Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013 ✝ Jón Þór Páls-son var fæddur á Skeggjastöðum í Fellum 21.5. 1931. Hann lést á dval- arheimilinu Grund hinn 11.1. 2013. Jón var sonur hjónanna Páls Jóns- sonar frá Þúfu á Flateyjardal og Bjarnheiðar Magn- úsdóttur frá Ketils- stöðum í Jökulsárhlíð sem voru ábúendur á Skeggjastöðum frá 1926-1960. Eftirlifandi eiginkona hans er Margrét Þórðardóttir frá Hvammi á Völlum sem dvelst nú á hjúkrunarheimilinu Grund. Ár- ið 1954 stofnuðu Jón og Margrét nýbýlið Teigaból og bjuggu þar til ársins 1973 þegar þau fluttu búferlum til Reykjavíkur. Með búskapnum á Teigabóli stundaði Jón vörubílaakstur en á síldarár- unum snéri hann sér alfarið að rekstri flutningabíla milli Reykjavíkur og Eg- ilsstaða. Að loknum upp- ganginum á síld- arárunum fór Jón að vinna sem vöru- og rútubílstjóri hjá ýmsum fyrirtækjum þar til hann réðst til Landspítalans sem vaktmaður. Þvínæst fór hann svo til Rík- isútvarpsins sem húsvörður. Starfsferli sínum lauk hann svo sem fornbókasali með eigin verslun fyrst í JL hús- inu og síðar á Laugaveginum. Börn þeirra eru: Alda, fædd 26.3. 1952, búsett í Reykjavík. Páll, fæddur 7.1. 1956, búsettur í Reykjavík. Borgþór, fæddur 6.7. 1957, búsettur Hvammi Fljóts- dalshéraði. Haraldur, fæddur 20.4. 1963, búsettur Reykjavík. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík í dag, 18.1. 2013, kl. 15. Jón Þór Pálsson frá Skeggja- stöðum í Fellum er látinn. Hann var fjórði í aldursröð sex systkina sem öll eru nú látin nema móðir okkar. Jón var heimagangur hjá okk- ur á Egilsstöðum frá fyrstu tíð. Okkur þótti mjög vænt um Jón og fannst gaman að fá hann til okkar, hann var hlýr og kíminn í tilsvörum. Jón og Margrét Þórðardóttir eiginkona hans stofnuðu fjöl- skyldu ung að árum. Þau eign- uðust fjögur börn Öldu, Pál, Borgþór og Harald. Um miðjan sjötta áratuginn byggðu þau ný- býlið Teigaból út úr bújörðinni Hrafnsgerði í næsta nágrenni Skeggjastaða. Fjölskyldur okkar hittust oft á Skeggjastöðum þar sem afi og amma bjuggu og var töluverður samgangur á milli heimilanna. Við komum oft í Teigaból og þangað var stundum gengið á sunnudögum frá Skeggjastöðum er við vorum þar í sveit yfir sum- artímann. Þetta var okkar sunnu- dagsrúntur til að leika við frænd- systkini og breyta til. Margrét tók alltaf vel á móti okkur með hnallþórum og dýrindis bakkelsi en hún var mikil og myndarleg húsmóðir. Jón stundaði aðra vinnu sam- hliða búskapnum og snemma á sjöunda áratugnum hóf hann vöruflutninga með bílum frá Reykjavík austur á land. Hann var með þeim fyrstu sem stund- uðu þessa flutninga. Margar af okkar bestu minn- ingum um Jón eru frá bílstjóraár- um hans. Þá kom hann oft til okk- ar, lagði bílnum í hlaðið, hvort sem var að nóttu eða degi og svaf þar sem laust var rúm eða dýna. Við fórum í sendiferðir fyrir hann til að rukka, tilkynna um vörur eða hlupum í sparsjóðinn með seðlabúnt til innlagnar. Ferðir Jóns voru oft ævintýra- og svað- ilfarir. Vegurinn á Jökuldalsheið- inni og Öræfunum var víða nið- urgrafinn og lækir óbrúaðir. Flutningar hófust á vorin eftir snjómokstur þegar frost og aur- bleyta var farin úr vegum. Í októ- ber eða nóvember heftu snjóar för og þá var bílnum lagt. Ferðir okkar með Jóni á milli landshluta eða niður á firði eru bjartar í minningunni. Síldarárin voru blómatími en þegar þeim lauk hætti Jón í flutningum. Nokkrum árum síðar fluttu Jón og Margrét til Reykjavíkur og hafa búið þar og í