinn sinn – að hann hóf vinnu við
skákforrit. Útkoman var „Houdini“
sem kom fram árið 2009. Við forritun
kvaðst Houdart hafa „þrengt“ að
valkostum við ákvarðanatöku, þ.e.
forritið skoðar ekki alla valkosti af
sömu dýpt. Houdart kvaðst hafa sótt
á netið alls kyns upplýsingar og
þannig stytt sér leið að nýjum lausn-
um. Keppinautnum „Rybku“ var á
síðasta ári „rutt úr vegi“ en í einni
skák einvígis þessara forrita fórnaði
1,5-útgáfan þremur peðum í byrjun
tafls og þó voru drottningarnar ekki
lengur á borðinu. Viðureignin þykir
af ýmsum tölufræðingum marka
tímamót:
„Rybka 4.0“ – „Houdini 1.5 a“
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Rf3
Rc6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 c4 7. Bc2 Dc7
8. De2 g5 9. e6 dxe6 10. Rxg5 De5
11. d4 Dxe2+ 12. Kxe3 e5!?13. Dxe5
Rxe5 14. Rxh7 Bg7 15. Rg5 Bd7 16.
Ra3 Rd3! 17. Bxd3 cxd3+ 18. Kxd3
Ra4 19. f3 a5 20. Re4 f5 21. Rf2 b5
22. Rc2 b4 23. cxb4
Sjá stöðumynd 2.
23. … Kf7! 24. bxa5 Hxa4 25. Kd2
Hd8 26. Rb4 He5 27. Rfd3 Bb5 28.
He1 Rc5 29. Hxe5 Bxe5 30. f4 Bf6
31. Ke1 Rxd3+ 32. Rxd3 Bxd3 33. a4
Hc8 34. a5 Hc2 35. Bd2 Hxb2 36. a6
Be4 37. Ha3 Bxg2 38. a7 Hb1+ 39.
Ke2 Ba8 40. Be1 Bd4 41. Ha2 Hb3
42. Bg3 Ke6 43. Kf1 Bc5 44. Ke2
Kd7 45. Kf1 Hb4 46. Ke2 Bd6 47.
Kf2 Bxf4 48. H4 Bh6 49. Kf1 Hb1+
50. Be1 e5 51. H5 f4 52. Hd2+ Kc7
53. Hc2+ Kb6
– „og Rybka gafst upp.“
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
SKÁK
Lenka Íslandsmeistari kvenna 2012
Stöðumynd 2.Stöðumynd 1.
Verðlaun eru veitt fyrir
krossgátu vikunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn í um-
slagi merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádeg-
ismóum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 4. nóvember
rennur út á hádegi 9. nóv-
ember. Nafn vinningshafa
er birt í Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins 11. sept-
ember. Vinningshafi kross-
gátunnar 28. október er Ragnhildur Haraldsdóttir,
Vesturbergi 78, 111 Reykjavík. Hún hlýtur í verð-
laun bókina Siglingin um síkin eftir Álfrúnu Gunn-
laugsdóttur. Forlagið gefur bókina út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang