Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012 Leiðangurinn var gerður út til að rannsaka hvernig stæði á þúsundum lóna á Grænlandsjökli. Haraldur gengur með bakkanum og Skúli heldur um kaðalinn. Morgunblaðið/RAX PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 30 55 KULDANN KLÆDDU AF ÞÉR VIKING POLAR THERMO STÍGVÉL Stærðir 21–41. Svört og fjólublá. 5.990 KR. FULLT VERÐ 7.990 KR. SKOGSTAD MILLE DÚNÚLPA Stærðir 80–116. Bleikar og brúnar. 12.990 KR. FULLT VERÐ 16.990 KR. ANIK PEAK GÖNGUSKÓR OMNI-HEAT Stærðir 41–48. Herraskó. Svartir. 18.990 KR. FULLT VERÐ 24.990 KR. SKOG Stærð Svarta 15 FULLT SKOGSTAD TO Stærðir 80–116 Bláar og mosa 12.99 FULLT VERÐ 16 gjörlega ótengdur afkomu bankans, byggist á veltuumfangi og fjölda starfsmanna og er þar af leiðandi algjörlega galin uppfynding. Og svo núna, eftir að við fórum af stað í ferðaþjónustu og lögðum út í miklar fjárfest- ingar í flugfélagi, þá voru álögur hækkaðar á hótel og bílaleigur, sem gera ekkert annað en að draga úr áhuga ferðamanna. Ágætur félagi minn sagði: „Í guðannna bænum ekki fara í matvörugeirann, þá aukast álögur þar. Þetta hefur mér þótt einna verst þegar ég horfi til baka, að ekki er hægt að treysta settum reglum og maður veit í raun ekki við hverju á að búast þegar farið er af stað.“ Reyndi í tvígang að hætta Hvarflaði ekkert að þér í sumar að láta gott heita? „Nei, en ég get alveg sagt að upprunaleg áætlun stóðst engan veginn. Eftir að hafa kynnt mér markaðinn betur var ég hins vegar sannfærðari en síðastliðið haust um að tæki- færin væru þarna. Og í kjölfarið á því ákveð ég að setja meira fjármagn í reksturinn og taka sjálfur í taumana. Ég er viss um að með því að fínstilla ýmislegt, sem unnið hefur ver- ið að hörðum höndum, er hægt að byggja upp mjög skemmtilegt og öflugt félag.“ Af hverju þessi áhersla á að allt eigi að vera skemmtilegt? „Ég er svo lánsamur að vera vel stæður og þurfa í sjálfu sér ekki að vinna. Þar af leiðandi finnst mér algjört skilyrði að það sé gaman í vinnunni, ég sé að vinna með skemmtilegu fólki og stöðugt að læra og tak- ast á við áskoranir. Við leggjum mikið upp úr því að byggja upp inn á við öflugan fyr- irtækjakúltúr, en farþegarnir þurfa líka að upplifa það. Og það kostar ekkert að brosa. Það er frábært að lesa umsagnir farþega vegna góðrar þjónustu um borð. Það þarf ekki mikið, galdurinn liggur í smáatriðunum, hvernig við merkjum okkur, hvernig við komum fram og svo framvegis.“ Hann bætir við eftir stutta þögn: „Fyrir utan að ég reyndi í tvígang að hætta að vinna, en var að drepast úr leið- indum eftir tvær vikur í bæði skiptin!“ Fékkstu símtal frá Pálma Haraldssyni, eiganda Iceland Express, þar sem hann sagði: Já, já, nú er ég hættur þessu! „Það gerðist kannski ekki alveg þannig,“ segir Skúli og brosir. „En það gerðist í raun að jú, Pálmi hafði samband. Við fengum okk- ur kaffi saman, þar sem við fórum vítt og breitt yfir málin, og okkur var báðum ljóst að eina vitið var að sameina þessi félög. Þetta var því frekar spurning um hvernig en ekki hvort. Og samningar náðust mjög hratt. Það liðu tíu dagar frá þessu fyrsta símtali þar til við sendum út tilkynningu.“ Keyptirðu reksturinn? Já, formið er í raun þannig að ég kaupi og tek yfir alla ábyrgð og skuldbindingar gagn- vart farþegum Iceland Express,“ segir Skúli. „Fyrir það greiðum við ákveðna upphæð til Iceland Express. Það heitir reyndar IEME ehf. Skipt var um nafn, af því að við keypt- um líka nafnið, öll merkin, kerfið og teng- ingar við umheiminn, erlenda umboðsmenn, ferðaskrifstofur og svo framvegis. Fyrst um sinn bjóðum við ferðir í nafni Iceland Ex- press. En við keyptum ekki fyrirtækið. Eftir stendur skelin og því miður er hagræðing ein meginröksemdin fyrir sameiningu. Við tökum við tíu eða tólf starfsmönnum frá Ice- land Express og því miður missir mikið af góðu og reyndu fólki vinnuna í kjölfarið.“ Langyngsti flugflotinn Hann segir að Iceland Express hafi verið með áberandi bestu stundvísina í sumar, 92- 93%, á meðan WOW hafi verið með 83% og Icelandair 82%. „Þarna er því verðmæt þekking og reynsla. En það breytir því ekki að við vorum fullmannað flugfélag og í augnablikinu gátum við ekki tekið við flug- liðum Iceland Express. En síðast í dag til- kynntum við að við hefðum tryggt okkur ný- legar Airbus-þotur. Sú fyrsta er þegar komin í gagnið, sú næsta kemur í mars og síðan tvær til viðbótar í vor. Við verðum með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.