nágranna- byggðum síðan. Þegar suður kom starfaði Jón sem vaktmaður á Landspítalan- um og hjá Ríkisútvarpinu. Jón var mikill bókamaður og orti ýmsar skondnar vísur. Upp úr árinu 1990 gerðist Jón fornbóka- sali fyrst í hlutastarfi og síðan í fullu starfi. Jón hafði gaman af því að ferðast og á sínum efri árum fór hann víða á sumrin að skoða land- ið. Hann fór gjarnan austur í Skeggjastaði og hélt tengslunum við Héraðið. Jón var ekki marg- máll sat frekar hjá og hlustaði eða gekk um gólf og fylgdist með því sem fram fór. Hann var greið- vikinn, rausnarlegur og lagði rækt við sitt fólk. Við systkinin erum honum þakklát fyrir hversu natinn og duglegur hann var að heimsækja móður okkar eftir að hún fluttist til Reykjavíkur á hjúkrunarheimilið Eir. Hann heimsótti hana reglulega á með- an heilsa hans leyfði. Við sendum Margréti og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Ólöf, Anna, Gylfi og Gígja. Jón Þór Pálsson ✝ AðalheiðurIngólfsdóttir fæddist í Kross- gerði í Berufirði 31. maí 1941. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 9. jan- úar 2013. Foreldrar henn- ar voru Hrefna Sigurðardóttir, fædd 27. mars 1915, dáin 4. nóv- ember 2000 og Ingólfur Árna- son, fæddur 19. júní 1916, dáinn 24. maí 2007. Systkini hennar: Alda, fædd 1939, Hanna, fædd 1940, Örn, fæddur 1943, Sig- urður, fæddur 1944, Kristín, fædd 1947, Hansína, fædd 1948, 1992 og Þráinn, fæddur 1993. Dóttir Sigríðar er Arna Dögg Arnarsdóttir, fædd 1996. 2) Að- alsteinn Þórsson, fæddur 20. október 1964, sambýliskona Að- alsteins er Karin Leening, fædd 14. júní 1968. Dætur Aðalsteins og Ólafar Ragnheiðar Guð- björnsdóttur eru: Agnes Ýr, fædd 1989, og Agla Guðbjörg, fædd 1993. Agnes á soninn Guð- björn Nökkva, fæddur 2011. 3) Helgi Þórsson, fæddan 22. júlí 1969, maki er Beate Stormo, fædd 1. febrúar 1972. Þeirra synir eru: Jóhannes, fæddur 1994, Björn, fæddur 1996 og Haraldur, fæddur 2006. 4) Bergsveinn, fæddur 18. október 1971, maki er Anna Þórunn Hjálmarsdóttir, fædd 11. júní 1971. Þeirra börn eru: Aldís, fædd 1995, Baldur, fæddur 1998, og Birkir, fæddur 2005. Útför Aðalheiðar fer fram frá Grundarkirkju í Eyjafirði í dag, 18. janúar 2013. Kolbrún, fædd 1949, Árni, fæddur 1953, Þór, fæddur 1955 og Anna, fædd 1956. Árið 1962 giftist Að- alheiður eftirlif- andi eiginmanni sínum Þór Að- alsteinssyni, frá Kristnesi, fæddur 20. janúar 1941. Þeirra synir eru: 1) Ingólfur Þórsson, fæddur 21. júní 1963, sambýliskona er Sig- ríður Jóna Pálsdóttir, fædd 21. júní 1970. Börn Ingólfs og Vil- borgar Kristinsdóttur eru: Kristinn, fæddur 1984, Svana, fædd 1987, Héðinn Þór, fæddur Elsku Alla mín. Þá er komið að kveðjustund. Ég man það eins og það hefði gerst í gær, þegar 40 ungar stúlkur komu í Húsmæðra- skólann að Laugalandi í Eyjafirði haustið 1959 til vorsins 1960. Við lærðum að búa til mat og baka, sauma, prjóna, vefa og bókleg fög líka. Margt var brallað og gaman var þennan vetur, við urðum allar svo góðar vinkonur og höfum síð- an haldið hópinn yfir 50 ár. Í skól- anum fengum við að fara í helg- arleyfi aðra hverja helgi um veturinn, Alla og ég gistum heima hjá Mörsu vinkonu og skólasyst- ur. Við Alla sváfum ekki mikið, það var hlegið, pískrað og talað fram eftir nóttu. Þegar skólanum lauk um vorið fórum við Alla að vinna á Kristnesspítala svo að vináttan hélt áfram að aukast. Þetta sumar kynntist Alla Þór Aðalsteinssyni, bóndasyninum unga frá Kristnesi í Eyjafirði, og bjuggu þau allan sinn