Morgunblaðið - 07.12.2012, Side 35
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Minningargreinar
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012
✝ SigurðurGunnars Sig-
urðsson fæddist á
Ísafirði 16. ágúst
1935. Hann lést á
blóðmeinadeild
Landspítalans 25.
nóvember 2012.
Foreldrar hans
voru hjónin Þor-
valdína Agnborg
Jónasdóttir, f. 5.3.
1906, d. 5.9. 1997,
og Sigurður Hjálmar Sigurðs-
son, f. 13.4. 1911, d. 20.4. 1991.
Systkini Sigurðar Gunnars eru:
Brynjólfur Ingvar, f. 1940, Elín
Sigurlaug, f. 1944, og Þórarinn
Jónas, f. 1948.
Sigurður Gunnars kvæntist
17. júní 1958 Helgu Margréti
Ketilsdóttur frá Vest-
mannaeyjum. Hún er fædd 13.8.
Margrét hófu búskap sinn á
Akranesi 1958 og fluttu síðar til
Reykjavíkur 1987.
Sigurður Gunnars lauk námi í
viðskiptafræði frá Háskóla Ís-
lands árið 1958. Hann hóf starfs-
feril sinn hjá Hagdeild SÍS og
Samvinnusparisjóðnum 1954 og
var skrifstofustjóri hjá Skipa-
smíðastöð Daníels Þorsteins-
sonar í Reykjavík 1958 og síðan
skrifstofustjóri hjá Sements-
verksmiðju ríkisins á Akranesi
frá 1958 til 1969. Hann var
kennari í stærðfræði, bókfærslu
og viðskiptagreinum við Gagn-
fræðaskólann á Akranesi 1969-
75. Hann rak eigin bókhalds-
stofu á Akranesi 1969-87 og var
löggiltur fasteignasali og rak
fasteignasölu á Akranesi 1974-
1988. Frá árinu 1976 starfaði
hann sem skrifstofustjóri hjá
Verkfræðistofu Sigurðar Thor-
oddsen hf. og var meðeigandi í
fyrirtækinu frá 1986.
Útför Sigurðar Gunnars verð-
ur gerð frá Neskirkju í dag, 7.
desember 2012, og hefst athöfn-
in kl. 13.
1933. Synir Sig-
urðar Gunnars og
Helgu Margrétar
eru: 1) Árni, f. 7.9.
1955. Hans eig-
inkona er Guðný
Lilja Oddsdóttir.
Synir þeirra eru
Bjarni, f. 1980, hans
eiginkona er Rakel
Karlsdóttir, þau
eiga soninn Tristan
Bjarka, stjúpdóttir
Bjarna er Sara Björk; og Árni
Þór, f. 1988, sambýliskona hans
er Harpa Hrund Pálsdóttir. 2)
Helgi Grétar, f. 16.6. 1967. Hans
eiginkona er Rosalie Sarasua.
Synir þeirra eru Alexander
Snorri, f. 2005, og Benjamin Jo-
seph, f. 2007, stjúpdóttir Helga
Grétars er Alysha, f. 1996.
Sigurður Gunnars og Helga
Þó Diddi, tengdafaðir minn,
færi frá Ísafirði til náms og kæmi
þangað sjaldan síðar hafði hann
sterkar taugar til þessa fæðing-
arbæjar okkar beggja. Ég á hon-
um það að þakka að hann skyldi
eiga son sem hafði sterkar hvatir
til að kynnast rótum föður síns á
Ísafirði og fara þangað í mennta-
skóla. Þar bjuggu þá enn foreldr-
ar Didda, þau Ína og Sigurður.
Ínu og Sigurði kynntist ég vel á
menntaskólaárunum, þau voru
hjartahlý og yndisleg hjón. Eftir
kynni mín af þeim kom mér ekki
á óvart, þegar ég kynntist Didda
nokkrum árum síðar, að hlýja
hans og glaðværð var mikil.
Hann var ráðagóður, traustur og
yndislegur tengdafaðir.
Síðari ár fórum við Árni að
dvelja endrum og eins á Sléttu í
Jökulfjörðum, þar sem móður-
amma og -afi Didda höfðu búið og
hann dvalið hjá um sumur sem
ungur drengur. Hann skoðaði
myndir úr þessum ferðum okkar
af miklum áhuga og sagði okkur
sögur af fólki og staðháttum og
hafði sterka löngun til að komast
aftur á Sléttu. Þrátt fyrir góðar
fyrirætlanir virtist aldrei ætla að
verða af því fyrr en í sumar að
hann var nánast alveg ákveðinn í
að slást í för með Bjarna, son-
arsyni sínum, og Tristani Bjarka,
langafastráknum sínum. Við viss-
um að hann hlakkaði til ferðar-
innar. Af ferð hans varð þó aldr-
ei, hann fékk slæmar fréttir af
heilsu sinni og treysti sér ekki í
ferðina.
