Morgunblaðið - 07.12.2012, Síða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012
Katrín Middleton hertogaynja,
eiginkona Vilhjálms Bretaprins,
sagði að sér liði miklu betur eftir að
hún var útskrifuð af sjúkrahúsi í
Lundúnum í gær.
Katrín hélt á gulum rósavendi
þegar hún fór frá sjúkrahúsinu með
eiginmanni sínum. Hún á að hvíla
sig næstu vikur í Kensington-höll
þar sem hjónin eru með íbúð, að
sögn talsmanna prinsins.
Katrín var flutt á sjúkrahús, sem
kennt er við Játvarð VII., á mánu-
daginn var vegna mikilla þung-
unaruppkasta og morgunógleði.
Um það bil ein af hverjum 200
barnshafandi konum fær slík þung-
unaruppköst á meðgöngunni, að
sögn fréttaveitunnar AFP. Konur
sem fá þungunaruppköst eru þrisv-
ar sinnum líklegri til að ganga með
tvíbura en aðrar barnshafandi kon-
ur, að sögn The Telegraph.
Íhugar málshöfðun
Elísabet Bretadrottning og af-
komendur hennar nota oftast
Sjúkrahús Játvarðar VII. þegar þau
þurfa á læknisþjónustu að halda.
Sjúkrahúsið þurfti að biðja fjöl-
skylduna afsökunar í fyrradag eftir
að tveir ástralskir útvarpsmenn
hringdu í sjúkrahúsið, þóttust vera
Elísabet drottning og Karl krón-
prins og óskuðu eftir upplýsingum
um líðan Katrínar. Útvarpsmenn-
irnir fengu upplýsingarnar þótt til-
raun þeirra til að herma eftir ensk-
um hreim hafi þótt hjákátleg.
Útvarpsmennirnir báðust afsök-
unar en útvarpsstöðin stærði sig af
athæfinu, lýsti því sem „mesta kon-
unglega hrekk sögunnar“.
Stjórnendur sjúkrahússins sögð-
ust vera að íhuga að höfða mál
gegn útvarpsmönnunum.
bogi@mbl.is
Katrínu
líður miklu
betur
Var útskrifuð af
sjúkrahúsi í gær
AFP
Útskrifuð Katrín og Vilhjálmur
ganga út úr sjúkrahúsinu.
Nýja Bataan. AFP. | Að minnsta kosti
477 manns létu lífið í mannskæðasta
fellibyl sem gengið hefur yfir Fil-
ippseyjar á árinu. Um það bil 380 til
viðbótar er enn saknað og um
250.000 manns misstu heimili sín.
Heilu bæirnir eyðilögðust í felli-
bylnum og hellirigningu, flóðum og
skriðum sem fylgdu honum á eyj-
unni Mindanao á þriðjudag.
Erinea Cantilla gekk berfætt í tvo
daga með fjölskyldu sinni í grennd
við bæinn Nýja Bataan í leit að mat
og húsaskjóli eftir að hús þeirra og
búgarður eyðilögðust í flóðunum.
Misstu aleiguna
„Allt sem við áttum er horfið. Þeir
einu sem eru eftir eru dánir,“ sagði
Cantilla þegar hún kom til Nýja
Bataan ásamt eiginmanni sínum,
þremur börnum og barnabarni.
Um 250.000 manns, sem misstu
aleiguna, dvelja í skólum, íþrótta-
húsum og fleiri opinberum bygging-
um. Forseti landsins sendi skip með
hjálpargögn til 150.000 manna í bæj-
um sem einangruðust þegar skriður
féllu á vegi og brýr eyðilögðust.
Embættismenn sögðu að margir
þeirra sem fórust hafi verið fátækir
farandverkamenn sem hafi starfað á
stöðum þar sem skriður eru algeng-
ar, meðal annars í gullnámum og á
bananabúgörðum.
Yfirmaður björgunarsveita hers-
ins sagði að 36 manns hefði verið
bjargað á svæðum sem urðu fyrir
aurskriðum.
Um 250.000 manns misstu
heimili sín í fellibylnum
AFP
Björgun Mæðginum bjargað á hamfarasvæði nálægt bænum Nýja Bataan.
Óttast að yfir 800 hafi farist í hamförunum á Filippseyjum