búskap þar. Alla og Þór eignuðust fjóra syni, svo komu tengdadæturnar og barnabörnin. Við fórum í ferða- lög, til dæmis í sumarbústað, Ás- byrgi, Hljóðakletta og víða um landið. Svo var auðvitað stofnað- ur saumaklúbbur, sem búinn er að starfa í öll þessi ár. Mikið var gaman og hlegið í klúbbnum. Það er svo margs að minnast í gegn- um öll þessi ár. Minningarnar streyma fram í hugann, hvað þú Alla mín varst góð vinkona okkar allra. Við gleymum þér aldrei Alla mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég votta þér, Þór Aðalsteins- syni fjölskyldu þinni og systkin- um Öllu og fjölskyldum þeirra samúð, megi Guð vera með ykkur öllum í sorg ykkar. Þín vinkona, Gerður. Í dag verður mín kæra vinkona Aðalheiður Ingólfsdóttir kvödd, það verður gert með söknuði. Vegir okkar lágu saman fyrst þegar ég kom í húsmæðraskól- ann á Laugalandi og mér var vís- að á herbergi og þar var Alla komin. Hún kom langt að, frá Krossgerði í Breiðdal, greinilega vön vinnu og það var það fyrsta sem ég tók eftir. Hún var þegar búin að skoða skólann svo að ég fylgdi henni bara eftir. Með okk- ur tókst strax góð vinátta sem hefur fylgt okkur í gegnum árin sem eru nú orðin 53. Við vorum fjórar stúlkur saman á herbergi og nú erum við bara tvær eftir, ég og Gulla, Guðbjörg lést 1986. Þegar fyrsta helgarleyfið kom fórum við saman ásamt Gerði Guðvarðar heim til foreldra minna, þær komu báðar úr stórri fjölskyldu og létu sig hafa það að sofa báðar á dívaninum mínum, það var ekkert verið að setja það fyrir sig þótt það væri inni hjá afa. Eftir þetta varð það að reglu að Alla gisti hjá foreldrum mínum þegar hún átti helgarleyfi hvort sem ég var með eða ekki. Vinátt- an var alltaf fyrir hendi á milli hennar og foreldra minna þótt ekki væri mikill samgangur síð- ustu árin þeirra. Svona vinátta hverfur aldrei, við vorum svo heppnar að vera í sama númeri í eldhúsinu svo að við unnum sam- an og gerðum flest eins. Við saumuðum eins skírnarkjóla og dúk svo ég nefni eitthvað af því sem við gerðum saman. Þegar skóla lauk fóru þrjár skólasystur að vinna á Kristnesspítala. Þar kynntist hún Þór Aðalsteinssyni og lágu leiðir þeirra saman eftir það. Þau bjuggu allan sinn bú- skap í Kristnesi þar til Alla mín kvaddi að morgni 9. janúar 2013. Seinna kynntist ég svo mínum manni í gegnum Öllu og Þór og við bjuggum í eitt ár í Reykhús- um, sem er næsti bær við Krist- nes, og þá var nú gott að geta komið til minnar kæru vinkonu. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana sem vinkonu í 53 ár og mun sakna hennar sárt. Elsku vin- kona, ég þakka þér samfylgdina í gegnum árin. Mér þykir vænt um að hafa getað knúsað þig stuttu áður en þú kvaddir. Elsku Þór, synir og tengdadætur, barna- börn, systkini Öllu og aðrir ætt- ingjar, Guð styrki ykkur í sorg- inni. Marselía Gísladóttir. Í dag er kær skólasystir okkar kvödd með miklum söknuði. Við vorum 40 ungar stúlkur sem hitt- umst í húsmæðraskólanum á Laugalandi að hausti 1959 og þar vorum við flestar fram til vorsins 1960, það fer ekki hjá því að það myndast góð sambönd á milli þar sem hópurinn var svo mikið sam- an á heimavist. En flestar fóru heim að loknu námi en vinkona okkar, Aðalheiður Ingólfsdóttir, festist hér fyrir norðan þegar hún giftist Þór Aðalsteinssyni. Þau bjuggu allan sinn búskap á bæn- um Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Nokkrar fleiri festust hér fyrir norðan. Árið 1966 komum við saman nokkrar skólasystur og ákváðum