Hann Diddi var innst inni
keppnismaður, hann gekk til
móts við lífið með þeim hætti að
hann ætlaði að sigra í allri bar-
áttu sem lífið byði honum. Hon-
um varð líka mjög vel ágengt
lengst af. Á síðustu árum atti
hann kappi við sjúkdóm sinn með
það í huga að láta ekki buga sig.
Fram að síðasta sólarhring vildi
hann ekki játa sig sigraðan en í
þetta sinn hafði hann ekki sigur,
og hann kvaddi þetta líf með mik-
illi reisn.
Ég er innilega þakklát tengda-
föður mínum fyrir hlýjuna, vel-
vildina og samveruna í gegnum
árin í Skildinganesinu og bið Guð
að varðveita og styrkja elsku
Helgu, tengdamóður mína, í sínu
nýja hlutskipti.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem.)
Guðný Lilja Oddsdóttir.
Þegar ástvinur hverfur á braut
leita minningar á hugann.
Sigurður bróðir, eða Diddi
eins og hann var kallaður af fjöl-
skyldu og nánum vinum, var elst-
ur okkar systkina. Við ólumst
upp á miðri eyrinni á Ísafirði,
sjórinn við báða enda götunnar
að sunnan og norðan, fjaran leik-
svæði okkar.
Það var hvorki hátt til lofts né
vítt til veggja í húsinu okkar en
hlýtt. Frændgarðurinn, fjöl-
mennur og samheldinn, bjó á Ísa-
firði og Hnífsdal og móðurfor-
eldrar á Sléttu í Jökulfjörðum en
þangað fór Diddi í sveit sem barn
og unglingur.
Diddi var eljusamur, glaðsinna
og vinmargur, iðkaði fótbolta og
skíði hvenær sem færi gafst en
stóð sig ávallt vel í námi.
Eftir stúdentspróf frá M.A. lá
leiðin í Háskóla Íslands, þaðan
sem hann lauk prófi í viðskipta-
fræði. Á þessum árum voru
námslán ekki komin til sögunnar
og var því hvert tækifæri nýtt til
að afla tekna. Man ég eftir því
þegar þeir frændur Diddi og Bói,
vel innan við tvítugt, gerðu út
skektuna hans pabba og fóru á
rauðmagaveiðar, þrömmuðu svo
með aflann í hjólbörum um bæ-
inn og seldu. Algengt var að ung-
ir menn færu í uppskipun, t.d. í
kolaskip, og mér sem lítilli hnátu
þótti upplifun að sjá „svartan
mann“ sem var bróðir minn.
Sumarið sem hann varð 17 ára
var hann á síldveiðum og komst í
hann krappan þegar hann féll út-
byrðis af nótabát og mátti litlu
muna að illa færi. Þá vann hann
við byggingar á Straumnesfjalli
og voru stundum skondnar sög-
urnar um samskipti íslensku
karlanna við Kanana. Ævistarf
hans varð þó aðallega bundið við
bókhald og skrifstofustjórn enda
var hann sérlega talnaglöggur,
nákvæmur og skipulagður.
Þó fullorðin séum, upplifum
við sérstaka stemmningu á að-
ventu. Í minningunni finn ég ilm-
inn af eplum, jólasveinninn nikk-
ar í glugga bókabúðar Matta
Bjarna, strandferðaskipið flautar
– Diddi heim í jólafrí – fagnaðar-
fundir. Handklæði breitt undir
vaskafatið á hnjám Didda sem
hrærði deig í jólabaksturinn um
leið og sögur voru sagðar, stund-
um eilítið ýktar svo kitlaði hlát-
urtaugar viðstaddra.
Eftir háskólanámið tók alvar-
an við og einhverju sinni sagði
hann við mig: „Það er allt svo
auðvelt á meðan hægt er að lesa
sér til og taka próf.“
Leiðin lá til Akraness með
konu og lítinn son, þar sem fjöl-
skyldan kom sér vel fyrir, síðar
fæddist þeim annar sonur en árið
1987 fluttust þau til Reykjavíkur.
Í mörg ár hefur Diddi átt við
mikla vanheilsu að stríða vegna
hjartveiki og svo hin síðari ár
krabbameins. Aðdáunarvert er
hve þrautseigur hann hefur verið
og risið upp eftir hvert áfallið af
öðru.
