Morgunblaðið - 07.12.2012, Page 2
Óljós framtíð viðræðna
Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður
VG og formaður utanríkismála-
nefndar, reiknar með að hægagang-
ur verði í viðræðum við Evrópusam-
bandið um eða upp úr áramótum.
Hann sagði að þá yrðu stjórnmála-
menn væntanlega uppteknir við und-
irbúning kosninga, frágang fram-
boðslista og landsfundi stjórnmála-
flokka.
„Það er ekki byrjað að ræða veiga-
mikla kafla í þessum viðræðum,“
sagði Árni Þór. Hann nefndi að land-
búnaðarkaflinn og sjávarútvegskafl-
inn væru enn á undirbúningsstigi og
eins væri eftir að ræða t.d. kafla sem
fjallar um gjaldeyrishöftin.
Hann kvaðst hafa, líkt og sumir
ráðherrar VG, viðrað það í haust að
hægja á viðræðunum eða leggja þær
til hliðar fram yfir kosningar. Hann
sagði málið ekki hafa verið rætt við
ESB, enda yrðum við að taka
ákvörðun um þetta.
„Við eigum að leggja þetta strax
til hliðar,“ sagði Ragnheiður Elín
Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks í utanríkismálanefnd, um að-
ildarviðræðurnar. „Við eigum að for-
gangsraða tíma okkar og fjármunum
í annað en þessar viðræður þar sem
við erum með sundraða þjóð, sundr-
að þing og sundraða ríkisstjórn í
þessu ferli.“ Hún sagði ESB einnig
hafa nóg annað á sinni könnu þessa
dagana. „Við erum að nálgast kosn-
ingar og það á að gefa þjóðinni tæki-
færi til að tjá sig um þetta í kosning-
unum.“ gudni@mbl.is
Þingmaður VG telur að það hægi brátt á ESB-viðræðum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill hætta viðræðunum strax
Árni Þór
Sigurðsson
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ein lengsta atkvæðagreiðslan
Atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu um fjárlög tók fjórar stundir og 24 mínútur
Það er langlengsta samfellda atkvæðagreiðslan sem menn þekkja til á Alþingi
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Atkvæðagreiðsla sem fram fór á Alþingi í gær eft-
ir 2. umræðu um frumvarp til fjárlaga 2013 var
lengsta samfellda atkvæðagreiðslan sem fram hef-
ur farið í seinni tíð á Alþingi. Hún stóð linnulaust í
fjórar klukkustundir og 24 mínútur. Ein atkvæða-
greiðsla hefur staðið lengur og fór hún fram 21.
desember 1985 eftir 3. umræðu um fjárlög ársins
1986. Sú stóð í fjórar stundir og 26 mínútur. Þá var
gert matarhlé en ekkert hlé var gert á atkvæða-
greiðslunni nú.
„Þetta er langlengsta atkvæðagreiðslan sem er
samfelld,“ sagði Helgi Bernódusson, skrifstofu-
stjóri Alþingis, þegar hann var spurður um hina
óvenjulöngu atkvæðagreiðslu sem hófst laust eftir
klukkan 10.30 í gærmorgun og lauk ekki fyrr en
rétt fyrir klukkan 15.00. Starfsmenn Alþingis
könnuðu lengd atkvæðagreiðslnanna tveggja í
bókum þingsins og sáu að einungis munaði tveim
mínútum á lengd þeirra. Helgi sagði að atkvæða-
greiðslan í gær væri vafalaust sú lengsta sem farið
hefði fram eftir 2. umræðu um fjárlög. Eins hefðu
umræðurnar sem fram fóru í gær við atkvæða-
greiðsluna verið þær lengstu sem menn þekktu til
við atkvæðagreiðslu.
Nokkur atriðið urðu til þess að draga atkvæða-
greiðsluna í gær á langinn. Margar atkvæða-
greiðslur voru um tekjugreinina, sem er nokkuð
óvenjulegt, að sögn Helga. Venjulega hefur tekju-
greinin verið afgreidd í einni atkvæðagreiðslu en
nú var henni skipt upp. Helgi taldi að það hefði
lengt atkvæðagreiðsluna um rúma klukkustund.
Í öðru lagi hafa umræður um sjálfa atkvæða-
greiðsluna, sem fara fram áður en atkvæðagreiðsl-
an hefst, sífellt verið að lengjast og fór langur tími
í þær. Helgi sagði þessi tvö atriði, sem fór fyrst að
brydda á á síðustu árum, skýra lengd atkvæða-
greiðslunnar. Þá vildu margir gera grein fyrir at-
kvæði sínu, en það er ekkert nýtt.