að hittast einu sinni hjá hverri yfir vetrarmánuðina og þar mætti Alla okkar auðvitað. Þessi félagsskapur, sem við nefndum saumaklúbb, hefur haldið saman síðan þá. Alla okkar er sú þriðja sem við kveðjum með söknuði, alltaf kom hún í klúbb hvernig sem veður var enda frá- bær bílstjóri. Um tíma vorum við 14 sem mættum í klúbb en nú hef- ur sem sagt fækkað og erum við sem eftir erum þakklátar fyrir að hafa átt þessa yndislegu konu fyrir vinkonu. Síðast kom klúbb- urinn saman 11. des. sl. Þar var Alla mætt hress að vanda. Það verður erfitt að sætta sig við að missa hana úr hópnum. Um leið og við kveðjum kæra vinkonu biðjum við Guð að gefa fjölskyld- unni styrk í hennar miklu sorg. Elsku Alla okkar, takk fyrir allar samverustundirnar gegnum árin. Saumklúbburinn, Anna Gréta, Brynja, Gerður, Guðlaug, Aðalheiður, Hildur, Marselína H., Nanna og Sólveig. Aðalheiður Ingólfsdóttir ólst upp í stórum systkinahópi í Krossgerði á Berufjarðarströnd, komin af austfirsku og skaft- fellsku kjarnafólki. Hún tileink- aði sér það besta úr þjóðlífinu á heimaslóð á uppvaxtarárum og dreif sig síðan í húsmæðraskól- ann á Laugalandi í Eyjafirði. Þar réðust örlögin, þegar hún hitti bóndasoninn, seinna bóndann, í Kristnesi, Þór Aðalsteinsson. Síðan hafa Þór og Alla í Kristnesi verið kjölfesta í lífi afkomenda, vina, ættingja og tengdafólks í hálfa öld og með einstökum myndarskap. Mætti tína margt til, ekki síst ættarmótin, en kannski framar öðru farsæla um- hyggju og ósvikna vináttu við alla sem einu sinni voru komnir inn í hlýjuna. Þeir voru alltaf velkomn- ir inn á heimili þeirra, nánast hvernig sem á stóð. Það þurfti samt kjark og kraft í byrjun fyrir verðandi húsmóður að austan til að hasla sér völl í rótgrónu mið- eyfirsku bændasamfélagi. Hvort tveggja hafði Alla og meira til. Hún var einstaklega verkmikil bæði úti og inni, heimilisstörf og útiverk léku jafnt í höndum henn- ar. Auk þess að vera vinnuvíking- ur hafði hún ýmislegt annað til brunns að bera svo sem hug- þekka kímnigáfu og kankvísi. Þór og Alla eignuðust fjóra öfl- uga syni, og er stækkandi ætt- bogi frá þeim kominn. Það er ekki að sjá annað en að lánið hafi leikið við Kristneshjónin alla tíð, þar til nú skyndilega að maðurinn með ljáinn kom fyrirvaralaust á svæð- ið og heimtaði sitt. Alla veiktist á Þorláksdag og var lögð inn á spít- ala með langt gengna illkynja meinsemd og henni hrakaði ört uns kallið kom 9. jan. sl. Það hef- ur varla unnist tími til að með- taka þessi tíðindi að öllu leyti. Reykhúsafjölskyldurnar votta hennar nánustu aðstandendum innilegustu samúð og kveðja hana með fáeinum ljóðlínum. Blessuð sé minning Aðalheiðar Ingólfsdóttur. Móðir jörð Vorið var alltaf misjafnlega snemma á ferðinni og kom með fífil og sóley í hlaðvarpann. Með sumri bættust við lambagras, holtasóley og blóðberg hjá kúagötum. Endalaus birta; túnasláttur og töðuilm- ur. Síðsumars fjölgaði litum. Umfeðmingur og rauðsmári heima við, hrossanál í út- haga – berjamór og kvöldrökkur – og undir haust þistill í lækjargiljum og fífa á engjum. Seinna tók frostið við. Af jörð erum við komin. (B.I.) Brynjólfur Ingvarsson. Aðalheiður Ingólfsdóttir ✝ Eyjólfur EinarJónsson fædd- ist á Reykhólum í Reykhólahreppi hinn 10. júní 1925. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 11. janúar 2013. Foreldrar hans voru Jón Há- konarson frá á Stað í Reykhóla- hreppi, f. 9.5. 1899, d. 1.9. 1952, og Hjálmfríður Eyj- ólfsdóttir frá Firði í Múlasveit, f. 1.11. 