Aðventan er gengin í garð, við
upplifum ekki ilm eplanna á sama
hátt og þegar við vorum börn, en
margir fagna jólafríi. Það ríkir þó
stemmning og eftirvænting í
hjörtum okkar vegna fæðing-
arhátíðar frelsarans sem Diddi
trúði á.
Það er söknuður í hugum okk-
ar en mestur er söknuðurinn hjá
Helgu og fjölskyldunni og vott-
um við Jóhannes þeim innilega
samúð. En ég trúi því að handan
við móðuna miklu séu fagnaðar-
fundir.
Blessuð veri minning hans,
Elín S. Sigurðardóttir.
Sigurður G. Sigurðsson kom í
ársbyrjun 1976 til starfa hjá
Verkfræðistofu Sigurðar Thor-
oddsen hf. eftir að hafa starfað á
Akranesi um margra ára skeið.
Hjá verkfræðistofunni starfaði
hann óslitið sem skrifstofustjóri
og fjármálastjóri þar til hann lét
af störfum vegna aldurs. Þegar
hann kom til starfa var verið að
breyta félaginu í hlutafélag og
nýr framkvæmdastjóri að taka
við af Sigurði S. Thoroddsen sem
hafði stjórnað verkfræðistofunni
frá upphafi. Hann var frá byrjun
kallaður Sigurður G. til aðgrein-
ingar frá Sigurði Thoroddsen og
öðrum öndvegismönnum sem
báru sama nafn.
Undir fjármálastjórn Sigurðar
G. urðu fljótt talsverðar breyt-
ingar, bókhaldið var skipulagt,
tölvutækni tekin í notkun við
verkbókhald og fjárhagsbókhald
og haldið utan um upplýsingar
sem skiptu máli við rekstur verk-
efna og áætlanagerð. Við þessa
vinnu komu glögglega í ljós kost-
ir Sigurðar G. sem voru góðir
skipulagshæfileikar og mikil
vandvirkni og varkárni. Hann
var einnig hinn óþreytandi kenn-
ari sem sagði öðrum til hvernig
skyldi gera hlutina og stemma af
þar til allt passaði fullkomlega. Í
fjármálum hafði Sigurður yfir-
gripsmikla reynslu og þekkingu
og næman skilning á tengdum
greinum svo sem lögfræði og
stjórnsýslu. Alls þessa nutum við
verkfræðingarnir með því að fá
til okkar viðskiptafræðing. Hann
gerðist hluthafi í fyrirtækinu og
kom sterkur inn með sína
reynslu.
Sigurður var félagslyndur og
hafði áhuga á fólki, þjóðmálum og
íþróttum. Hann stundaði skíði
sem ungur maður á Ísafirði og
spilaði körfubolta á háskólaárun-
um en einkum var knattspyrnan
honum hugleikin og ekki fór á
milli mála hvern hug hann bar til
gamla knattspyrnuliðsins á
Akranesi. Í matartímum spilaði
hann bridge af sömu alúð og ná-
kvæmni og hann sinnti fjármál-
unum og sömuleiðis fylgdist hann
með skákinni sem iðkuð var af
kappi á verkfræðistofunni.
Þann tíma sem ég var fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins naut
ég þess að hafa Sigurð sem sjóað-
an fjármálastjóra. Ég lærði mikið
af honum um fjármál og stjórn-
sýslu og hann var óþreytandi að
gefa góð ráð og þegar við keypt-
um fasteignir eða byggðum kom
reynsla hans við fasteignasölu að
góðum notum.
Sigurður var fyrir nokkrum
árum hættur sem fjármálastjóri
en liðsinnti þeim sem tóku við af
honum og vann í ýmsum málum
er vörðuðu fasteignir, skipulag á
bókhaldi og gerð ársreikninga,
þar til hann hætti alveg fyrir
tveimur árum en hann glímdi við
nokkurn heilsubrest síðustu árin.
Þrek hans og áhugi til vinnu var
óvenju mikill og entist lengi.
Við hér á verkfræðistofunni
kveðjum hann með virðingu og
væntumþykju og minnumst hans
sem góðs félaga í hópnum og fyr-
ir hans mannkosti og góðsemi í
garð annarra. Við sendum Helgu
og fjölskyldunni okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd vina og samstarfs-
manna hjá Verkís,
Viðar Ólafsson.
Við kveðjum nú með miklum
söknuði kæran vin, vinnu- og
veiðifélaga til margra áratuga.
