Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 5
Til hamingju Jón Margeir og Íris Mist PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 01 51 kopavogur.is Á árinu 2012 unnu íþróttamenn í Kópavogi glæsileg afrek, þ.á m. eru Íslandsmeistarar, Norðurlandameistarar, Evrópumeistarar, Ólympíumeistari og heimsmeistari. Þá eru átta af tíu efstu í nýlegu vali íþróttafréttamanna á besta íþróttafólki landsins ýmist búsettir í Kópavogi eða hafa æft og keppt fyrir íþróttafélög í bænum. Það er ánægjulegt í ljósi þess að Kópavogsbær hefur ávallt lagt ríka áherslu á góða aðstöðu til íþróttaiðkunar. Í bænum eru tvær glæsilegar sundlaugar, níu íþróttahús og tvær fjölnota íþróttahallir, auk knattspyrnuvalla um allan bæ. Það ásamt framlagi allra þeirra sem vinna í þágu íþróttastarfs í bænum eflir íþróttahreyfinguna og hefur skilað góðum fyrirmyndum fyrir börn og unglinga í Kópavogi. Jón Margeir varð Ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumótinu í London. Þar synti hann á tímanum 1:59,93 sem er nýtt og glæsilegt heimsmet. Á árinu setti Jón Margeir einnig heimsmet í 1.500 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi. Íris Mist varð fjórfaldur Íslandsmeistari í hópfimleikum með liði Gerplu. Liðið varð einnig bikarmeistari. Íris Mist hefur um árabil átt sæti í kvennalandsliði Íslands í hópfimleikum, en liðið varði Evrópumeistaratitil Íslands í Árósum í Danmörku í október. Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/Ösp, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru á dögunum kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs 2012.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.