1898, d. 24.5. 1986. Systkini Eyjólfs eru Sólborg, f. 1921, d. 2011, Hallgrímur, f. 1929, d. 1984, Hákon, f. 1932, býr í Bandaríkjunum. Eftirlifandi eig- inkona Eyjólfs er Jó- hanna Engilráð Alexandersdóttir, f. 30.4. 1925, frá Dynj- anda í Grunnavík- urhreppi, sem býr nú á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Foreldrar hennar voru Alex- ander Einarsson, f. 5.8. 1891, d. 30.11. 1964, og Jóna Sigríður Bjarnadóttir, f. 10.4. 1894, d. 18.3. 1975. Börn Eyjólfs og Jóhönnu eru: 1) Þröstur Guðni Magnús, f. 22.11. 1947. Maki hans er Ingiríður Karen Jónsdóttir, börn þeirra eru þrjú, barnabörn sjö og barnabarnabarn eitt. 2) Inga Dóra, f. 20.12. 1949, búsett í Danmörku. Börn hennar eru þrjú, þar af eitt látið. 3) Alexand- er Friðjón, f. 21.6. 1958, maki hans er Hjördís Erla Sveins- dóttir, börn þeirra eru þrjú, barnabörnin tvö. Eyjólfur og Jóhanna bjuggu lengst af ævi sinnar í Efstasundi 77 í Reykjavík. Um tíma bjuggu þau í Norðurbrún 1, þjónustu- heimili fyrir aldraða, svo á hjúkr- unarheimilinu Skjóli. Eyjólfur var lærður bifreiða- smiður, lauk meistaraprófi í því fagi 1949, starfaði hann við iðn sína flest árin sem sjálfstæður at- vinnurekandi. Útför hans fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 18. janúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Okkur systur langar að kveðja hann Eyfa okkar með nokkrum orðum. Það sem fyrst kemur upp í hugann er óendanlegt þakklæti fyrir allt sem Eyfi hefur gert fyrir fjölskylduna okkar í gegn- um tíðina. Þær voru ófáar stundirnar í Sólheimunum þar sem Eyfi rak inn nefið, náði í bollann sinn úr eldhússkápnum og drakk kaffið, iðulega með gamanorð á vörum. Hann stoppaði stutt en nærvera hans fyllti eldhúsið löngu eftir að hann var farinn. Eyfi var mjög líflegur, hlýr og kankvís maður. Hann var einstök barnagæla og mikill afi. Það var aldrei logn- molla í kringum Eyfa og var hann með ákveðnar skoðanir. Hann og faðir okkar áttu til að þrátta um pólitík svo undir tók í húsinu en alltaf var þetta í góðu og voru þeir ávallt góðir félagar. Eyfi reyndist vinur í raun þegar faðir okkar dó sviplega og var okkur stoð og stytta gegnum ár- in á meðan heilsa hans leyfði. Hann var móður okkar mikil hjálparhella og er það ómetan- legt. Það er vart hægt að minnast Eyfa nema nefna konu hans í sömu andrá, Lellu (Jóhönnu) móðursystur okkar. Var stutt á milli heimila þeirra systra og voru samskipti mikil í gegnum árin. Þær voru margar útileg- urnar og ber þar helst að nefna stundirnar sem tjaldað var við hjólhýsi þeirra hjóna í Þjórsár- dalnum. Eyfi og Lella voru ein- staklega gestrisin og höfðingjar heim að sækja og ófáir ættingj- arnir fengið að gista í Efstasund- inu. Eyfi var bílsmiður að mennt og var með bílaverkstæði til margra ára. Var hann okkur fjöl- skyldunni ráðagóður í bílamálum eins og efni stóðu til og boðinn og búinn að lappa upp á þá bíla sem reyndust stundum í misgóðu ástandi þegar fram liðu stundir. Það má með sanni segja að uppvaxtarár okkar systra hafi einkennst af samvistum við Eyfa og Lellu og vorum við nánast eins og þeirra eigin dætur. Með þakklæti hugsum við til þessara indælu minninga um leið og við kveðjum Eyfa okkar. Guð blessi minningu hans. Dóra Berglind og Lilja Jóna. Eyjólfur Einar Jónsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsend- ingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja við- eigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.