Lokaatkvæðagreiðslan um fjárlög ársins 1986,
sem fór fram laugardaginn 21. desember 1985,
þótti söguleg. Þar voru gerð tólf nafnaköll, sem
tóku nokkurn tíma. Auk þess lögðu þingmenn Al-
þýðuflokksins þá fram 74 breytingartillögur við
fjárlagafrumvarpið.
„Þetta er lang-
lengsta atkvæða-
greiðslan sem er
samfelld,“
Helgi Bernódusson.
Landbúnaðarkafli aðildarviðræðna
Íslands við ESB var ræddur á fundi
utanríkismálanefndar í gær. Þar
mættu fulltrúar Bændasamtakanna
og Neytendasamtakanna.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
nefndarinnar, sagði að fulltrúar
Bændasamtakanna hefðu skýrt
hvers vegna þeir gengu af samn-
ingafundi um daginn. Það var vegna
óánægju með undirbúning landbún-
aðarkaflans, einkum það er lýtur að
tollverndinni. Neytendasamtökin
gerðu grein fyrir sínum sjón-
armiðum en þau eru andstæð sjón-
armiði bænda um tollvernd. Árni
Þór rifjaði upp nefndarálit utanrík-
ismálanefndar frá 2009 þar sem lögð
er áhersla á að tollverndin sé ríkur
þáttur í stuðningi við íslenskan land-
búnað. Verði hún ekki til staðar
verði að tryggja sambærilegan
stuðning sem geri landbúnaðinn
jafnsettan sem fyrr. gudni@mbl.is
Á öndverðum
meiði um
tollverndina
Góður gangur hefur verið í framkvæmdum við
fiskimjölsverksmiðju Eskju á Eskifirði und-
anfarna mánuði. 50 manns hafa að meðaltali
unnið við endurbætur og uppbyggingu í verk-
smiðjunni.
Búið er að reisa 42 metra háan skorstein sem
kemur útblæstri inn fyrir byggðina í Eskifirði.
Reist hefur verið nýtt hreinsivirki fyrir útblástur
frá verksmiðjunni þar sem lykteyðing fer fram.
Verksmiðjuhúsið sjálft hefur verið stækkað og
hækkað, rafmagnshitarar eru komnir á sinn stað
og þessa dagana er verið að koma spennum fyrir
og klæða verksmiðjuna. Rarik leggur nýjan
streng frá spennustöð að verksmiðju og er það
verk í gangi. Búið er að steypa upp fyrstu hæð á
nýju starfsmannahúsi þar sem góð aðstaða verð-
ur fyrir starfsfólk. Byggingarstjórn á svæðinu er
í höndum Mannvits. aij@mbl.is
Betra loft með 42 metra háum strompi
Ljósmynd/Atli Börkur Egilsson
Miklar framkvæmdir við fiskimjölsverksmiðju Eskju á Eskifirði
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum
sem þetta kann að valda.
Athygli er vakin á að á skattur.is er boðið
upp á sjálfsafgreiðslu og á rsk.is er hægt að
nálgast ýmsar upplýsingar um skattamál.
Lokað í dag !
Föstudaginn 7. desember
er lokað hjá ríkisskattstjóra
Borgarráðs-
fulltrúar Sjálf-
stæðisflokks
lögðu í gær fram
tillögu um að
skrifstofu borg-
arstjórnar og
borgarlögmanni
verði falið að
greina áhrif
frumvarps til
stjórnskip-
unarlaga á starfsemi og hagsmuni
Reykjavíkurborgar og fyrirtækja
hennar. Kjartan Magnússon borg-
arfulltrúi segir að skýra þurfi betur
ýmis ákvæði, s.s. þau er snúa að
mannréttindum og eignarhaldi á
auðlindum. „Það er ýmislegt í þessu
frumvarpi sem ég óttast að verði til
þess að kostnaður sveitarfélaganna í
landinu og ekki síst borgarinnar
aukist verulega,“ segir Kjartan.
Ákvæði um að ekki megi mismuna
vegna tungumáls gæti t.d. valdið því
að borgin gæti ekki gert kröfur um
íslenskukunnáttu við ráðningar og
þá sé það mat lögfræðinga að óvissa
gæti skapast um eignarhald á auð-
lindum Orkuveitunnar. Afgreiðslu
tillögunnar var frestað en frestur til
að skila inn umsögnum um frum-
varpið rennur út 13. desember nk.
Gæti aukið
kostnað hjá
borginni
Kjartan
Magnússon
Borgarlögmaður
athugi frumvarpið