Einu sinni til tvisvar á ári fórum
við vinnufélagarnir jafnan til
veiði í litlum hópi og þá lét Sig-
urður sig ekki vanta, hvorki í
undirbúninginn, sem ávallt var
vel vandað til, né í athöfnina. Í
þessum ferðum kynntumst við
vel hans einstöku gleði og já-
kvæðni, en jafnframt rólyndi og
yfirvegun við veiðiskapinn. Oftar
en ekki dró Sigurður upp úr mal-
poka sínum ýmislegt, sem hjarta-
læknar hefðu ekki talið hollustu-
mat. „Ég tók þetta nú með bara
fyrir ykkur strákar mínir,“ var
þá jafnan viðkvæðið hjá Sigurði
og svo var blandaður asni upp á
gamla mátann og endað á smá-
vindli áður en undirbúningur
hófst fyrir næsta dag, sem Sig-
urður stjórnaði af vísindalegri
nákvæmni. Þar voru allar breyt-
ur teknar með, eins og afstaða
tungls, vindátt, vatnshiti, hvenær
flóðið kæmi, hvar hefði veiðst í
sumar og ekki síst hverjir væru
enn fisklausir o.fl.
Dugnaður og ákveðni Sigurðar
var með eindæmum og oft er rifj-
uð upp ferðin í Andakílsá þar sem
Sigurður missti hluta af stöng og
hjól í tveimur pörtum ofan í hyl-
inn í sínum uppáhaldsveiðistað,
sem nefndur er þrjú og hálft. Sig-
urður renndi þá bara regngall-
anum upp í háls, stakk sér á kaf,
og kom upp aftur með hvort
tveggja, stöng og hjól. Alltaf hélt
hann trú við gullslegna Ambassa-
dor hjólið sitt þó hann væri að
vísu eitthvað farinn að hugsa um
möguleika spinnhjóla, enda bú-
inn að eiga eitt slíkt árum saman.
Í starfi sínu hjá Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen og síðar
Verkís hélt Sigurður utan um
okkar mál á sinn einstæða jafn-
lynda hátt. Allt var jafnan kvitt
og klárt.
Helgu og fjölskyldu sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Gunnar Guðni, Kristján G.,
Kristján Þór, Már, Peter W.
Jessen, Sigurþór Hólm og
Örn Steinar.
Kær skólabróðir úr MA, Sig-
urður G. Sigurðsson, viðskipta-
fræðingur, hefur kvatt eftir löng
veikindi. Hugurinn hvarflar aftur
til þess er sex úrvalsnemendur úr
skóla Hannibals kvöddu dyra í
Menntaskólanum á Akureyri. En
þessir vösku Ísfirðingar höfðu
líka lesið fyrsta bekk í mennta-
skóla heima á Ísafirði. Sökum
þess hve oft meistari á sal talaði
um þennan landsprófshóp hlaut
hann nafnið Undri.
Undra-hópurinn var einnig
frábær í íþróttum og reyndist
Sigurður okkar þar líka glúrinn.
Sigurður starfaði um árabil
sem skrifstofustjóri hjá Sem-
entsverksmiðjunni á Akranesi og
síðast hjá Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen.
Við bekkjarfélagarnir frá MA
sendum Helgu eiginkonu hans og
sonum, Sigurði og Helga, sam-
úðarkveðjur.
Jóhanna Dýrleif Skaftadóttir.
Sigurður Gunnars
Sigurðsson
✝ Una Guð-mundsdóttir
fæddist á Akranesi
15. mars 1938. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 26.
nóvember 2012.
Hún var dóttir Guð-
mundar Guð-
mundssonar og
Ólafar Guðjóns-
dóttur frá Tjörn.
Eftirlifandi systkini
Unu eru Böðvar, Guðmundur,
Halla, Guðjón, Kristín og Dóra.
Einn bróðirinn, Kristinn, er lát-
inn. Una var gift Svani Geirdal
en hann lést í des-
embermánuði 2008.
Börn þeirra eru
Linda Björk,
Hrafnhildur, Guð-
mundur Rafn, Arn-
ar og Halla. Una
bjó stærstan hluta
ævinnar á Akra-
nesi, en síðustu árin
í Hafnarfirði.
Barnabörn Unu og
Svans eru nú ellefu
talsins, en eitt er látið.
Útför Unu fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 7. desember
2012, og hefst athöfnin kl. 14.
Elsku Una
Þú ert fyrirmynd okkar sem
lifum þig, elsku tengdamóðir
mín. Þú varst umfram allt stað-
föst, trú og skemmtileg kona.
Ég átti yndislega stund með
þér nokkrum dögum áður en þú
lést, kæra Una mín. Við ræddum
um lífið og tilveruna, syni okkar
Gumma og syni Hrabbýar og
Rúnars og þinn einstaka og góða
son, Adda. Þér þótti svo óend-
anlega vænt um alla strákana
þína.
Þegar ég kynntist þér, sem
kærasta Gumma, 15 ára gömul,
hitti ég einstaka konu. Ég var í
fyrstu ekki viss hvort við næðum
saman en því fór fjarri. Við eign-
uðumst notalegt og hljóðlátt
samband sem lifði með okkur þó
við hittumst kannski ekki oft síð-
ustu árin. Ég minnist stundanna
þegar við sungum saman. Þú
spilaðir svo æðislega á gítarinn
þinn, mér þótti alltaf gott að vera
nálægt þér. Þú ert góð fyrirmynd
allra fallegu stelpnanna þinna;
Unu, Tinnu Anneyju, Gígju, Ey-
rúnar Unu og Ylfu litlu.
Þú dýrkaðir Höllu og Jóa og
fallegu dæturnar þeirra og það
var svo gott að sjá þig með þær
eða heyra þig tala um þær.
Þú gafst líka endalaust af ást
þinni til þeirra sem svo sannar-
lega þurftu á því að halda, Lindu
Bjarkar, elsku litla Inga Rafns
sem slasaðist svo illa og lést síðar
af þeim sökum og hans Svans
(Nana) sem var þér dýrmætur.
Þú varst ávallt styttan sem allir
treystu á og gerðu ráð fyrir að
væri til staðar.
Þú hélst vel utan um okkur öll.
Líka kæra afa Svan þegar hann
stóð í sínum veikindum. Þú varst
klettur, elsku Una, fram á síð-
ustu stundu.
Svo kom að því að þú gast ekki
meira en hafðir samt styrk til að
segja við okkur á þínum dánar-
beði:
„Nei, mér líður bara vel, ég er
fín, ég þarf ekkert vesen í kring-
um mig. Ég vil bara hafa ykkur
hjá mér.“
Og við vorum hjá þér síðustu
klukkutímana. Þú varst ótrúlega
sterk, stór og flott kona. Falleg
og stór allt til enda.
Elsku Una mín, hvíl í friði hjá
afa Svani, Inga Rafni, ömmu Lóu
og afa Munda.
Þín,
Guðrún.
Una
Guðmundsdóttir
✝ Stefán Björg-vinsson fæddist
í Hafnarfirði 7. des-
ember 1945. Hann
andaðist á líkn-
ardeild Landspít-
alans 22. nóvember
2012.
Útför Stefáns
Björgvinssonar var
gerð frá Þjóðkirkj-
unni í Hafnarfirði
30. nóvember 2012.
Fyrir fáum dögum kvaddi okk-
ur góður drengur, Stefán Björg-
vinsson, borinn og barnfæddur
Hafnfirðingur.
Fyrir um tuttugu árum kynnt-
ist ég honum, er hann tók að sér
óafvitandi krefjandi starf, sem
var þó aðeins unnið af honum í
hjáverkum. Þannig hagaði til, að
eiginkona hans, Hulda Karen
Ólafsdóttir, var þá ráðin húsvörð-
ur hjá Öldrunarsamtökunum
Höfn við þjónustuíbúðir aldraðra
á Sólvangstorfunni í Hafnarfirði
og fluttu þau þá þegar heimili sitt
þangað. Þetta var brautryðj-
andastarf, nýjar byggingar, eng-
ar hefðir, engin sérleg viðmið.
Inn streymdi roskið fólk til bú-
setu með væntingar um gott líf,
öryggi og forsjá.
Stefán lenti strax
í hringiðu þessa
samfélags og farn-
aðist honum mæta-
vel. Hann vildi
hvers manns vanda
leysa, tiltakanlega
bóngóður. Stefán
var annars fremur
dulur og hæglátur,
en kímnin var þó
aldrei langt undan.
Hann bætti um-
hverfið með góðri nærveru. Þau
hjón voru mjög samrýmd og sam-
hent. Það vakti gleði mína hversu
mikla vináttu og kærleika þau
sýndu hvort öðru. Fyrir öll viðvik
Stefáns, vinsemd og velvilja í öll
þessi góðu ár vil ég nú þakka fyr-
ir hönd íbúa, starfsmanna og
stjórnenda Hafnar.
Fyrir sjö vikum greindist Stef-
án með krabbamein, sem leiddi
hann til dauða með snöggum og
ótímabærum hætti.
Við vottum fjölskyldunni allri
djúpa virðingu. Huldu Karenu
eiginkonu hans, sonunum þrem-
ur og fjölskyldum þeirra og öllum
vinum og vandamönnum, sendum
við hugheilar samúðarkveðjur.
Margrét og Kristján
Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Hafnar.
Stefán
Björgvinsson